Formaður VR óttast lög á verkfallið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. maí 2015 13:16 Formaður VR óttast að lög verði sett á verkföll launafólks. Formaður Samtaka atvinnulífsins segir verkfallsvopnið mjög sterkt og að verkalýðshreyfingin geti knúið hvaða vitleysu í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera.Þau Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Þorsteinn að það að viðhalda stöðugleikanum í efnahagskerfinu væri á allra ábyrgð. „Ég myndi segja að yfirburðastaða verkalýðshreyfingarinnar gagnvart atvinnurekendum í dag er alger,“ sagði Þorsteinn. „Atvinnurekendur eiga sitt verkbannsvopn en það er neyðarbragð, vegna þess að fyrirtækið veit að það setur sjálft sig á hausinn með því að beita slíku vopni til lengdar. Þannig að við vitum á endanum að verkalýðshreyfingin getur knúið hvaða vitleysu í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera. Vegna þess að á endanum stendur fyrirtækið frammi fyrir valkostunum að ganga að þessum kröfum eða að fara einfaldlega á hausinn.“ Þorsteinn hefur meðal annars gagnrýnt kröfur um miklar launahækkanir, líkt og kröfur Starfsgreinasambandsins um fimmtíu prósent launahækkanir. Ólafía sagðist í þættinum óttast það að lög yrðu sett á verkföllin.„Ábyrgðarlaust tal“ „Við í VR vorum í gær á fundi stjórnar klukkan tíu, svo trúnaðarráðsfundur klukkan ellefu og svo Landssamband íslenskra verslunarmanna í hádeginu. Þar var samþykkt samhljóða það aðgerðaplan sem við komum til með að kynna á þriðjudagsmorgun. En ég ætla bara rétt að vona að við náum að nálgast viðfangsefnið með skynsamlegum hætti áður en þetta brestur á. Starfsgreinasambandið er í verkfalli, BHM er líka í verkfalli og aðrir stórir hópar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eru nú að kjósa um verkfallsboðun. Þannig að þetta eru gríðarlega miklir hagsmunir og stórir hópar sem eru að fara hérna fram.“ Hún svaraði ummælum Þorsteins um að verkalýðshreyfingin væri að knýja fram vitleysu á þann hátt að það hafi ekki verið af léttúð sem ráðist var í verkfallsaðgerðir. „Þetta er náttúrulega bara ábyrgðarlaust tal af hans hálfu, að segja þetta með þessum hætti,“ sagði Ólafía. „Við vildum ekki vera í þessari stöðu sem við erum í í dag.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flóabandalagið búið að slíta kjaraviðræðum við SA Formaður Eflingar segir allt stefna í verkfall hjá sínu fólki en um 21 þúsund manns tilheyra Flóabandalaginu. 27. apríl 2015 12:07 VR undirbýr verkfallsaðgerðir „Við sjáum engan annan kost,“ segir formaður VR. 27. apríl 2015 20:12 Atvinnustarfsemi lamast á landsbyggðinni á morgun Tíu þúsund verkamenn og verkakonur leggja niður vinnu á hádegi á morgun. Hefur mikil áhrif á alla ferðaþjónustu, fiskvinnslu, kjötvinnslu og fleiri atvinnugreinar. 29. apríl 2015 11:44 Allt að tvö þúsund fyrirtæki skaðast af verkfalli á morgun Rúmlega tíu þúsund manns hjá hátt í 2.000 fyrirtækjum senda vinnuveitendum aðvörunarskot með því að leggja niður vinnu víðs vegar um land á morgun. 29. apríl 2015 20:10 Segir mikla samstöðu hjá SA Samtök atvinnulífsins vilja að skipulag atvinnurekenda sé virt. 24. apríl 2015 09:00 Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. 22. apríl 2015 13:26 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Formaður VR óttast að lög verði sett á verkföll launafólks. Formaður Samtaka atvinnulífsins segir verkfallsvopnið mjög sterkt og að verkalýðshreyfingin geti knúið hvaða vitleysu í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera.Þau Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Þorsteinn að það að viðhalda stöðugleikanum í efnahagskerfinu væri á allra ábyrgð. „Ég myndi segja að yfirburðastaða verkalýðshreyfingarinnar gagnvart atvinnurekendum í dag er alger,“ sagði Þorsteinn. „Atvinnurekendur eiga sitt verkbannsvopn en það er neyðarbragð, vegna þess að fyrirtækið veit að það setur sjálft sig á hausinn með því að beita slíku vopni til lengdar. Þannig að við vitum á endanum að verkalýðshreyfingin getur knúið hvaða vitleysu í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera. Vegna þess að á endanum stendur fyrirtækið frammi fyrir valkostunum að ganga að þessum kröfum eða að fara einfaldlega á hausinn.“ Þorsteinn hefur meðal annars gagnrýnt kröfur um miklar launahækkanir, líkt og kröfur Starfsgreinasambandsins um fimmtíu prósent launahækkanir. Ólafía sagðist í þættinum óttast það að lög yrðu sett á verkföllin.„Ábyrgðarlaust tal“ „Við í VR vorum í gær á fundi stjórnar klukkan tíu, svo trúnaðarráðsfundur klukkan ellefu og svo Landssamband íslenskra verslunarmanna í hádeginu. Þar var samþykkt samhljóða það aðgerðaplan sem við komum til með að kynna á þriðjudagsmorgun. En ég ætla bara rétt að vona að við náum að nálgast viðfangsefnið með skynsamlegum hætti áður en þetta brestur á. Starfsgreinasambandið er í verkfalli, BHM er líka í verkfalli og aðrir stórir hópar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eru nú að kjósa um verkfallsboðun. Þannig að þetta eru gríðarlega miklir hagsmunir og stórir hópar sem eru að fara hérna fram.“ Hún svaraði ummælum Þorsteins um að verkalýðshreyfingin væri að knýja fram vitleysu á þann hátt að það hafi ekki verið af léttúð sem ráðist var í verkfallsaðgerðir. „Þetta er náttúrulega bara ábyrgðarlaust tal af hans hálfu, að segja þetta með þessum hætti,“ sagði Ólafía. „Við vildum ekki vera í þessari stöðu sem við erum í í dag.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flóabandalagið búið að slíta kjaraviðræðum við SA Formaður Eflingar segir allt stefna í verkfall hjá sínu fólki en um 21 þúsund manns tilheyra Flóabandalaginu. 27. apríl 2015 12:07 VR undirbýr verkfallsaðgerðir „Við sjáum engan annan kost,“ segir formaður VR. 27. apríl 2015 20:12 Atvinnustarfsemi lamast á landsbyggðinni á morgun Tíu þúsund verkamenn og verkakonur leggja niður vinnu á hádegi á morgun. Hefur mikil áhrif á alla ferðaþjónustu, fiskvinnslu, kjötvinnslu og fleiri atvinnugreinar. 29. apríl 2015 11:44 Allt að tvö þúsund fyrirtæki skaðast af verkfalli á morgun Rúmlega tíu þúsund manns hjá hátt í 2.000 fyrirtækjum senda vinnuveitendum aðvörunarskot með því að leggja niður vinnu víðs vegar um land á morgun. 29. apríl 2015 20:10 Segir mikla samstöðu hjá SA Samtök atvinnulífsins vilja að skipulag atvinnurekenda sé virt. 24. apríl 2015 09:00 Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. 22. apríl 2015 13:26 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Flóabandalagið búið að slíta kjaraviðræðum við SA Formaður Eflingar segir allt stefna í verkfall hjá sínu fólki en um 21 þúsund manns tilheyra Flóabandalaginu. 27. apríl 2015 12:07
Atvinnustarfsemi lamast á landsbyggðinni á morgun Tíu þúsund verkamenn og verkakonur leggja niður vinnu á hádegi á morgun. Hefur mikil áhrif á alla ferðaþjónustu, fiskvinnslu, kjötvinnslu og fleiri atvinnugreinar. 29. apríl 2015 11:44
Allt að tvö þúsund fyrirtæki skaðast af verkfalli á morgun Rúmlega tíu þúsund manns hjá hátt í 2.000 fyrirtækjum senda vinnuveitendum aðvörunarskot með því að leggja niður vinnu víðs vegar um land á morgun. 29. apríl 2015 20:10
Segir mikla samstöðu hjá SA Samtök atvinnulífsins vilja að skipulag atvinnurekenda sé virt. 24. apríl 2015 09:00
Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. 22. apríl 2015 13:26
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent