Atvinnustarfsemi lamast á landsbyggðinni á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2015 11:44 Mjög miklar truflanir verða á fiskvinnslu, kjötvinnslu og nánast öllum greinum ferðaþjónustu á landsbyggðinni á morgun þegar tíu þúsund félagsmenn í sextán verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins hefja verkfall á hádegi. Framvæmdastjóri sambandsins vísar ábyrgð á stöðunni alfarið til Samtaka atvinnulífsins sem neiti að koma að samningaborðinu. Tíu þúsund félagsmenn í þeim 16 verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni sem hefja vinnustöðvun á hádegi á morgun til miðnættis vinna mjög fjölbreytt störf á í fjölmörgum atvinnugreinum. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stöðuna mjög alvarlega. „Þetta er fólk í matvælaframleiðslu, það er að segja í fiskvinnslu og kjötvinnslu. Þetta er fólk í ferðaþjónustu; ræstingarfólk, vöruflutningabílstjórar, hópferðabílstjórar og svo framvegis,“ segir Drífa. Sem þýðir að áhrifa aðgerðanna gætir t.d. á hótelum, hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum og örðum ferðaþjónustufyrirtækjum og matsölustöðum.Það er ljóst á þessari lýsingu þinni að þótt þetta sé bara hálfur dagur í þetta skiptið verða áhrifin víða og mikil? „Ég reikna með að það verði víða áhrif og þetta hefur verið að spyrjast út. Ég hef ekki undan að svara erlendum blaðamönnum og erlendum systursamtökum okkar sem vilja veita okkur stuðning og vilja fá upplýsingar um þetta. Þannig að þetta er að hafa gríðarleg áhrif ekki bara hér á landi heldur utan landsteinanna líka,“ segir Drífa. Erlendir blaðamenn hafi fyrst og fremst áhuga á áhrifum verkfalsaðgerðanna á ferðaþjónustuna sem verði mjög mikil á landsbyggðinni. Ef ekkert gerist við samningaborðið fer fólk aftur í verkfall allan sólarhringinn á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku og aftur báða dagana 19 og 20 maí. Ótímabundið verkfall myndi síðan hefjast hinn 26 maí hafi samningar ekki tekist.Þannig að þá eru málin komin í mjög alvarlega stöðu, þegar þessi sólarhringsverkföll hefjast og ég tala nú ekki um þegar ótímabundna verkfallið hefst? „Við lítum auðvitað svo á að málið sé komið í mjög alvarlega stöðu þegar leggja þarf niður störf yfir höfuð. Þannig að alvarleg staða er núna og það er mikil ábyrgð sem hvílir á Samtökum atvinnulífsins að neita að tala við okkur og neita að mæta okkur og stefna þessu fólki í verkfall. Því þetta er algert neyðarúrræði sem við erum að beita og okkur er nauðbeigður sá kostur að beita því,“ segir Drífa.Eru engir fundir fyrirhugaðir? „Það er búið að boða til stutts fundar í fyrramálið. En ég hef ekki pata af því að það verði stórmerkileg tíðindi af þeim fundi,“ segir Drífa Snædal.Skipulag verkfallsaðgerðanna sem framundan eru:30. apríl: Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag.6. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).7. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).19. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).20. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).26. maí: Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015. Verkfall 2016 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Mjög miklar truflanir verða á fiskvinnslu, kjötvinnslu og nánast öllum greinum ferðaþjónustu á landsbyggðinni á morgun þegar tíu þúsund félagsmenn í sextán verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins hefja verkfall á hádegi. Framvæmdastjóri sambandsins vísar ábyrgð á stöðunni alfarið til Samtaka atvinnulífsins sem neiti að koma að samningaborðinu. Tíu þúsund félagsmenn í þeim 16 verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni sem hefja vinnustöðvun á hádegi á morgun til miðnættis vinna mjög fjölbreytt störf á í fjölmörgum atvinnugreinum. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stöðuna mjög alvarlega. „Þetta er fólk í matvælaframleiðslu, það er að segja í fiskvinnslu og kjötvinnslu. Þetta er fólk í ferðaþjónustu; ræstingarfólk, vöruflutningabílstjórar, hópferðabílstjórar og svo framvegis,“ segir Drífa. Sem þýðir að áhrifa aðgerðanna gætir t.d. á hótelum, hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum og örðum ferðaþjónustufyrirtækjum og matsölustöðum.Það er ljóst á þessari lýsingu þinni að þótt þetta sé bara hálfur dagur í þetta skiptið verða áhrifin víða og mikil? „Ég reikna með að það verði víða áhrif og þetta hefur verið að spyrjast út. Ég hef ekki undan að svara erlendum blaðamönnum og erlendum systursamtökum okkar sem vilja veita okkur stuðning og vilja fá upplýsingar um þetta. Þannig að þetta er að hafa gríðarleg áhrif ekki bara hér á landi heldur utan landsteinanna líka,“ segir Drífa. Erlendir blaðamenn hafi fyrst og fremst áhuga á áhrifum verkfalsaðgerðanna á ferðaþjónustuna sem verði mjög mikil á landsbyggðinni. Ef ekkert gerist við samningaborðið fer fólk aftur í verkfall allan sólarhringinn á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku og aftur báða dagana 19 og 20 maí. Ótímabundið verkfall myndi síðan hefjast hinn 26 maí hafi samningar ekki tekist.Þannig að þá eru málin komin í mjög alvarlega stöðu, þegar þessi sólarhringsverkföll hefjast og ég tala nú ekki um þegar ótímabundna verkfallið hefst? „Við lítum auðvitað svo á að málið sé komið í mjög alvarlega stöðu þegar leggja þarf niður störf yfir höfuð. Þannig að alvarleg staða er núna og það er mikil ábyrgð sem hvílir á Samtökum atvinnulífsins að neita að tala við okkur og neita að mæta okkur og stefna þessu fólki í verkfall. Því þetta er algert neyðarúrræði sem við erum að beita og okkur er nauðbeigður sá kostur að beita því,“ segir Drífa.Eru engir fundir fyrirhugaðir? „Það er búið að boða til stutts fundar í fyrramálið. En ég hef ekki pata af því að það verði stórmerkileg tíðindi af þeim fundi,“ segir Drífa Snædal.Skipulag verkfallsaðgerðanna sem framundan eru:30. apríl: Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag.6. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).7. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).19. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).20. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).26. maí: Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.
Verkfall 2016 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira