Allt að tvö þúsund fyrirtæki skaðast af verkfalli á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2015 20:10 Allt að tvö þúsund fyrirtæki í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og á fleiri sviðum verða fyrir skakkaföllum þegar verkfall sextán stéttarfélaga hefst á hádegi á morgun. Erlendir fjölmiðlar hafa grennslast fyrir um áhrif verkfallsins á ferðaþjónustuna. Krafa sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um 300 þúsund króna lágmarkslaun að loknu þriggja ára samningstímabili hefur ekki hlotið náð hjá forystu Samtaka atvinnulífsins. En samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir fyrir Starfsgreinasambandið eru yfir 90 prósent landsmanna hlyntir því að lágmarkslaun verði hækkuð í þessa tölu. „Það er grafalvarlegt ástand. Það eru tíu þúsund manns út um allt land að leggja niður störf á morgun. Þetta er í þjónustugreinunum, þetta er í matvælagreinunum, vöruflutningum og fólksflutningum og svo framvegis,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Aðgerðirnar sem hefjast á hádegi á morgun og standa til miðnættis snerta nánast hverja einustu atvinnugrein á landsbyggðinni. „Við áætlum að þetta séu fimmtánhundruð til tvö þúsund fyrirtæki sem þetta snertir. Þannig að þetta mun hafa gríðarlega víðtæk áhrif,“ segir Drífa. Þetta er svona eins og viðvörunarskot hjá ykkur á morgun, hálfur sólarhringur, en svo þyngjast aðgerðir eftir því sem líður á mánuðinn? „Já í næstu viku eru það tveir dagar. Svo gefum við um tveggja vikna hlé áður en við leggjum aftur niður vinnu í tvo daga. Síðan erum við að skipulegga ótímabundið verkfall frá og með 26. maí,“ segir Drífa. Fyrirtæki í fiskvinnslu, kjötvinnslu og ekki hvað síst í ferðamennsku geta orðið fyrir töluverðum skakkaföllum vegna þessara verkfalla og erlendir blaðamenn hafa þegar spurst fyrir um aðgerðirnar. Blaðamennirnir hafi fyrst og fremst áhuga á ferðaþjónustunni. „Já, þeir hafa það og áhrif þessara aðgerða á ferðaþjónustuna á Íslandi og erlenda ferðamenn sem hingað hafa áætlað að koma,“ segir Drífa. Drífa segir ómögulegt að spá fyrir um hvort deilurnar endi í ótímabundnu verkfalli en alger pattstaða er við samningaborðið og ekki reiknað með neinum árangri á fundi í fyrramálið. Þetta er auðvitað mikill skaði fyrir þessi fyrirtæki? „Það er það. Alveg gríðarlegt tjón sem gæti orðið. En við erum nauðbeigð að nota þennan kost. Það hefur ekki komið neitt raunhæft frá samtökum atvinnulífsins sem er einhver umræðugrundvöllur. Þannig að við sjáum ekki annan kost en nota þetta neyðarúrræði,“ segir Drífa Snædal Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Allt að tvö þúsund fyrirtæki í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og á fleiri sviðum verða fyrir skakkaföllum þegar verkfall sextán stéttarfélaga hefst á hádegi á morgun. Erlendir fjölmiðlar hafa grennslast fyrir um áhrif verkfallsins á ferðaþjónustuna. Krafa sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um 300 þúsund króna lágmarkslaun að loknu þriggja ára samningstímabili hefur ekki hlotið náð hjá forystu Samtaka atvinnulífsins. En samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir fyrir Starfsgreinasambandið eru yfir 90 prósent landsmanna hlyntir því að lágmarkslaun verði hækkuð í þessa tölu. „Það er grafalvarlegt ástand. Það eru tíu þúsund manns út um allt land að leggja niður störf á morgun. Þetta er í þjónustugreinunum, þetta er í matvælagreinunum, vöruflutningum og fólksflutningum og svo framvegis,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Aðgerðirnar sem hefjast á hádegi á morgun og standa til miðnættis snerta nánast hverja einustu atvinnugrein á landsbyggðinni. „Við áætlum að þetta séu fimmtánhundruð til tvö þúsund fyrirtæki sem þetta snertir. Þannig að þetta mun hafa gríðarlega víðtæk áhrif,“ segir Drífa. Þetta er svona eins og viðvörunarskot hjá ykkur á morgun, hálfur sólarhringur, en svo þyngjast aðgerðir eftir því sem líður á mánuðinn? „Já í næstu viku eru það tveir dagar. Svo gefum við um tveggja vikna hlé áður en við leggjum aftur niður vinnu í tvo daga. Síðan erum við að skipulegga ótímabundið verkfall frá og með 26. maí,“ segir Drífa. Fyrirtæki í fiskvinnslu, kjötvinnslu og ekki hvað síst í ferðamennsku geta orðið fyrir töluverðum skakkaföllum vegna þessara verkfalla og erlendir blaðamenn hafa þegar spurst fyrir um aðgerðirnar. Blaðamennirnir hafi fyrst og fremst áhuga á ferðaþjónustunni. „Já, þeir hafa það og áhrif þessara aðgerða á ferðaþjónustuna á Íslandi og erlenda ferðamenn sem hingað hafa áætlað að koma,“ segir Drífa. Drífa segir ómögulegt að spá fyrir um hvort deilurnar endi í ótímabundnu verkfalli en alger pattstaða er við samningaborðið og ekki reiknað með neinum árangri á fundi í fyrramálið. Þetta er auðvitað mikill skaði fyrir þessi fyrirtæki? „Það er það. Alveg gríðarlegt tjón sem gæti orðið. En við erum nauðbeigð að nota þennan kost. Það hefur ekki komið neitt raunhæft frá samtökum atvinnulífsins sem er einhver umræðugrundvöllur. Þannig að við sjáum ekki annan kost en nota þetta neyðarúrræði,“ segir Drífa Snædal
Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira