FH: Íslenskt og uppalið, já takk Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2015 11:00 Kristján Flóki Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild, en hann er uppalinn hjá FH. vísir/valli FH byrjaði Pepsi-deild karla í fótbolta af krafti með því að vinna KR, 3-1, í Frostaskjólinu í gær. Mikil útlendingarumræða átti sér stað fyrir mót, sérstaklega í kringum þessi tvö stórlið þar sem möguleiki var á að fleiri útlendingar væru inn á vellinum heldur en íslenskir leikmenn. Alls eru tólf útlendingar á mála hjá liðunum tveimur. Fimm erlendir leikmenn eru á mála hjá KR; Danirnir Jacob Schoop, Sören Fredriksen og Rasmus Christiansen, Spánverjinn Gonzalo Balbi og Englendingurinn Gary Martin. Sjö erlendir leikmenn eru í herbúðum FH; Bretarnir Sam Hewson, Sam Tillen og Steven Lennon, Belgarnir Jonathan Hendrickx og Jérémy Serwy, Malímaðurinn Kassim Doumbia og Senegalinn Amath André Diedhiou. Allir fimm útlendarnir hjá KR voru í byrjunarliði vesturbæjarliðsins í gær, en hjá FH byrjuðu fjórir (Hendricks, Serwy, Hewson og Lennon). Tillen var á bekknum, Doumbia í banni og Diedhiou utan hóps.Jérémy Serwy var tekinn af velli hjá FH.vísir/valliFH hefur í mörg ár byggt lið sitt upp á uppöldum leikmönnum enda kjarninn í liðinu gríðarlega sterkur og skilað mörgum titlum í hús. Uppeldisstarfið hélt áfram að skila sigrum í gær. Með fjóra erlenda leikmenn inn á lenti FH 1-0 undir, en þá gerði Heimir Guðjónsson tvöfalda skiptingu. Hann tók Serwy og Hewson af velli fyrir Atla Viðar Björnsson og Bjarna Þór Viðarsson. Þar með voru sjö uppaldir leikmenn inn á hjá FH, tveir erlendir, Guðmann Þórisson sem uppalinn er hjá Breiðabliki en var í meistaraliði FH-inga árið 2012, og Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson sem verið hefur hjá FH í áraraðir. FH jafnaði metin aðeins nokkrum sekúndum eftir skiptinguna, en Kristján Flóki Finnbogason tróð boltanum þá í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Auðvitað tilviljunum háð en mark engu að síður. Ellefu mínútum fyrir leikslok þurfti Jonathan Hendrickx að fara af leikvelli meiddur, en óttast var að hann væri ökklabrotinn. Brynjar Ásgeir Guðmundsson leysti Belgann af hólmi, en þá voru átta uppaldir íslendingar inn á vellinum hjá FH, einn erlendur leikmaður, Blikinn Guðmann Þórisson og Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson. Með sinn uppalda kjarna skoraði FH tvö mörk, en Atli Guðnason tryggði FH öll stigin þrjú með mörkum á 85. og 92. mínútu.FH með fjóra erlenda, sex uppalda plús einn: 0-1FH með tvo erlenda, átta uppalda plús einn: 0-1FH með einn erlendann, níu uppalda plús einn: 0-2 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flottasta markið, atvikið og markasyrpu 1. umferðar í Pepsi-deildinni Aukaspyrnumörk Ólafs Karls Finsens og Ívars Arnar Jónssonar báru helst til tíðinda í fyrsta þætti Pepsi-markanna. 5. maí 2015 09:30 Hendrickx ökklabrotnaði ekki í Frostaskjólinu Belgíski hægri bakvörðurinn fer til bæklunarlæknis í dag og þá kemur betur í ljós hversu lengi hann verður frá. 5. maí 2015 09:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira
FH byrjaði Pepsi-deild karla í fótbolta af krafti með því að vinna KR, 3-1, í Frostaskjólinu í gær. Mikil útlendingarumræða átti sér stað fyrir mót, sérstaklega í kringum þessi tvö stórlið þar sem möguleiki var á að fleiri útlendingar væru inn á vellinum heldur en íslenskir leikmenn. Alls eru tólf útlendingar á mála hjá liðunum tveimur. Fimm erlendir leikmenn eru á mála hjá KR; Danirnir Jacob Schoop, Sören Fredriksen og Rasmus Christiansen, Spánverjinn Gonzalo Balbi og Englendingurinn Gary Martin. Sjö erlendir leikmenn eru í herbúðum FH; Bretarnir Sam Hewson, Sam Tillen og Steven Lennon, Belgarnir Jonathan Hendrickx og Jérémy Serwy, Malímaðurinn Kassim Doumbia og Senegalinn Amath André Diedhiou. Allir fimm útlendarnir hjá KR voru í byrjunarliði vesturbæjarliðsins í gær, en hjá FH byrjuðu fjórir (Hendricks, Serwy, Hewson og Lennon). Tillen var á bekknum, Doumbia í banni og Diedhiou utan hóps.Jérémy Serwy var tekinn af velli hjá FH.vísir/valliFH hefur í mörg ár byggt lið sitt upp á uppöldum leikmönnum enda kjarninn í liðinu gríðarlega sterkur og skilað mörgum titlum í hús. Uppeldisstarfið hélt áfram að skila sigrum í gær. Með fjóra erlenda leikmenn inn á lenti FH 1-0 undir, en þá gerði Heimir Guðjónsson tvöfalda skiptingu. Hann tók Serwy og Hewson af velli fyrir Atla Viðar Björnsson og Bjarna Þór Viðarsson. Þar með voru sjö uppaldir leikmenn inn á hjá FH, tveir erlendir, Guðmann Þórisson sem uppalinn er hjá Breiðabliki en var í meistaraliði FH-inga árið 2012, og Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson sem verið hefur hjá FH í áraraðir. FH jafnaði metin aðeins nokkrum sekúndum eftir skiptinguna, en Kristján Flóki Finnbogason tróð boltanum þá í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Auðvitað tilviljunum háð en mark engu að síður. Ellefu mínútum fyrir leikslok þurfti Jonathan Hendrickx að fara af leikvelli meiddur, en óttast var að hann væri ökklabrotinn. Brynjar Ásgeir Guðmundsson leysti Belgann af hólmi, en þá voru átta uppaldir íslendingar inn á vellinum hjá FH, einn erlendur leikmaður, Blikinn Guðmann Þórisson og Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson. Með sinn uppalda kjarna skoraði FH tvö mörk, en Atli Guðnason tryggði FH öll stigin þrjú með mörkum á 85. og 92. mínútu.FH með fjóra erlenda, sex uppalda plús einn: 0-1FH með tvo erlenda, átta uppalda plús einn: 0-1FH með einn erlendann, níu uppalda plús einn: 0-2
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flottasta markið, atvikið og markasyrpu 1. umferðar í Pepsi-deildinni Aukaspyrnumörk Ólafs Karls Finsens og Ívars Arnar Jónssonar báru helst til tíðinda í fyrsta þætti Pepsi-markanna. 5. maí 2015 09:30 Hendrickx ökklabrotnaði ekki í Frostaskjólinu Belgíski hægri bakvörðurinn fer til bæklunarlæknis í dag og þá kemur betur í ljós hversu lengi hann verður frá. 5. maí 2015 09:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira
Sjáðu flottasta markið, atvikið og markasyrpu 1. umferðar í Pepsi-deildinni Aukaspyrnumörk Ólafs Karls Finsens og Ívars Arnar Jónssonar báru helst til tíðinda í fyrsta þætti Pepsi-markanna. 5. maí 2015 09:30
Hendrickx ökklabrotnaði ekki í Frostaskjólinu Belgíski hægri bakvörðurinn fer til bæklunarlæknis í dag og þá kemur betur í ljós hversu lengi hann verður frá. 5. maí 2015 09:45
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56