Innlent

Arla villir á sér heimildir: Framkvæmdastjóri hjá MS bregst við á Facebook

Samúel Karl Ólason skrifar
Arla hefur markaðsset skyrið sitt sem íslenska vöru.
Arla hefur markaðsset skyrið sitt sem íslenska vöru. Vísir/EPA
„Afsakið seint svar. Tímamismunurinn hér á Höfn gerir þetta stundum erfitt.“ Þetta er hluti svars sem skrifað er á Facebook síðu Arla Skyrs. „Ég get staðfest að þetta er sama skyrið og þú fékkst þegar þú ferðaðist um mitt yndislega heimaland.“

Ensk kona varpaði fram þeirri spurningu hvort að skyr Arla væri í raun hið íslenska skyr sem hún hefði smakkað á ferðalagi um landið. Arla er danskt fyrirtæki og framleiðir skyrið ekki hér á landi. Vert er að taka fram að tímamismunurinn á Bretlandi og Íslandi er ein klukkustund þar sem Bretar eru á undan.

Sjá einnig: Ísland í auglýsingu í Bretlandi: Segir púkalegt af Arla að stela íslenskri ímynd í hagnaðarskyni.

Þráðinn má sjá hér á Facebook síðu Arla. Fjölmargir Íslendingar hafa tjáð sig um málið á síðunni og skamma Arla fyrir að nota ímynd Íslands.

Meðal þeirra sem hafa tjáð sig á síðunni er Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Mjólkursamsölunnar. Hann segir að Arla skyrið sé ekki íslenskt og spyr hvar á Höfn starfsemi fyrirtækisins sé starfrækt.

„...því enginn í Höfn, sem er smár bær, veit af ykkur þarna. Hvernig væri að vera heiðarlegur við viðskiptavini ykkar og segja þeim sannleikann. Þetta er ekki íslenskt skyr sem þið eruð að selja í Bretlandi. Þetta er jógúrt sem er framleitt í Þýskalandi og hefur ekkert að gera með raunverulegt íslenskt skyr.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×