Ísland í auglýsingu í Bretlandi: Segir púkalegt af Arla að stela íslenskri ímynd í hagnaðarskyni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. apríl 2015 10:29 Arla og Skyr hafa verið í samkeppni lengi en nú auglýsir Arla með Vísir/Pjetur/Getty/MS „Við getum ekkert verið fúl yfir því að þeir séu að selja skyr í Bretlandi, við munum keppa við þá og byrja sjálfir í vor. En menn eru að nýta sér jákvæða ímynd Íslands sem er í dag víða og manni finnst pínulítið að stela henni.“ Þetta sagði Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Mjólkursamsölunnar, í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær þar sem hann ræddi nýja auglýsingu danska fyrirtækisins Arla í Bretlandi. Auglýsinguna má sjá hér að neðan. Arla hóf að selja skyr í Bretlandi fyrir um mánuði síðan og nú í vikunni birtist auglýsing sem tekin er hér á landi.Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs MS, er ósáttur við Arla.Málið í skoðun Jón Axel segir MS hafa verið í samkeppni við Arla í Danmörku um áraraðir. „Þar höfum við verið að selja skyr með góðum árangri í samkeppni við þá.“ Fyrirtækið seldi um fjögur þúsund tonn af skyri í Danmörku á síðasta ári. „Það sem þeir gerðu nýtt í Bretlandi sem okkur finnst svolítið sérstakt er þessi sterka Íslandstenging í auglýsingunni þar sem þeir gefa hálfpartinn í skyn að varan sé frá Íslandi,“ útskýrir Jón Axel. Að hans sögn er MS að láta skoða málið þar sem þrátt fyrir að ekki sé hægt að fá einkaleyfi á heitinu skyr hefur fyrirtækið eignað sér skyrkúlturinn, sem hann kallar „The original Icelandic skyr culture“. „Það er hlutur sem við getum eignað okkur, það skyr sem er frá okkur er það eina sem er með hinum uppruna skyrkúltúr. Það er okkar aðgreining. Og fyrir utan það erum við bara að framleiða betra skyr en annar þannig að á endanum vinnum við þetta á gæðunum þó við eigum ekki nafnið skyr.“ Skyr er tegundarheiti með sambærilegum hætti og jógúrt og því getur ekkert eitt mjólkurfyrirtæki eignað sér heitið.Ekkert samstarf á milli Arla og MS Arla er ekki í neinu samstarfi við MS og ekki var umsamið að fyrirtækið fengi að nýta sér jákvæða ímynd Íslands í hagnaðarskyni. „Í fyrra var selt hjá okkur og okkar samstarfsaðilum um tíu þúsund tonn af skyri,“ útskýrir Jón Axel. „Salan jókst um níutíu prósent frá árinu áður.“ Hann segir að salan hafi gengið einna best í Danmörku líkt og kom fram fyrr í fréttinni. „Þó að Arla sé hundrað sinnum stærra fyrirtæki en MS þá kvíðum við ekki samkeppninni en okkur finnst fúlt að þeir ætli að stela íslensku náttúrunni, íslensku ímynd sem þeir eiga ekkert með að gera.“ Hann segir MS hafa notað hina margnefndu íslensku ímynd í kynningu á sínum vörum og kallar notkun Arla púkalega.Hundrað milljón skyrdósir seldar í fyrra MS hefur hafið sölu á íslenska skyrinu víða í Evrópu. Jón Axel nefnir í því samhengi Danmörku, Færeyjar, Noreg, Svíþjóð og Sviss. „Svo Bretland í sumar.“ Á Norðurlöndunum seldi MS hundrað milljón dósir að sögn Jóns Axel. „Þessi viðskipti skipta miklu máli.“ Á annað ár hefur verið rætt um að hefja sölu á skyri í Bandaríkjunum en margir erfiðleikar standa í vegi fyrir slíkum útflutningi. Jón Axel segir þó enn verið að skoða það að hefja sölu í Bandaríkjunum en að enn sé mikill óplægður akur í mjólkurmarkaðnum í Evrópu. Hann bendir á að mikill áhugi sé fyrir prótenríkum vörum og að sá áhugi hafi farið vaxandi upp á síðkastið. Auglýsingin sem um ræðir hefur vakið athygli erlendis og víða hefur verið fjallað um hana í erlendum miðlum. Þannig er hún sögð „charming“ eða heillandi á vefnum Creativity-Online og bent á að drengurinn duglegi gangi á skyri. Vefurinn AdWeek skrifar grein um fallegu auglýsinguna sem sýnir Ísland á sjöunda áratug síðustu aldar og lýsir henni sem fyndinni. Í auglýsingunni eru ekki aðeins fjöll og firnindi Íslands sýnd heldur leika í henni fjölmargir íslenskir leikarar á borð við Sigurð Sigurjónsson og Halldór Gylfason. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
„Við getum ekkert verið fúl yfir því að þeir séu að selja skyr í Bretlandi, við munum keppa við þá og byrja sjálfir í vor. En menn eru að nýta sér jákvæða ímynd Íslands sem er í dag víða og manni finnst pínulítið að stela henni.“ Þetta sagði Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Mjólkursamsölunnar, í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær þar sem hann ræddi nýja auglýsingu danska fyrirtækisins Arla í Bretlandi. Auglýsinguna má sjá hér að neðan. Arla hóf að selja skyr í Bretlandi fyrir um mánuði síðan og nú í vikunni birtist auglýsing sem tekin er hér á landi.Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs MS, er ósáttur við Arla.Málið í skoðun Jón Axel segir MS hafa verið í samkeppni við Arla í Danmörku um áraraðir. „Þar höfum við verið að selja skyr með góðum árangri í samkeppni við þá.“ Fyrirtækið seldi um fjögur þúsund tonn af skyri í Danmörku á síðasta ári. „Það sem þeir gerðu nýtt í Bretlandi sem okkur finnst svolítið sérstakt er þessi sterka Íslandstenging í auglýsingunni þar sem þeir gefa hálfpartinn í skyn að varan sé frá Íslandi,“ útskýrir Jón Axel. Að hans sögn er MS að láta skoða málið þar sem þrátt fyrir að ekki sé hægt að fá einkaleyfi á heitinu skyr hefur fyrirtækið eignað sér skyrkúlturinn, sem hann kallar „The original Icelandic skyr culture“. „Það er hlutur sem við getum eignað okkur, það skyr sem er frá okkur er það eina sem er með hinum uppruna skyrkúltúr. Það er okkar aðgreining. Og fyrir utan það erum við bara að framleiða betra skyr en annar þannig að á endanum vinnum við þetta á gæðunum þó við eigum ekki nafnið skyr.“ Skyr er tegundarheiti með sambærilegum hætti og jógúrt og því getur ekkert eitt mjólkurfyrirtæki eignað sér heitið.Ekkert samstarf á milli Arla og MS Arla er ekki í neinu samstarfi við MS og ekki var umsamið að fyrirtækið fengi að nýta sér jákvæða ímynd Íslands í hagnaðarskyni. „Í fyrra var selt hjá okkur og okkar samstarfsaðilum um tíu þúsund tonn af skyri,“ útskýrir Jón Axel. „Salan jókst um níutíu prósent frá árinu áður.“ Hann segir að salan hafi gengið einna best í Danmörku líkt og kom fram fyrr í fréttinni. „Þó að Arla sé hundrað sinnum stærra fyrirtæki en MS þá kvíðum við ekki samkeppninni en okkur finnst fúlt að þeir ætli að stela íslensku náttúrunni, íslensku ímynd sem þeir eiga ekkert með að gera.“ Hann segir MS hafa notað hina margnefndu íslensku ímynd í kynningu á sínum vörum og kallar notkun Arla púkalega.Hundrað milljón skyrdósir seldar í fyrra MS hefur hafið sölu á íslenska skyrinu víða í Evrópu. Jón Axel nefnir í því samhengi Danmörku, Færeyjar, Noreg, Svíþjóð og Sviss. „Svo Bretland í sumar.“ Á Norðurlöndunum seldi MS hundrað milljón dósir að sögn Jóns Axel. „Þessi viðskipti skipta miklu máli.“ Á annað ár hefur verið rætt um að hefja sölu á skyri í Bandaríkjunum en margir erfiðleikar standa í vegi fyrir slíkum útflutningi. Jón Axel segir þó enn verið að skoða það að hefja sölu í Bandaríkjunum en að enn sé mikill óplægður akur í mjólkurmarkaðnum í Evrópu. Hann bendir á að mikill áhugi sé fyrir prótenríkum vörum og að sá áhugi hafi farið vaxandi upp á síðkastið. Auglýsingin sem um ræðir hefur vakið athygli erlendis og víða hefur verið fjallað um hana í erlendum miðlum. Þannig er hún sögð „charming“ eða heillandi á vefnum Creativity-Online og bent á að drengurinn duglegi gangi á skyri. Vefurinn AdWeek skrifar grein um fallegu auglýsinguna sem sýnir Ísland á sjöunda áratug síðustu aldar og lýsir henni sem fyndinni. Í auglýsingunni eru ekki aðeins fjöll og firnindi Íslands sýnd heldur leika í henni fjölmargir íslenskir leikarar á borð við Sigurð Sigurjónsson og Halldór Gylfason.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira