Fleiri Íslandsauglýsingar: Dyravörðurinn á Kaffibarnum fer í sjósund og borðar Arla-skyr Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 27. apríl 2015 10:14 Dyravörðurinn á Kaffibarnum neytir skyrsins og þá er allt í lagi að starfa í -15 gráðu frosti. Mynd/Skjáskot Arla hefur sett í loftið sex nýjar auglýsingar í kjölfar auglýsingarinnar sem Vísir hefur áður fjallað um. Þær má sjá hér að neðan. Mjólkursamsalan gagnrýndi þá harðlega það sem þeir töldu ímyndarstuld í ljósi þess að skyrið sem Arla hefur hafið sölu á í Bretlandi er ekki framleitt hér á landi og hefur engin tengsl við Ísland. „Við getum ekkert verið fúl yfir því að þeir séu að selja skyr í Bretlandi, við munum keppa við þá og byrja sjálfir í vor. En menn eru að nýta sér jákvæða ímynd Íslands sem er í dag víða og manni finnst pínulítið að stela henni,“ sagði Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Mjólkursamsölunnar, í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni fyrir tæpri viku um fyrstu auglýsinguna. Sjá einnig: Ísland í auglýsingu í Bretlandi: Segir púkalegt af Arla að stela íslenskri ímynd í hagnaðarskyni Auglýsingarnar sex sem Arla hefur birt á YouTube eiga það allar sameiginlegt að í þeim segja Íslendingar frá hversdegi sínum og hvernig skyr hjálpar til í þeirri hörðu veðráttu sem litar daglegt líf Íslendinga. Í einni auglýsingunni sést dyravörður á Kaffibarnum lýsa daglegu lífi sínu. „Ég er frá Íslandi, þess vegna syndi ég í sjónum og borða skyr,“ segir dyravörðurinn sem kallaður er Jói B. „Ég vinn langar vaktir og stundum er fimmtán stiga frost. Sem er ekkert vandamál. Svo lengi sem ég klára fyrir morgunskyrið og sjósundið. Þá er ég sáttur.“ Í myndbandinu sést hann standa fyrir utan Kaffibarinn í snjóbyl, fara í sjósund og lýsa því hversu próteinríkt það er. Dyravörðurinn kemur svo aftur fyrir í nokkrum innslögum sem eru undir hálf mínúta að lengd þar sem fram kemur að skyrið sé hægt að borða á hvaða tíma dags sem er og að það sé fitusnautt. Önnur auglýsingin sýnir hjólreiðakonu sem hyggst hjóla hringinn í kringum landið. Hún er leikin af sjónvarpskonunni geðþekku Kolbrúnu Björnsdóttur. Konan sést hjóla yfir fjöll og firnindi í íslenskri veðráttu. Nokkur innslög birtust að auki í kjölfar þeirrar auglýsingar þar sem hjólreiðakonan segir frá því að allir ættliðir neyti skyrs og að stundum þegar hún hjóli á Íslandi líði henni eins og hún sé bláber í stórri skál af skyri.Það er stundum -15 gráðu frost á Íslandi og dyravörðurinn þarf að vinna úti en hann segir það í lagi ef hann fær skyrið sitt á morgnana: Hér er húmorinn í fyrirrúmi hjá dyraverðinum sem vill fá áhorfendur til að treysta sér með það að skyr sé í raun fitusnautt: Hér sést svo hjólreiðakonan hjóla um fjöll og firnindi: Tengdar fréttir Ísland í auglýsingu í Bretlandi: Segir púkalegt af Arla að stela íslenskri ímynd í hagnaðarskyni Seldu hundrað milljón dósir af skyri á Norðurlöndunum í fyrra. 22. apríl 2015 10:29 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Arla hefur sett í loftið sex nýjar auglýsingar í kjölfar auglýsingarinnar sem Vísir hefur áður fjallað um. Þær má sjá hér að neðan. Mjólkursamsalan gagnrýndi þá harðlega það sem þeir töldu ímyndarstuld í ljósi þess að skyrið sem Arla hefur hafið sölu á í Bretlandi er ekki framleitt hér á landi og hefur engin tengsl við Ísland. „Við getum ekkert verið fúl yfir því að þeir séu að selja skyr í Bretlandi, við munum keppa við þá og byrja sjálfir í vor. En menn eru að nýta sér jákvæða ímynd Íslands sem er í dag víða og manni finnst pínulítið að stela henni,“ sagði Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Mjólkursamsölunnar, í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni fyrir tæpri viku um fyrstu auglýsinguna. Sjá einnig: Ísland í auglýsingu í Bretlandi: Segir púkalegt af Arla að stela íslenskri ímynd í hagnaðarskyni Auglýsingarnar sex sem Arla hefur birt á YouTube eiga það allar sameiginlegt að í þeim segja Íslendingar frá hversdegi sínum og hvernig skyr hjálpar til í þeirri hörðu veðráttu sem litar daglegt líf Íslendinga. Í einni auglýsingunni sést dyravörður á Kaffibarnum lýsa daglegu lífi sínu. „Ég er frá Íslandi, þess vegna syndi ég í sjónum og borða skyr,“ segir dyravörðurinn sem kallaður er Jói B. „Ég vinn langar vaktir og stundum er fimmtán stiga frost. Sem er ekkert vandamál. Svo lengi sem ég klára fyrir morgunskyrið og sjósundið. Þá er ég sáttur.“ Í myndbandinu sést hann standa fyrir utan Kaffibarinn í snjóbyl, fara í sjósund og lýsa því hversu próteinríkt það er. Dyravörðurinn kemur svo aftur fyrir í nokkrum innslögum sem eru undir hálf mínúta að lengd þar sem fram kemur að skyrið sé hægt að borða á hvaða tíma dags sem er og að það sé fitusnautt. Önnur auglýsingin sýnir hjólreiðakonu sem hyggst hjóla hringinn í kringum landið. Hún er leikin af sjónvarpskonunni geðþekku Kolbrúnu Björnsdóttur. Konan sést hjóla yfir fjöll og firnindi í íslenskri veðráttu. Nokkur innslög birtust að auki í kjölfar þeirrar auglýsingar þar sem hjólreiðakonan segir frá því að allir ættliðir neyti skyrs og að stundum þegar hún hjóli á Íslandi líði henni eins og hún sé bláber í stórri skál af skyri.Það er stundum -15 gráðu frost á Íslandi og dyravörðurinn þarf að vinna úti en hann segir það í lagi ef hann fær skyrið sitt á morgnana: Hér er húmorinn í fyrirrúmi hjá dyraverðinum sem vill fá áhorfendur til að treysta sér með það að skyr sé í raun fitusnautt: Hér sést svo hjólreiðakonan hjóla um fjöll og firnindi:
Tengdar fréttir Ísland í auglýsingu í Bretlandi: Segir púkalegt af Arla að stela íslenskri ímynd í hagnaðarskyni Seldu hundrað milljón dósir af skyri á Norðurlöndunum í fyrra. 22. apríl 2015 10:29 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ísland í auglýsingu í Bretlandi: Segir púkalegt af Arla að stela íslenskri ímynd í hagnaðarskyni Seldu hundrað milljón dósir af skyri á Norðurlöndunum í fyrra. 22. apríl 2015 10:29