Íslenski boltinn

Sjáið mörkin á Fylkisvellinum í kvöld og vítið sem Gunnleifur varði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fylkismenn fagna fyrsta marki leiksins.
Fylkismenn fagna fyrsta marki leiksins. Vísir/Stefán

Fylkir og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli á Fylkisvellinum í kvöld í lokaleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta.

Liðin fengu því sitthvort stigið og voru einu liðin sem hvorki unnu eða töpuðu leik í fyrstu umferðinni.

Albert Brynjar Ingason skoraði mark Fylkis á 38. mínútu og kom liðinu yfir í fyrri hálfleik en Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði úr vítaspyrnu á upphafsmínútum síðari hálfleiks.

Albert Brynjar Ingason fékk tækifæri til að tryggja Fylkismönnum öll þrjú stigin en hann lét Gunnleif Gunnleifsson verja frá sér víti á 59. mínútu leiksins.

Blikar jöfnuðu úr vítaspyrnu á 48. mínútu en rétt áður en brotið var á Blikanum Davíð Kristjáni Ólafssyni vildu Fylkismenn fá aukaspyrnu.

Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mörk sem og vítaspyrnuna sem Gunnleifur Gunnleifsson varði.

1-0 Albert skorar fyrir Fylki 1-1 Guðjón Pétur jafnar úr víti Gunnleifur ver víti frá Alberti

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.