Innlent

Meintur fjárdráttur lögreglumanns nemur milljónum króna

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. Vísir/EinarBragi/Anton
Rannsókn lögreglu á meintum brotum lögreglumanns, sem grunaður er um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann, er lokið og er málið komið á borð ríkissaksóknara. Þetta staðfestir Jónas Wilhelmsson yfirlögregluþjónn á Austurlandi í samtali við Vísi.

Málið kom upp í ágúst síðastliðnum og var tilkynnt til ríkissaksóknara sem fól í framhaldinu lögreglunni á Eskifirði að rannsaka málið.

Málið varðar sektir sem erlendir ferðamenn eiga að hafa greitt með reiðufé en rannsóknin var afar tímafrek vegna þess að lögreglan þurfti að óska eftir gögnum erlendis frá en einnig var reynt að hafa upp á þeim ferðamönnum sem voru stöðvaðir af umræddum lögreglumanni til að fá mynd af umfangi meintra brota hans.

Samkvæmt heimildum Vísis er talið að meintur fjárdráttur lögreglumannsins nemi milljónum króna.


Tengdar fréttir

Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa

Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×