Lögreglan hefur haft upp á ansi mörgum ferðamönnum Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2015 14:57 Frá Seyðisfirði. EINAR BRAGI/ANTON „Það mál er á lokastigi,“ segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, um rannsókn á lögreglumanni við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði sem er grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann. Málið kom upp í ágúst síðastliðnum og var tilkynnt til ríkissaksóknara sem fól í framhaldinu lögreglunni á Eskifirði að rannsaka málið. Málið varðar sektir sem erlendir ferðamenn eiga að hafa greitt með reiðufé en rannsóknin hefur verið afar tímafrek vegna þess að lögreglan hefur þurft að óska eftir gögnum erlendis frá en einnig var reynt að hafa upp á þeim ferðamönnum sem voru stöðvaðir af umræddum lögreglumanni til að fá mynd af umfangi meintra brota hans. Jónas segir lögregluna hafa haft upp á ansi mörgum ferðamönnum en segir ekki hægt að gefa upp hversu marga. „Það er varla hægt en þeir eru býsna margir,“ segir Jónas en hann gat heldur ekki gefið upp hve miklum fjármunum lögreglumaðurinn á að hafa komið undan. „Stundum erum við með eitthvað sem við getum sagt að sé alveg hreinu, þetta er ekki svoleiðis mál,“ segir Jónas. Hann segir ekki hægt að gefa upp afstöðu lögreglumannsins til brotanna en verið sé að undirbúa skýrslutöku yfir honum og má vænta þess að málið verði sent til ríkissaksóknara að því loknu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rannsókn á brotum lögreglumanns fer að ljúka Grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann en hefur ekki verið yfirheyrður. 10. október 2014 15:48 Lögreglumaðurinn yfirheyrður vegna gruns um brot í starfi Ólíklegt þykir að upplýst verði hversu háaum fjárhæðum maðurinn er talinn hafa stungið í vasann. 21. október 2014 11:05 Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09 Algjör undantekning ef ferðamenn fá að greiða með reiðufé „Við reynum að setja verkferla til að fyrirbyggja að lögreglumenn geti verið vændir um að misnota fé,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 1. október 2014 16:09 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
„Það mál er á lokastigi,“ segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, um rannsókn á lögreglumanni við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði sem er grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann. Málið kom upp í ágúst síðastliðnum og var tilkynnt til ríkissaksóknara sem fól í framhaldinu lögreglunni á Eskifirði að rannsaka málið. Málið varðar sektir sem erlendir ferðamenn eiga að hafa greitt með reiðufé en rannsóknin hefur verið afar tímafrek vegna þess að lögreglan hefur þurft að óska eftir gögnum erlendis frá en einnig var reynt að hafa upp á þeim ferðamönnum sem voru stöðvaðir af umræddum lögreglumanni til að fá mynd af umfangi meintra brota hans. Jónas segir lögregluna hafa haft upp á ansi mörgum ferðamönnum en segir ekki hægt að gefa upp hversu marga. „Það er varla hægt en þeir eru býsna margir,“ segir Jónas en hann gat heldur ekki gefið upp hve miklum fjármunum lögreglumaðurinn á að hafa komið undan. „Stundum erum við með eitthvað sem við getum sagt að sé alveg hreinu, þetta er ekki svoleiðis mál,“ segir Jónas. Hann segir ekki hægt að gefa upp afstöðu lögreglumannsins til brotanna en verið sé að undirbúa skýrslutöku yfir honum og má vænta þess að málið verði sent til ríkissaksóknara að því loknu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rannsókn á brotum lögreglumanns fer að ljúka Grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann en hefur ekki verið yfirheyrður. 10. október 2014 15:48 Lögreglumaðurinn yfirheyrður vegna gruns um brot í starfi Ólíklegt þykir að upplýst verði hversu háaum fjárhæðum maðurinn er talinn hafa stungið í vasann. 21. október 2014 11:05 Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09 Algjör undantekning ef ferðamenn fá að greiða með reiðufé „Við reynum að setja verkferla til að fyrirbyggja að lögreglumenn geti verið vændir um að misnota fé,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 1. október 2014 16:09 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Rannsókn á brotum lögreglumanns fer að ljúka Grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann en hefur ekki verið yfirheyrður. 10. október 2014 15:48
Lögreglumaðurinn yfirheyrður vegna gruns um brot í starfi Ólíklegt þykir að upplýst verði hversu háaum fjárhæðum maðurinn er talinn hafa stungið í vasann. 21. október 2014 11:05
Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09
Algjör undantekning ef ferðamenn fá að greiða með reiðufé „Við reynum að setja verkferla til að fyrirbyggja að lögreglumenn geti verið vændir um að misnota fé,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 1. október 2014 16:09