Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2014 11:09 Frá Seyðisfirði. Vísir/Einar Bragi/Anton Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. Málið var tilkynnt til ríkissaksóknara í ágúst og var lögreglunni á Eskifirði í kjölfarið falið að rannsaka málið. Samkvæmt heimildum Vísis má reikna með því að rannsóknin geti tekið langan tíma. Skoða þarf upptökur á hljóð- og myndupptökubúnaði í lögreglubílunum, svokölluðum eyewitness búnaði, nokkra mánuði aftur í tímann. Lögreglumenn úti á landi eru iðulega einir í bílum sínum en eyewitness búnaður á einmitt að auðvelda þeim að vera einir á vakt. Þá þarf lögreglan að reyna að hafa uppi á þeim erlendu ferðamönnum sem greiddu sektirnar og eru, eðli málsins samkvæmt, flestir farnir af landi brott. Sú staða kemur endurtekið upp hjá lögreglumönnum úti á landi að erlendir ferðamenn eru stöðvaðir við of hraðan akstur. Margir hverjir hafa aðeins tök á að greiða sektina í reiðufé sem gerir lögreglumönnum erfitt fyrir. Í sumum umdæmum lögreglu er þeim tilmælum beint til lögreglumanna að taka ekki við sektargreiðslum í reiðufé. Hins vegar standa þeir frammi fyrir þeim möguleika að geta lokið málinu á staðnum og snúa sér að næsta verkefni í stað þess að eyða þeim mun meiri tíma í málið eða einfaldlega sleppa ökumönnunum. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Vísi í dag. Hann staðfesti þó í samtali við Vísi í gær að um innanhússbrot væri að ræða. „Þetta snýst ekki um þriðja aðila, snýst ekki um fólkið sem við erum að þjóna beint en er samt ömurlegt,“ sagði Jónas. Ekki liggur fyrir hvort lögreglumaðurinn gangist við brotunum sem hann er grunaður um þar sem hann hefur enn sem komið er ekki verið yfirheyrður. Tengdar fréttir Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira
Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. Málið var tilkynnt til ríkissaksóknara í ágúst og var lögreglunni á Eskifirði í kjölfarið falið að rannsaka málið. Samkvæmt heimildum Vísis má reikna með því að rannsóknin geti tekið langan tíma. Skoða þarf upptökur á hljóð- og myndupptökubúnaði í lögreglubílunum, svokölluðum eyewitness búnaði, nokkra mánuði aftur í tímann. Lögreglumenn úti á landi eru iðulega einir í bílum sínum en eyewitness búnaður á einmitt að auðvelda þeim að vera einir á vakt. Þá þarf lögreglan að reyna að hafa uppi á þeim erlendu ferðamönnum sem greiddu sektirnar og eru, eðli málsins samkvæmt, flestir farnir af landi brott. Sú staða kemur endurtekið upp hjá lögreglumönnum úti á landi að erlendir ferðamenn eru stöðvaðir við of hraðan akstur. Margir hverjir hafa aðeins tök á að greiða sektina í reiðufé sem gerir lögreglumönnum erfitt fyrir. Í sumum umdæmum lögreglu er þeim tilmælum beint til lögreglumanna að taka ekki við sektargreiðslum í reiðufé. Hins vegar standa þeir frammi fyrir þeim möguleika að geta lokið málinu á staðnum og snúa sér að næsta verkefni í stað þess að eyða þeim mun meiri tíma í málið eða einfaldlega sleppa ökumönnunum. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Vísi í dag. Hann staðfesti þó í samtali við Vísi í gær að um innanhússbrot væri að ræða. „Þetta snýst ekki um þriðja aðila, snýst ekki um fólkið sem við erum að þjóna beint en er samt ömurlegt,“ sagði Jónas. Ekki liggur fyrir hvort lögreglumaðurinn gangist við brotunum sem hann er grunaður um þar sem hann hefur enn sem komið er ekki verið yfirheyrður.
Tengdar fréttir Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira
Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02