Krefjast íbúakosningar um kísilmálverksmiðju Stefán Árni Pálsson skrifar 9. maí 2015 15:22 Afstöðumynd af svæðinu. Hópur íbúa í Reykjanesbæ sem berst gegn frekari stóriðju í Helguvík mun ásamt hestamannafélaginu Mána efna til kröfugöngu næstkomandi þriðjudag í þeim tilgangi að skora á bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ að efna til íbúakosningar um kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íbúum í Reykjanesbæ. Þar segir að mikil umræða hafi verið í bæjarfélaginu undanfarið vegna þeirrar stóriðjuuppbyggingar sem fyrirhuguð sé í Helguvík en nýlega skilaði Skipulagsstofnun áliti sínu á umhverfismati vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil. Þá hefur Silcon United aflað sér nauðsynlegra leyfa til byggingar kísilmálmverksmiðju á næstu lóð. Þessui til viðbótar hóf Norðurál framkvæmdir við byggingu álvers fyrir fáum árum en þær framkvæmdir hafa legið niðri um tíma.Hestafólk uggandi „Áhyggjur bæjarbúa snúa fyrst og fremst að nálægð þessara stóriðjuverksmiðja við íbúahverfi bæjarins með tilliti til hugsanlegrar mengunar en aðeins er um 1,5km frá þeim að nyrstu og vestustu hverfunum. Þá er hestafólk mjög uggandi en hesthúsahverfið á Mánagrund og beitarland þess lendir allt innan þynningarsvæðisins þar sem mengun má fara yfir viðmiðunarmörk,“ segir í tilkynningunni. Haldnir hafa verið tveir íbúafundir nýlega vegna málsins. Þá hefur hópur íbúa haldið úti Facebook-síðu undir heitinu Helguvík: Vilt þú njóta vafans?. Hópurinn telur mikinn vafa leika á útreikningum í umhverfismati um loftdreifingu og mengun og vill að heilsa íbúa og velferð dýra fái að njóta vafans.Aldrei náist sátt án kosninga Hópurinn telur að aldrei muni nást sátt meðal íbúa Reykjanesbæjar um þetta stóra mál öðruvísi en með íbúakosningu. Einungis þannig muni fást lýðræðisleg niðurstaða, hver sem hún verði . Telur hópurinn að nú reyni á framkvæmd þess sem talað var um fyrir kosningar um lýðræðisleg vinnubrögð og meira samráð við íbúana. Gangan hefst kl. 17:30, þriðjudaginn 12. maí við smábátahöfnina í Grófinni. Þaðan munu hestar og fólk ganga upp Hafnargötuna, inn að ráðhúsinu við Tjarnargötu, þar sem hópurinn mun afhenda oddvitum bæjarstjórnar formlega áskorun þessa efnis. Tengdar fréttir Loftgæði við Helguvík myndu rýrna Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. 7. apríl 2015 13:12 „Svo mikið Gamla Ísland að manni verður ómótt“ Sérstök umræða um ívilnunarsamning Matorku við ríkið fór fram á Alþingi í dag. 23. mars 2015 16:55 Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum. 24. apríl 2015 07:00 Óvissa um rekstrahæfi Reykjaneshafnar Reykjaneshöfn hefur lagst í miklar fjárfestingar vegna stóriðju við Helguvík sem ekki er hafin. 26. mars 2015 12:53 Gerir athugasemdir við umfjöllun Kastljóss Ráðuneytið segir Kastljós hafa farið rangt með nokkur atriði í umfjöllun sinni um Matorku. 18. mars 2015 13:19 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Hópur íbúa í Reykjanesbæ sem berst gegn frekari stóriðju í Helguvík mun ásamt hestamannafélaginu Mána efna til kröfugöngu næstkomandi þriðjudag í þeim tilgangi að skora á bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ að efna til íbúakosningar um kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íbúum í Reykjanesbæ. Þar segir að mikil umræða hafi verið í bæjarfélaginu undanfarið vegna þeirrar stóriðjuuppbyggingar sem fyrirhuguð sé í Helguvík en nýlega skilaði Skipulagsstofnun áliti sínu á umhverfismati vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil. Þá hefur Silcon United aflað sér nauðsynlegra leyfa til byggingar kísilmálmverksmiðju á næstu lóð. Þessui til viðbótar hóf Norðurál framkvæmdir við byggingu álvers fyrir fáum árum en þær framkvæmdir hafa legið niðri um tíma.Hestafólk uggandi „Áhyggjur bæjarbúa snúa fyrst og fremst að nálægð þessara stóriðjuverksmiðja við íbúahverfi bæjarins með tilliti til hugsanlegrar mengunar en aðeins er um 1,5km frá þeim að nyrstu og vestustu hverfunum. Þá er hestafólk mjög uggandi en hesthúsahverfið á Mánagrund og beitarland þess lendir allt innan þynningarsvæðisins þar sem mengun má fara yfir viðmiðunarmörk,“ segir í tilkynningunni. Haldnir hafa verið tveir íbúafundir nýlega vegna málsins. Þá hefur hópur íbúa haldið úti Facebook-síðu undir heitinu Helguvík: Vilt þú njóta vafans?. Hópurinn telur mikinn vafa leika á útreikningum í umhverfismati um loftdreifingu og mengun og vill að heilsa íbúa og velferð dýra fái að njóta vafans.Aldrei náist sátt án kosninga Hópurinn telur að aldrei muni nást sátt meðal íbúa Reykjanesbæjar um þetta stóra mál öðruvísi en með íbúakosningu. Einungis þannig muni fást lýðræðisleg niðurstaða, hver sem hún verði . Telur hópurinn að nú reyni á framkvæmd þess sem talað var um fyrir kosningar um lýðræðisleg vinnubrögð og meira samráð við íbúana. Gangan hefst kl. 17:30, þriðjudaginn 12. maí við smábátahöfnina í Grófinni. Þaðan munu hestar og fólk ganga upp Hafnargötuna, inn að ráðhúsinu við Tjarnargötu, þar sem hópurinn mun afhenda oddvitum bæjarstjórnar formlega áskorun þessa efnis.
Tengdar fréttir Loftgæði við Helguvík myndu rýrna Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. 7. apríl 2015 13:12 „Svo mikið Gamla Ísland að manni verður ómótt“ Sérstök umræða um ívilnunarsamning Matorku við ríkið fór fram á Alþingi í dag. 23. mars 2015 16:55 Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum. 24. apríl 2015 07:00 Óvissa um rekstrahæfi Reykjaneshafnar Reykjaneshöfn hefur lagst í miklar fjárfestingar vegna stóriðju við Helguvík sem ekki er hafin. 26. mars 2015 12:53 Gerir athugasemdir við umfjöllun Kastljóss Ráðuneytið segir Kastljós hafa farið rangt með nokkur atriði í umfjöllun sinni um Matorku. 18. mars 2015 13:19 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Loftgæði við Helguvík myndu rýrna Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. 7. apríl 2015 13:12
„Svo mikið Gamla Ísland að manni verður ómótt“ Sérstök umræða um ívilnunarsamning Matorku við ríkið fór fram á Alþingi í dag. 23. mars 2015 16:55
Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum. 24. apríl 2015 07:00
Óvissa um rekstrahæfi Reykjaneshafnar Reykjaneshöfn hefur lagst í miklar fjárfestingar vegna stóriðju við Helguvík sem ekki er hafin. 26. mars 2015 12:53
Gerir athugasemdir við umfjöllun Kastljóss Ráðuneytið segir Kastljós hafa farið rangt með nokkur atriði í umfjöllun sinni um Matorku. 18. mars 2015 13:19