Loftgæði við Helguvík myndu rýrna Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2015 13:12 Vísir/GVA Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Stofnunin telur að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur brennisteinsdíoxíðs utan þynningarsvæðis verði neðan viðmiðunarmarka. Hvort sem tekið sé tillit til klukkustundar- sólarhringsgilda eða ársmeðaltals. Gert er ráð fyrir allt að 110 þúsund tonna ársframleiðslu á kísilmálmi. Þrátt fyrir að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur annarra mengunarefna en brennisteinsdíoxíðs, muni verða innan viðmiðunarmarka, telur stofnunin að loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík myndu rýrna talsvert. Það er vegna samanlagðs útblástrar frá fyrirhugaðri starfsemi Thorsil, Norðuráls og United Silicon. „Þar sem um er að ræða mikið magn mengunarefna sem mun berast út í andrúmsloftið nærri íbúðarbyggð muni áhrifin verða talsvert neikvæð. Áhrifin eru þó að mestu staðbundin og afturkræf að því undanskildu að reikna má með uppsöfnun þungmálma næst iðjuverunum. Þó telur stofnunin að loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík myndu rýrna talsvert vegna efna úr útblæstri,“ segir í álitinu. Fjögur skilyrði eru lögð til að Skipulagsstofnun:1. Verði breytingar á mannvirkjum innan lóðar Thorsil þarf fyrirtækið að sýna fram á að þær hafi ekki marktæk áhrif á styrk mengunarefna utan þynningarsvæðis. Ef ástæða er til að ætla að slíkar breytingar kunni að auka mengun utan þynningarsvæðis þarf Thorsil að leggja fram nýja útreikninga á dreifingu mengunarefna og bera hana undir Umhverfisstofnun áður en Reykjanesbær breytir deiliskipulag svæðisins eða veitir leyfir fyrir breytingunum. 2. Losun Thorsil á brennisteinsdíoxíði þarf að vera undir 15 kg SO2 á hvert framleitt tonn af kísli, a.m.k. þar til vöktun leiðir í ljós að mögulega verði hægt að rýmka losunarheimildir. 3. Í vöktunaráætlun þarf að gera ráð fyrir mælistöð vegna loftmengunar í þeirri línu sem mesti styrkur mengunarefna teygir sig að þéttbýlinu í Reykjanesbæ samkvæmt líkanreikningum. 4. Í vöktunaráætlun þarf að koma fram að uppsöfnun á helstu þungmálmum í mosum á svæðinu verði mæld með reglubundnum hætti.Sjónræn áhrif talsvert neikvæð Byggingar á svæðinu verða allt að 45 metra háar og skorsteinar allt að 52 metra háir. Samkvæmt álitinu telst svæðið ekki vera einstakt og ekki vera ósnortið. Þó segir að landmótun umhverfis verksmiðjuna, ásamt endanlegri hönnun og litavali bygginga muni hafa það að markmiði að lágmarka sjónræn áhrif. Skipulagsstofnun telur að sjónaræn áhrif verði talsvert neikvæð frá Reykjanesbæ vegna umfangs bygginga og nálægðar þeirra. Þó kemur á móti að iðnaðarsvæðið við Helguvík liggur lægra í landi en svæðið umhverfis og dragi það úr sýnileika mannvirkja. Þá þykir ljóst að starfsemin mun auka nokkuð heildarlosun Íslands af gróðurhúsalofttegundum. „Skipulagsstofnun telur brýnt að Thorsil hagi starfsemi sinni með þeim hætti að losun gróðurhúsaloftegunda verði sem fyrst neðan viðmiðunarmarka IPCC. Engu að síður verður um umtalsverða losun gróðurhúsalofttegunda að ræða og því telur Skipulagsstofnun að áhrif af völdum losunar gróðurhúsalofttegunda verði talsvert neikvæð.“ Í álitinu segir að nauðsynlegt verði að fylgjast með loftgæðum á svæðinu umhverfis Helguvík og styrk helstu þungmálma í mosum á svæðinu. Álitið í heild sinni má sjá hér á heimasíðu Skipulagsstofnunnar. Loftslagsmál Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Stofnunin telur að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur brennisteinsdíoxíðs utan þynningarsvæðis verði neðan viðmiðunarmarka. Hvort sem tekið sé tillit til klukkustundar- sólarhringsgilda eða ársmeðaltals. Gert er ráð fyrir allt að 110 þúsund tonna ársframleiðslu á kísilmálmi. Þrátt fyrir að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur annarra mengunarefna en brennisteinsdíoxíðs, muni verða innan viðmiðunarmarka, telur stofnunin að loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík myndu rýrna talsvert. Það er vegna samanlagðs útblástrar frá fyrirhugaðri starfsemi Thorsil, Norðuráls og United Silicon. „Þar sem um er að ræða mikið magn mengunarefna sem mun berast út í andrúmsloftið nærri íbúðarbyggð muni áhrifin verða talsvert neikvæð. Áhrifin eru þó að mestu staðbundin og afturkræf að því undanskildu að reikna má með uppsöfnun þungmálma næst iðjuverunum. Þó telur stofnunin að loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík myndu rýrna talsvert vegna efna úr útblæstri,“ segir í álitinu. Fjögur skilyrði eru lögð til að Skipulagsstofnun:1. Verði breytingar á mannvirkjum innan lóðar Thorsil þarf fyrirtækið að sýna fram á að þær hafi ekki marktæk áhrif á styrk mengunarefna utan þynningarsvæðis. Ef ástæða er til að ætla að slíkar breytingar kunni að auka mengun utan þynningarsvæðis þarf Thorsil að leggja fram nýja útreikninga á dreifingu mengunarefna og bera hana undir Umhverfisstofnun áður en Reykjanesbær breytir deiliskipulag svæðisins eða veitir leyfir fyrir breytingunum. 2. Losun Thorsil á brennisteinsdíoxíði þarf að vera undir 15 kg SO2 á hvert framleitt tonn af kísli, a.m.k. þar til vöktun leiðir í ljós að mögulega verði hægt að rýmka losunarheimildir. 3. Í vöktunaráætlun þarf að gera ráð fyrir mælistöð vegna loftmengunar í þeirri línu sem mesti styrkur mengunarefna teygir sig að þéttbýlinu í Reykjanesbæ samkvæmt líkanreikningum. 4. Í vöktunaráætlun þarf að koma fram að uppsöfnun á helstu þungmálmum í mosum á svæðinu verði mæld með reglubundnum hætti.Sjónræn áhrif talsvert neikvæð Byggingar á svæðinu verða allt að 45 metra háar og skorsteinar allt að 52 metra háir. Samkvæmt álitinu telst svæðið ekki vera einstakt og ekki vera ósnortið. Þó segir að landmótun umhverfis verksmiðjuna, ásamt endanlegri hönnun og litavali bygginga muni hafa það að markmiði að lágmarka sjónræn áhrif. Skipulagsstofnun telur að sjónaræn áhrif verði talsvert neikvæð frá Reykjanesbæ vegna umfangs bygginga og nálægðar þeirra. Þó kemur á móti að iðnaðarsvæðið við Helguvík liggur lægra í landi en svæðið umhverfis og dragi það úr sýnileika mannvirkja. Þá þykir ljóst að starfsemin mun auka nokkuð heildarlosun Íslands af gróðurhúsalofttegundum. „Skipulagsstofnun telur brýnt að Thorsil hagi starfsemi sinni með þeim hætti að losun gróðurhúsaloftegunda verði sem fyrst neðan viðmiðunarmarka IPCC. Engu að síður verður um umtalsverða losun gróðurhúsalofttegunda að ræða og því telur Skipulagsstofnun að áhrif af völdum losunar gróðurhúsalofttegunda verði talsvert neikvæð.“ Í álitinu segir að nauðsynlegt verði að fylgjast með loftgæðum á svæðinu umhverfis Helguvík og styrk helstu þungmálma í mosum á svæðinu. Álitið í heild sinni má sjá hér á heimasíðu Skipulagsstofnunnar.
Loftslagsmál Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira