Erlent

Vara við skorti á mat og eldsneyti í Jemen

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjöldi fjölskyldna hefur þurft að yfirgefa heimili sín og búa við skort á matvælum.
Fjöldi fjölskyldna hefur þurft að yfirgefa heimili sín og búa við skort á matvælum. Vísir/EPA
Hjálparsamtök segja skort á eldsneyti í Jemen hægja á dreifingu nauðsynlegra hjálpargagna. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum skortir helming þjóðarinnar matvörur, eða um þrettán milljónir manna. Hjálparsamtök hafa þurft að yfirgefa hluta landsins vegna eldsneytisskorts.

Rauði krossinn glímir einnig við eldsneytisskort og segir að sjúkrahús skorti nauðsynjavörur til að veita íbúum Jemen þjónustu sína.

Samkvæmt frétt á vef BBC þurfa hjálparsamtök SÞ um tvö hundruð þúsund lítra af eldsneyti, en þeir segjast geta fætt 1,4 milljónir manna í mánuð með þeim matarbirgðum sem samtökin eiga. SÞ hafa nú biðlað til allra deiluaðila í Jemen að leyfa innflutning á eldsneyti og mat svo hjálparstarf geti haldið áfram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×