Fótbolti

Áhorfendur fengu pizzu fyrir sigurinn | Óskar á bekknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn FC Edmonton fagna.
Leikmenn FC Edmonton fagna. mynd/fcedmonton.com
Óskar Örn Hauksson sat allan tímann á bekknum þegar að lið hans, FC Edmonton, vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í NASL-deildinni í Bandaríkjunum og Kanada.

Edmonton vann 3-2 sigur á Fort Lauderdale Strikers, 3-2, eftir að hafa lent 2-1 undir. Tomi Ameobi, fyrrum leikmaður BÍ/Bolungarvíkur og Grindavíkur, tryggði sigurinn á 80. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

„Allir þrír varamennirnir sem komu inn á áttu þátt í því að við unnum leikinn. Þetta var frábær liðssigur,“ sagði Colin Miller, stjóri liðsins.

Áhorfendur fóru sérstaklega ánægðir heim af leiknum í gær því allir fá þeir pizzu fyrir sigurinn gegn því að framvísa miðanum frá leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×