Fótbolti

Enginn Íslendingur skoraði í Skandinavíu

Theodór Elmar Bjarnason.
Theodór Elmar Bjarnason. vísir/getty
Það voru fjölmargir Íslendingar í eldlínunni í sænska og danska fótboltanum í kvöld.

Guðlaugur Victor Pálsson var í liði Helsingborg sem valtaði yfir Arnór Ingva Traustason og félaga í Norrköping, 3-0. Íslendingarnir léku báðir allan leikinn.

Jón Guðni Fjóluson var í liði Sundsvall sem vann öruggan útisigur, 1-3. á Örebro. Hjörtur Logi Valgarðsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson í liði Örebro en Rúnar Már Sigurjónsson var á bekknum hjá Sundsvall en spilaði síðustu fjórar mínútur leiksins.

Birkir Már Sævarsson var í liði Hammarby sem tapaði á útivelli, 3-1, gegn Malmö. Birkir lék allan leikinn.

Helsingborg er í þriðja sæti deildarinnar, Hammarby því sjöunda, Sundsvall áttunda og Norrköping tólfta eftir fjórar umferðir.

Theodór Elmar Bjarnason var í liði Randers í danska boltanum og lék allan leikinn er liðið gerði markalaust jafntefli við Esbjerg. Ögmundur Kristinsson var á bekknum hjá Randers sem er í þriðja sæti dönsku deildarinnar en liðið hefði komist upp í annað sætið með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×