Fótbolti

Fimmti sigur Krasnodar í síðustu sex leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar lék allan leikinn í vörn Krasnodar í dag.
Ragnar lék allan leikinn í vörn Krasnodar í dag. vísir/getty
Ragnar Sigurðsson og félagar hans í Krasnodar styrktu stöðu sína í 2. sæti rússnesku úrvalsdeildarinanr í fótbolta með 1-0 sigri á Lokamotiv Moskva í dag.

Mauricio Pereyra skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 37. mínútu.

Krasnodar er nú með 51 stig í 2. sætinu þegar fimm umferðum er ólokið. Efstu tvo sæti deildarinnar gefa þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu að ári.

Krasnodar hefur verið á frábærri siglingu að undanförnu en liðið hefur ekki tapað deildarleik síðan 6. desember á síðasta ári.

Ragnar lék allan leikinn í miðri vörn Krasnodar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×