Ríkisskattstjóra skortir vopn í baráttu við kennitöluflakk Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2015 19:00 Ríkisskattstjóri þarf öflugri heimildir til að ráðast gegn skipulögðu kennitöluflakki sem hefur stórar fjárhæðir af ríkissjóði á hverju ári. Embættið hefur í vaxandi mæli lokað virðisaukaskattsnúmerum í þessum tilgangi, þar af tvö hundruð númerum í dag. Hundruð fyrirtækja fara í gjaldþrot á Íslandi á hverju ári. Fjöldi þeirra sem stundar kennitöluflakk er í besta falli á gráu svæði en margir eru beinlínis og vísvitandi að brjóta lög, eins og fram kom í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir sem setjast í stjórn fallít fyrirtækja til að forða raunverulegum eigendum frá því að fara á vanskilaskrá, eru kallaðir útfararstjórar. „Það er eðlismunur á þeim,“ segir Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra. „Við erum með aðila sem koma inn í stjórn fyrir aðila sem vilja ekki að kennitala þeirra fari inn á vanskilaskrá og þar fram eftir götunum. En eru í raun ekki að aðhafast með fyrirtækið að öðru leyti. Síðan erum við líka með útfararstjóra sem taka við félagi með sama hætti, nema þeir nýta kennitölu félagsins, VSK númer og annað slíkt til að til að gefa út reikninga sem engu er skilað af.“ Og það var þannig útfararstjóri sem Lóa Pind hitti fyrir í Brestum, en með þessu hátterni er verið að hafa virðisauskattsgreiðslur og tekjuskatt af ríkinu og búa til svartar tekjur. Árni Elvar er á bótum frá borginni og hefur tekið að sér útfarir nokkurra fyrirtækja. „Eitt er ennþá í gangi, búið að vera í fjögur ár,“ segir Árni og játar að hann sé enn að gefa út reikninga í nafni fyrirtækisins og fá greiðslur fyrir. Þau fyrirtæki sem Árni gefur reikninga út á geta síðan leyst til sín hluta virðisaukaskattsins og þannig búið til svartar tekjur.Á undanförnum þremur til fjórum mánuðum hefur málum sex til sjö aðila með tilhæfulausa reikninga upp á um 700 milljónir króna verið vísað til Skattrannsóknarstjóra, sem ríkið hefur þá orðið af skattgreiðslum af. „Þetta er búið að gerast lengi. Við höfum rekist á þetta og vísað svona málum til SRS. Þessir aðilar fá dóma en raunverulega eru þeir fyrirfram búnir að ákveða að þeim er nákvæmlega sama um dóminn sem þeir fá og eru tilbúnir að taka slaginn með það,“ segir Sigurður. Til að bregðast við þessu hefur skatturinn lokað hátt í þúsund virðisaukaskattsnúmerum undanfarið ár, þar af tvö hundruð í dag, til að stöðva þessa starfsemi, en meira þarf til. „Þetta er það sem við þurfum að horfa upp á og höfum fylgst með aðilum, verið búin að uppgötva misferli. Séð þá hætta að skila nokkru. Fylgst síðan með þeim stofna nýtt fyrirtæki, fá vasknúmer án þess að við getum nokkuð aðhafst. Það er mjög bagalegt,“ segir Sigurður, sem telur að skatturinn þurfi ríkari heimildir til að koma í veg fyrir að vissir aðilar geti haldið áfram að stofna fyrirtæki aftur og aftur þrátt fyrir misferli. Tengdar fréttir Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00 Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Ríkisskattstjóri þarf öflugri heimildir til að ráðast gegn skipulögðu kennitöluflakki sem hefur stórar fjárhæðir af ríkissjóði á hverju ári. Embættið hefur í vaxandi mæli lokað virðisaukaskattsnúmerum í þessum tilgangi, þar af tvö hundruð númerum í dag. Hundruð fyrirtækja fara í gjaldþrot á Íslandi á hverju ári. Fjöldi þeirra sem stundar kennitöluflakk er í besta falli á gráu svæði en margir eru beinlínis og vísvitandi að brjóta lög, eins og fram kom í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir sem setjast í stjórn fallít fyrirtækja til að forða raunverulegum eigendum frá því að fara á vanskilaskrá, eru kallaðir útfararstjórar. „Það er eðlismunur á þeim,“ segir Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra. „Við erum með aðila sem koma inn í stjórn fyrir aðila sem vilja ekki að kennitala þeirra fari inn á vanskilaskrá og þar fram eftir götunum. En eru í raun ekki að aðhafast með fyrirtækið að öðru leyti. Síðan erum við líka með útfararstjóra sem taka við félagi með sama hætti, nema þeir nýta kennitölu félagsins, VSK númer og annað slíkt til að til að gefa út reikninga sem engu er skilað af.“ Og það var þannig útfararstjóri sem Lóa Pind hitti fyrir í Brestum, en með þessu hátterni er verið að hafa virðisauskattsgreiðslur og tekjuskatt af ríkinu og búa til svartar tekjur. Árni Elvar er á bótum frá borginni og hefur tekið að sér útfarir nokkurra fyrirtækja. „Eitt er ennþá í gangi, búið að vera í fjögur ár,“ segir Árni og játar að hann sé enn að gefa út reikninga í nafni fyrirtækisins og fá greiðslur fyrir. Þau fyrirtæki sem Árni gefur reikninga út á geta síðan leyst til sín hluta virðisaukaskattsins og þannig búið til svartar tekjur.Á undanförnum þremur til fjórum mánuðum hefur málum sex til sjö aðila með tilhæfulausa reikninga upp á um 700 milljónir króna verið vísað til Skattrannsóknarstjóra, sem ríkið hefur þá orðið af skattgreiðslum af. „Þetta er búið að gerast lengi. Við höfum rekist á þetta og vísað svona málum til SRS. Þessir aðilar fá dóma en raunverulega eru þeir fyrirfram búnir að ákveða að þeim er nákvæmlega sama um dóminn sem þeir fá og eru tilbúnir að taka slaginn með það,“ segir Sigurður. Til að bregðast við þessu hefur skatturinn lokað hátt í þúsund virðisaukaskattsnúmerum undanfarið ár, þar af tvö hundruð í dag, til að stöðva þessa starfsemi, en meira þarf til. „Þetta er það sem við þurfum að horfa upp á og höfum fylgst með aðilum, verið búin að uppgötva misferli. Séð þá hætta að skila nokkru. Fylgst síðan með þeim stofna nýtt fyrirtæki, fá vasknúmer án þess að við getum nokkuð aðhafst. Það er mjög bagalegt,“ segir Sigurður, sem telur að skatturinn þurfi ríkari heimildir til að koma í veg fyrir að vissir aðilar geti haldið áfram að stofna fyrirtæki aftur og aftur þrátt fyrir misferli.
Tengdar fréttir Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00 Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00
Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46