Innlent

Tvíhöfða kálfur drapst á leiðinni í heiminn

Magnús Hlynur Hreiðarsson og Stefán Árni Pálsson skrifa
Keisarinn tók fjóra tíma og var virkilega erfiður.
Keisarinn tók fjóra tíma og var virkilega erfiður.

Fjögurra tíma keisaraskurð þurfti að gera á kúnni Nótt á bænum Syðri Hömrum í Ásahreppi skammt austan við Selfoss í gærkvöldi en í skurðinum sótti dýralæknir síamstvíbura kálf með tvö höfuð, tvo hala og tvær hryggjasúlur. Magnús Hlynur Hreiðarsson var í fjósinu á Syðri Hömrum í dag. Vísir varar viðkvæma við myndunum.

Kristín Þórhallsdóttir, dýralæknir hjá Dýralæknamiðstöðinni á Hellu var mætt aftur í dag í fjósið hjá Jóni Þorsteinssyni, kúabónda til að laga heftin í skurðinum á Nótt eftir keisaraskurðinn í gærkvöldi. Kálfurinn var lifandi fram að burði í en drapst rétt áður en keisaraskurðurinn hófst.

„Þetta er einn búkur með tvö hausa og tvær hryggjasúlur,“ segir Kristín.

„Búkurinn er mjög afmyndaður en dýrið er aðeins með fjórar fætur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í svona með kú.“

Kristín segir að keisaraskurðurinn hafi verið mikil átök. En hvað verður nú um kálfinn eða síamstvíburana ?

„Ég er að hugsa um að fá hann frá Jóni og nota hann við kennslu uppá Landbúnaðarháskóla þar sem ég er að kenna.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.