Erlent

Hefja að nýju loftárásir gegn Farc

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Kólumbíski herinn gerði loftárásir á Farc uppreisnarhópinn í Kólumbíu eftir að tíu hermenn voru felldir í árás uppreisnarmanna í dag. Áður hafði loftárásum verið hætt í mars vegna friðarviðræðna deiluaðila í Kúbu, en þær hafa þó staðið yfir frá árinu 2012.

Farc höfðu lýst yfir einhliða vopnahléi í desember síðastliðnum. Þeir rufu það vopnahlé í gær með árás á herstöð þar sem tíu hermenn voru felldir og 17 særðust.

Forseti Kólumbíu gaf út í gærkvöldi að hann hefði fyrirskipað hernum að hefja að nýju loftárásir gegn Farc. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að ekki sé vitað hvaða áhrif þessi ákvörðun muni hafa á friðarviðræðurnar.

Herinn berst við fleiri uppreisnarhópa en Farc, en þeir eru þó stærstir og voru stofnaði árið 1964. Talið er að rúmlega 220 þúsund manns hafi látið lífið vegna átaka í Kólumbíu sem staðið hafa yfir í meira en fimmtíu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×