Erlent

Banna of grannar fyrirsætur

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt frumvarpinu verður einstaklingi sem er undir ákveðnum stuðli varðandi hæð og þyngd bannað að fá tekjur fyrir fyrirsætustörf.
Samkvæmt frumvarpinu verður einstaklingi sem er undir ákveðnum stuðli varðandi hæð og þyngd bannað að fá tekjur fyrir fyrirsætustörf. Vísir/AFP
Yfirvöld í Frakklandi vilja banna notkun of grannra fyrirsæta í viðleitni til að draga úr anorexíu í Frakklandi. Ísrael og Spánn hafa einnig bannað hyllingu „hættulega grannra“ fyrirsæta. Talið er að frönsku lögin muni hafa áhrif langt út fyrir landsteinana vegna sterkrar stöðu Frakklands í tískuheiminum.

AP fréttaveitan segir frá því að áætlað sé að um 40 þúsund frakkar þjáist af anorexíu, en 90 prósent þeirra eru konur.

Neðri deild franska þingsins mun greiða atkvæði um lögin í næstu viku. Samkvæmt frumvarpinu verður einstaklingi sem er undir ákveðnum stuðli varðandi hæð og þyngd bannað að fá tekjur fyrir fyrirsætustörf. Stuðullinn hefur enn ekki verið ákveðinn.

Verði einhver dæmdur fyrir brot gegn þessum lögum er refsingin allt að sex mánaða fangelsisvist og 75 þúsund evra sekt, sem er um ellefu milljónir króna.

Fyrr í vikunni tóku nýjar reglur gildi sem skilyrða aðila til að láta fólk vita sé myndum breytt til að gera fyrirsætur grennri, eða þyngri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×