Erlent

Hútar sækja fram í Jemen

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Uppreisnarmennirnir í Hútu-ættbálkinum hafa sótt fram í borginni Aden í Jemen, þrátt fyrir loftárásir Sádi-Arabíu. Bardagar í borginni á milli uppreisnarmanna og sveita sem hliðhollar eru forsetanum Abdrabbuh Mansour Hadi hafa verið harðir.

Pakistan og Kína hafa leitt fólksflutninga erlendra ríkisborgara frá Jemen undanfarna daga en ástandið í landinu fer versnandi með hverjum deginum. Á vef BBC segir að íbúar Aden geti ekki yfirgefið heimili sín til að verða sér út um mat og annar nauðsynjavörur. Rauði krossinn hefur farið fram á sólarhrings vopnahlé svo mögulegt verði að koma fólkinu til hjálpar.

Minnst 185 hafa fallið í Aden frá 26. mars og 1.282 eru særðir.


Tengdar fréttir

Sádar herða sókn gegn Hútum

Arababandalagið samþykkir framhald lofthernaðar Sádi-Arabíu í Jemen. Sádar og bandamenn þeirra hafa undanfarna daga varpað sprengjum á höfuðborgina Sanaa, með það að markmiði að lama varnir uppreisnarhreyfingar Húta.

Erlendir hermenn komnir til Jemen

Erlendir hermenn eru nú komnir til jemensku hafnarborgarinnar Aden. Ekki liggur fyrir að svo stödddu hverrar þjóðar hermennirnir eru.

Jemen sagt að hruni komið

Ástandið í Jemen hefur hríðversnað undanfarnar vikur. Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna fordæmir árásir á almenna borgara og segir landið á barmi algers hruns. Borgarastyrjöldin styrkir stöðu öfgahópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×