Innlent

Ölgerðin í hart við ríkið: Krefst endurgreiðslu á tolli af kartöfluflögum

Birgir Olgeirsson skrifar
Ölgerðin sakar ríkið um að setja ofurtoll á innfluttar kartöfluflögur til að vernda íslenska framleiðendur.
Ölgerðin sakar ríkið um að setja ofurtoll á innfluttar kartöfluflögur til að vernda íslenska framleiðendur. Vísir/Stefán/Valgarður
Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur krafið fjármála- og efnahagsráðuneytið um endurgreiðslu á tolli af innfluttu snakki. Um er að ræða kartöflusnakk sem ber 59 prósenta toll við innflutning til landsins en Hjördís Birna Hjartardóttir, lögmaður Ölgerðarinnar, segir þennan toll ómálefnalegan og að hann standist ekki.

„Við erum að halda fram að þetta sé ofurtollur,“ segir Hjördís Birna en á vefsíðu Ölgerðarinnar kemur fram að hún flytur inn til landsins kartöfluflögur frá Lay´s sem er í eigu bandaríska fyrirtækisins Pepsico. Það fyrirtæki á einnig Dorritos sem framleiðir maískornflögur sem Ölgerðin flytur inn en til samanburðar við 59 prósenta toll sem Ölgerðin þarf að greiða af innflutningi á kartöfluflögum til landsins þarf að greiða 20 prósenta toll af maískornflögum.

„Við viljum meina að verið sé að vernda tiltekna aðila hér innanlands þegar kemur að kartöflusnakkinu,“ segir Hjördís Birna og nefnir sem dæmi Iðnmark og Þykkvabæjar sem framleiða sambærilegar kartöfluflögur. Iðnmark framleiðir Stjörnusnakk en Þykkvabæjar framleiðir Nasl.

„Þetta er bara verndartollur. Það er bara verið að passa að þeir fái frið til að selja sitt,“ segir Hjördís Birna.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.


Tengdar fréttir

Verndartollar ekki til að verja skort

Ragnheiður Ríkharðsdóttir segir lög ekki gera ráð fyrir að verndartollar séu lagðir á vöru sem ekki er til í landinu eða þegar framleiðendur anna ekki eftirspurn.

Vilja grisja frumskóg tolla og vörugjalda

Ólukkuhjól Loka Verndalt verður kynnt til sögunnar í dag á hádegisfundi Samtaka atvinnurekenda. Fundurinn er liður í viðleytni til að fá tollakerfið einfaldað og vörugjöld afnumin. Ógagnsætt kerfi og mörgum óskiljanlegt, segir framkvæmdastjóri SA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×