Vísar ásökunum í garð kaupmanna aftur til fjárhúsanna ingvar haraldsson skrifar 2. mars 2015 13:55 Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni er ósáttur við ásakanir Sindra Sigurgeirssonar, formanns Bændasamtakanna, í garð kaupmanna. vísir/gva „Ég vísa þessum fullyrðingum aftur til fjárhúsanna,“ segir Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni um ásakanir Sindra Sigurgeirssonar, formanns Bændasamtakanna, í garð kaupmanna. Sindri sagði á Búnaðarþingi í gær að kaupmenn væru ekki með hag neytenda í huga þegar þeir töluðu fyrir auknum innflutningi landbúnaðarafurða.Sjá einnig: Segir flest benda til þess að stórkaupmenn hugsi aðeins um eigin hag„Þetta hafa þeir oft gert undir þeim formerkjum að þeir beri hag neytenda fyrir brjósti þrátt fyrir að flest bendi til þess að þeir séu að aðeins að hugsa um eigin hag,“ sagði Sindri og bætti við að þrátt fyrir aukinn innflutning á búvörum hefði vöruverð til neytenda ekki lækkað heldur hefði arður verslunarkeðja aukist. Pétur telur að íslenskur landbúnaður ætti frekar að líta sér nær og takast á við aukna samkeppni. „Það hlýtur að vera eitthvað að ef við getum ekki verið samkeppnishæf þó þetta sé lítill markaður.“Vill að neytendur fái val Hann segir af og frá að kaupmenn hagnist verulega á innfluttum matvælum enda sé samkeppnin hörð. „Kaupmaðurinn er ekki að fá mikið. Af hverju eru ekki fleiri kjötbúðir eða kjötborð? Það er samkeppni í öllu og það skilar sér til neytenda.“ Pétur segir kröfur frá viðskiptavinum um aukið vöruúrval. „Það er hægt að kaupa kjöt erlendis og koma með heim. Það er í lagi en ekki að kaupa það hér á landi. Gefum fólki val,“ segir Pétur.Sjá einnig: Embættismenn draga lappirnar í sveppunum Pétur telur tolllagningu á landbúnaðarafurðum allt of mikla sem skili sér í hærra afurðaverði. Kjöt og ostar beri til að mynda allt of háa verndartolla að mati Péturs. „Það eru jafnvel verndartollar á vörum sem eru ekki til hérna,“ segir hann.Pétur segir af og frá að kaupmenn hagnist verulega á innfluttum matvælum enda séu þeir hátt tolllagðir.vísir/stefánPétur bendir einnig á að kjötvinnslur taki talsverðan hluta af verði á innfluttu kjöti fyrir utan þá tolla sem lagðir eru á matvæli. „En þetta er fámennt land og vinnslurnar eru litlar. Svo eru kröfur rosalega miklar um t.d. heilbrigði svo það er mikill kostnaður hjá vinnslunum,“ segir Pétur. Innflutningur á búvörum hefur aukist á síðustu árum því að skortur hafi verið á afurðum að sögn Péturs. „Vegna allra þessara ferðamanna hefur innflutningur aukist af því það vantar vörur. En ég hef ekki séð það hækka verð. Þetta hefur frekar valdið því að verð lækki, líka á innlendum landbúnaðarafurðum,“ segir kaupmaðurinn.Spyr hver greiði fyrir sölu lambakjöts erlendis Pétur bætir við að bændur þurfi líka á kaupmönnum að halda til að selja vöruna sína og nefnir sem dæmi sölu á íslensku lambakjöti erlendis. „Það er búið að reyna að flytja út lambakjöt með ærnum tilkostnaði en gengur samt ekki að selja það nógu vel. Hvaðan koma peningarnir sem fara í kynningar erlendis og niðurgreiðslur á kjöt til útlanda? Það væri gaman að fá að vita það. Er það í verðinu sem við erum að borga í dag?“, segir Pétur en leggur áherslu á að bændur og kaupmenn þurfi að vinna saman. „Við þurfum öll að vinna saman. Við ætlum ekki fara í stríð við bændur en fólk vill val,“ segir hann. Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
„Ég vísa þessum fullyrðingum aftur til fjárhúsanna,“ segir Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni um ásakanir Sindra Sigurgeirssonar, formanns Bændasamtakanna, í garð kaupmanna. Sindri sagði á Búnaðarþingi í gær að kaupmenn væru ekki með hag neytenda í huga þegar þeir töluðu fyrir auknum innflutningi landbúnaðarafurða.Sjá einnig: Segir flest benda til þess að stórkaupmenn hugsi aðeins um eigin hag„Þetta hafa þeir oft gert undir þeim formerkjum að þeir beri hag neytenda fyrir brjósti þrátt fyrir að flest bendi til þess að þeir séu að aðeins að hugsa um eigin hag,“ sagði Sindri og bætti við að þrátt fyrir aukinn innflutning á búvörum hefði vöruverð til neytenda ekki lækkað heldur hefði arður verslunarkeðja aukist. Pétur telur að íslenskur landbúnaður ætti frekar að líta sér nær og takast á við aukna samkeppni. „Það hlýtur að vera eitthvað að ef við getum ekki verið samkeppnishæf þó þetta sé lítill markaður.“Vill að neytendur fái val Hann segir af og frá að kaupmenn hagnist verulega á innfluttum matvælum enda sé samkeppnin hörð. „Kaupmaðurinn er ekki að fá mikið. Af hverju eru ekki fleiri kjötbúðir eða kjötborð? Það er samkeppni í öllu og það skilar sér til neytenda.“ Pétur segir kröfur frá viðskiptavinum um aukið vöruúrval. „Það er hægt að kaupa kjöt erlendis og koma með heim. Það er í lagi en ekki að kaupa það hér á landi. Gefum fólki val,“ segir Pétur.Sjá einnig: Embættismenn draga lappirnar í sveppunum Pétur telur tolllagningu á landbúnaðarafurðum allt of mikla sem skili sér í hærra afurðaverði. Kjöt og ostar beri til að mynda allt of háa verndartolla að mati Péturs. „Það eru jafnvel verndartollar á vörum sem eru ekki til hérna,“ segir hann.Pétur segir af og frá að kaupmenn hagnist verulega á innfluttum matvælum enda séu þeir hátt tolllagðir.vísir/stefánPétur bendir einnig á að kjötvinnslur taki talsverðan hluta af verði á innfluttu kjöti fyrir utan þá tolla sem lagðir eru á matvæli. „En þetta er fámennt land og vinnslurnar eru litlar. Svo eru kröfur rosalega miklar um t.d. heilbrigði svo það er mikill kostnaður hjá vinnslunum,“ segir Pétur. Innflutningur á búvörum hefur aukist á síðustu árum því að skortur hafi verið á afurðum að sögn Péturs. „Vegna allra þessara ferðamanna hefur innflutningur aukist af því það vantar vörur. En ég hef ekki séð það hækka verð. Þetta hefur frekar valdið því að verð lækki, líka á innlendum landbúnaðarafurðum,“ segir kaupmaðurinn.Spyr hver greiði fyrir sölu lambakjöts erlendis Pétur bætir við að bændur þurfi líka á kaupmönnum að halda til að selja vöruna sína og nefnir sem dæmi sölu á íslensku lambakjöti erlendis. „Það er búið að reyna að flytja út lambakjöt með ærnum tilkostnaði en gengur samt ekki að selja það nógu vel. Hvaðan koma peningarnir sem fara í kynningar erlendis og niðurgreiðslur á kjöt til útlanda? Það væri gaman að fá að vita það. Er það í verðinu sem við erum að borga í dag?“, segir Pétur en leggur áherslu á að bændur og kaupmenn þurfi að vinna saman. „Við þurfum öll að vinna saman. Við ætlum ekki fara í stríð við bændur en fólk vill val,“ segir hann.
Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira