Vísar ásökunum í garð kaupmanna aftur til fjárhúsanna ingvar haraldsson skrifar 2. mars 2015 13:55 Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni er ósáttur við ásakanir Sindra Sigurgeirssonar, formanns Bændasamtakanna, í garð kaupmanna. vísir/gva „Ég vísa þessum fullyrðingum aftur til fjárhúsanna,“ segir Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni um ásakanir Sindra Sigurgeirssonar, formanns Bændasamtakanna, í garð kaupmanna. Sindri sagði á Búnaðarþingi í gær að kaupmenn væru ekki með hag neytenda í huga þegar þeir töluðu fyrir auknum innflutningi landbúnaðarafurða.Sjá einnig: Segir flest benda til þess að stórkaupmenn hugsi aðeins um eigin hag„Þetta hafa þeir oft gert undir þeim formerkjum að þeir beri hag neytenda fyrir brjósti þrátt fyrir að flest bendi til þess að þeir séu að aðeins að hugsa um eigin hag,“ sagði Sindri og bætti við að þrátt fyrir aukinn innflutning á búvörum hefði vöruverð til neytenda ekki lækkað heldur hefði arður verslunarkeðja aukist. Pétur telur að íslenskur landbúnaður ætti frekar að líta sér nær og takast á við aukna samkeppni. „Það hlýtur að vera eitthvað að ef við getum ekki verið samkeppnishæf þó þetta sé lítill markaður.“Vill að neytendur fái val Hann segir af og frá að kaupmenn hagnist verulega á innfluttum matvælum enda sé samkeppnin hörð. „Kaupmaðurinn er ekki að fá mikið. Af hverju eru ekki fleiri kjötbúðir eða kjötborð? Það er samkeppni í öllu og það skilar sér til neytenda.“ Pétur segir kröfur frá viðskiptavinum um aukið vöruúrval. „Það er hægt að kaupa kjöt erlendis og koma með heim. Það er í lagi en ekki að kaupa það hér á landi. Gefum fólki val,“ segir Pétur.Sjá einnig: Embættismenn draga lappirnar í sveppunum Pétur telur tolllagningu á landbúnaðarafurðum allt of mikla sem skili sér í hærra afurðaverði. Kjöt og ostar beri til að mynda allt of háa verndartolla að mati Péturs. „Það eru jafnvel verndartollar á vörum sem eru ekki til hérna,“ segir hann.Pétur segir af og frá að kaupmenn hagnist verulega á innfluttum matvælum enda séu þeir hátt tolllagðir.vísir/stefánPétur bendir einnig á að kjötvinnslur taki talsverðan hluta af verði á innfluttu kjöti fyrir utan þá tolla sem lagðir eru á matvæli. „En þetta er fámennt land og vinnslurnar eru litlar. Svo eru kröfur rosalega miklar um t.d. heilbrigði svo það er mikill kostnaður hjá vinnslunum,“ segir Pétur. Innflutningur á búvörum hefur aukist á síðustu árum því að skortur hafi verið á afurðum að sögn Péturs. „Vegna allra þessara ferðamanna hefur innflutningur aukist af því það vantar vörur. En ég hef ekki séð það hækka verð. Þetta hefur frekar valdið því að verð lækki, líka á innlendum landbúnaðarafurðum,“ segir kaupmaðurinn.Spyr hver greiði fyrir sölu lambakjöts erlendis Pétur bætir við að bændur þurfi líka á kaupmönnum að halda til að selja vöruna sína og nefnir sem dæmi sölu á íslensku lambakjöti erlendis. „Það er búið að reyna að flytja út lambakjöt með ærnum tilkostnaði en gengur samt ekki að selja það nógu vel. Hvaðan koma peningarnir sem fara í kynningar erlendis og niðurgreiðslur á kjöt til útlanda? Það væri gaman að fá að vita það. Er það í verðinu sem við erum að borga í dag?“, segir Pétur en leggur áherslu á að bændur og kaupmenn þurfi að vinna saman. „Við þurfum öll að vinna saman. Við ætlum ekki fara í stríð við bændur en fólk vill val,“ segir hann. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
„Ég vísa þessum fullyrðingum aftur til fjárhúsanna,“ segir Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni um ásakanir Sindra Sigurgeirssonar, formanns Bændasamtakanna, í garð kaupmanna. Sindri sagði á Búnaðarþingi í gær að kaupmenn væru ekki með hag neytenda í huga þegar þeir töluðu fyrir auknum innflutningi landbúnaðarafurða.Sjá einnig: Segir flest benda til þess að stórkaupmenn hugsi aðeins um eigin hag„Þetta hafa þeir oft gert undir þeim formerkjum að þeir beri hag neytenda fyrir brjósti þrátt fyrir að flest bendi til þess að þeir séu að aðeins að hugsa um eigin hag,“ sagði Sindri og bætti við að þrátt fyrir aukinn innflutning á búvörum hefði vöruverð til neytenda ekki lækkað heldur hefði arður verslunarkeðja aukist. Pétur telur að íslenskur landbúnaður ætti frekar að líta sér nær og takast á við aukna samkeppni. „Það hlýtur að vera eitthvað að ef við getum ekki verið samkeppnishæf þó þetta sé lítill markaður.“Vill að neytendur fái val Hann segir af og frá að kaupmenn hagnist verulega á innfluttum matvælum enda sé samkeppnin hörð. „Kaupmaðurinn er ekki að fá mikið. Af hverju eru ekki fleiri kjötbúðir eða kjötborð? Það er samkeppni í öllu og það skilar sér til neytenda.“ Pétur segir kröfur frá viðskiptavinum um aukið vöruúrval. „Það er hægt að kaupa kjöt erlendis og koma með heim. Það er í lagi en ekki að kaupa það hér á landi. Gefum fólki val,“ segir Pétur.Sjá einnig: Embættismenn draga lappirnar í sveppunum Pétur telur tolllagningu á landbúnaðarafurðum allt of mikla sem skili sér í hærra afurðaverði. Kjöt og ostar beri til að mynda allt of háa verndartolla að mati Péturs. „Það eru jafnvel verndartollar á vörum sem eru ekki til hérna,“ segir hann.Pétur segir af og frá að kaupmenn hagnist verulega á innfluttum matvælum enda séu þeir hátt tolllagðir.vísir/stefánPétur bendir einnig á að kjötvinnslur taki talsverðan hluta af verði á innfluttu kjöti fyrir utan þá tolla sem lagðir eru á matvæli. „En þetta er fámennt land og vinnslurnar eru litlar. Svo eru kröfur rosalega miklar um t.d. heilbrigði svo það er mikill kostnaður hjá vinnslunum,“ segir Pétur. Innflutningur á búvörum hefur aukist á síðustu árum því að skortur hafi verið á afurðum að sögn Péturs. „Vegna allra þessara ferðamanna hefur innflutningur aukist af því það vantar vörur. En ég hef ekki séð það hækka verð. Þetta hefur frekar valdið því að verð lækki, líka á innlendum landbúnaðarafurðum,“ segir kaupmaðurinn.Spyr hver greiði fyrir sölu lambakjöts erlendis Pétur bætir við að bændur þurfi líka á kaupmönnum að halda til að selja vöruna sína og nefnir sem dæmi sölu á íslensku lambakjöti erlendis. „Það er búið að reyna að flytja út lambakjöt með ærnum tilkostnaði en gengur samt ekki að selja það nógu vel. Hvaðan koma peningarnir sem fara í kynningar erlendis og niðurgreiðslur á kjöt til útlanda? Það væri gaman að fá að vita það. Er það í verðinu sem við erum að borga í dag?“, segir Pétur en leggur áherslu á að bændur og kaupmenn þurfi að vinna saman. „Við þurfum öll að vinna saman. Við ætlum ekki fara í stríð við bændur en fólk vill val,“ segir hann.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira