Ekki ráðist að rót vandans með því að hafa tvo í flugstjórnarklefanum öllum stundum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2015 11:29 Bæði Icelandair og Wow Air hafa tekið upp þá vinnureglu upp í flugi að aldrei séu færri en tveir úr áhöfn í flugstjórnarklefanum. Vísir/Getty/Valli Jón Þór Þorvaldsson, varaformaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segist ekki vera viss um hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að flugslys líkt því og varð í frönsku Ölpunum fyrir viku síðan endurtaki sig. „Ég held að þetta sé svona spurning sem við spyrjum okkur öll. Auðvitað er gríðarlegur þrýstingur frá samfélaginu að fá svör sem fyrst þegar svona hrikalegir atburðir gerast og þeirri þörf verður aldrei fullnægt,“ segir Jón Þór. Hann minnir á að rannsókn sé ekki lokið á slysinu. „Það sem truflar mann svolítið í þessu er að það er farið svo hratt í það að stökkva á einhverja niðurstöðu. Það er ekki búið að rannsaka slysið, við vitum ekki að fullu hvað gerðist.“Spyr sig hvers vegna lá svo mikið á að upplýsa um hvað gerðist Jón Þór segir að allir rökhugsandi menn hljóti að spyrja sig hvers vegna franski saksóknarinn kom svo snemma fram með þá afgerandi afstöðu að aðstoðarflugmaðurinn Andreas Lubitz hafi flogið viljandi á fjallið. „Maður getur svo sem giskað á hvers vegna hann gerði það. Til dæmis féllu Airbus-hlutabréfin strax daginn eftir og það liggur mikið á að vita að það hafi ekki verið vélbúnaðurinn sem klikkaði. Þetta eru náttúrulega getgátur en maður lætur sér detta þetta í hug.“ Þá minnir hann á að í þessu, jafnt sem öðru, þurfi allir að vinna eins og fagfólk. „Í þessu tilfelli gefur saksóknari í Marseille í Frakklandi eitthvað út eftir ónefndum rannsakanda sem er hermaður á slysstað. Þetta eru í rauninni óstaðfestar fregnir sem eru síðan bara látnar út. Sjálfsagt eru líkurnar þær að þetta hafi verið eins og við höfum séð í fjölmiðlum en engu að síður þá er spurningin hvort þetta eru réttar upplýsingar.“ Íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air hafa nú breytt reglum sínum og verða nú alltaf að vera tveir áhafnarmeðlimir í flugstjórnarklefanum, ef annar flugmaðurinn bregður sér frá. Aðspurður hvað honum finnist um það segir Jón Þór: „Ég held að þetta sé svolítið ákall gagnvart samfélaginu og að það sé ekki verið að ráðast á rót vandans.“ Tengdar fréttir Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Andreas Lubitz var „mjög skemmtilegur ungur maður“ Aðstoðarflugmanninum sem talið er að hafi flogið viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum, og þannig banað sjálfum sér og 149 öðrum, er lýst sem indælum manni. 26. mars 2015 21:53 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 „Opnaðu helvítis dyrnar!“ Afrit af samtali aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz við flugstjóra flugvélar Germanwings hefur verið birt í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag. 29. mars 2015 10:34 Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Flugmenn koma Lubitz til varnar Samband atvinnuflugmanna í Þýskalandi segir ótímabært að staðhæfa um aðgerðir Lubitz án hins svarta kassans. 27. mars 2015 10:06 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Sjá meira
Jón Þór Þorvaldsson, varaformaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segist ekki vera viss um hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að flugslys líkt því og varð í frönsku Ölpunum fyrir viku síðan endurtaki sig. „Ég held að þetta sé svona spurning sem við spyrjum okkur öll. Auðvitað er gríðarlegur þrýstingur frá samfélaginu að fá svör sem fyrst þegar svona hrikalegir atburðir gerast og þeirri þörf verður aldrei fullnægt,“ segir Jón Þór. Hann minnir á að rannsókn sé ekki lokið á slysinu. „Það sem truflar mann svolítið í þessu er að það er farið svo hratt í það að stökkva á einhverja niðurstöðu. Það er ekki búið að rannsaka slysið, við vitum ekki að fullu hvað gerðist.“Spyr sig hvers vegna lá svo mikið á að upplýsa um hvað gerðist Jón Þór segir að allir rökhugsandi menn hljóti að spyrja sig hvers vegna franski saksóknarinn kom svo snemma fram með þá afgerandi afstöðu að aðstoðarflugmaðurinn Andreas Lubitz hafi flogið viljandi á fjallið. „Maður getur svo sem giskað á hvers vegna hann gerði það. Til dæmis féllu Airbus-hlutabréfin strax daginn eftir og það liggur mikið á að vita að það hafi ekki verið vélbúnaðurinn sem klikkaði. Þetta eru náttúrulega getgátur en maður lætur sér detta þetta í hug.“ Þá minnir hann á að í þessu, jafnt sem öðru, þurfi allir að vinna eins og fagfólk. „Í þessu tilfelli gefur saksóknari í Marseille í Frakklandi eitthvað út eftir ónefndum rannsakanda sem er hermaður á slysstað. Þetta eru í rauninni óstaðfestar fregnir sem eru síðan bara látnar út. Sjálfsagt eru líkurnar þær að þetta hafi verið eins og við höfum séð í fjölmiðlum en engu að síður þá er spurningin hvort þetta eru réttar upplýsingar.“ Íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air hafa nú breytt reglum sínum og verða nú alltaf að vera tveir áhafnarmeðlimir í flugstjórnarklefanum, ef annar flugmaðurinn bregður sér frá. Aðspurður hvað honum finnist um það segir Jón Þór: „Ég held að þetta sé svolítið ákall gagnvart samfélaginu og að það sé ekki verið að ráðast á rót vandans.“
Tengdar fréttir Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Andreas Lubitz var „mjög skemmtilegur ungur maður“ Aðstoðarflugmanninum sem talið er að hafi flogið viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum, og þannig banað sjálfum sér og 149 öðrum, er lýst sem indælum manni. 26. mars 2015 21:53 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 „Opnaðu helvítis dyrnar!“ Afrit af samtali aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz við flugstjóra flugvélar Germanwings hefur verið birt í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag. 29. mars 2015 10:34 Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Flugmenn koma Lubitz til varnar Samband atvinnuflugmanna í Þýskalandi segir ótímabært að staðhæfa um aðgerðir Lubitz án hins svarta kassans. 27. mars 2015 10:06 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Sjá meira
Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44
Andreas Lubitz var „mjög skemmtilegur ungur maður“ Aðstoðarflugmanninum sem talið er að hafi flogið viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum, og þannig banað sjálfum sér og 149 öðrum, er lýst sem indælum manni. 26. mars 2015 21:53
Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35
„Opnaðu helvítis dyrnar!“ Afrit af samtali aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz við flugstjóra flugvélar Germanwings hefur verið birt í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag. 29. mars 2015 10:34
Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31
Flugmenn koma Lubitz til varnar Samband atvinnuflugmanna í Þýskalandi segir ótímabært að staðhæfa um aðgerðir Lubitz án hins svarta kassans. 27. mars 2015 10:06