Erlent

Öldungadeildarþingmaður Texas býður sig fram til forseta

Atli Ísleifsson skrifar
Ted Cruz er 44 ára öldungadeildarþingmaður Texas og tilheyrir Teboðshreyfingunni svokölluðu.
Ted Cruz er 44 ára öldungadeildarþingmaður Texas og tilheyrir Teboðshreyfingunni svokölluðu. Vísir/AFP
Repúblíkaninn Ted Cruz varð í dag fyrsti Repúblikaninn til að tilkynna opinberlega um framboð sitt til að verða frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara á næsta ári.

Cruz er 44 ára öldungadeildarþingmaður Texas og tilheyrir Teboðshreyfingunni svokölluðu. Hann tilkynnti um framboð sitt í hálfrar mínútu löngu myndbandi sem hann birti á Twitter-síðu sinni.

Cruz var kjörinn öldungadeildarþingmaður Texas árið 2012 og hefur harðlega gagnrýnt Barack Obama Bandaríkjaforseta síðustu ár.

Í myndbandinu segir hann þörf á nýrri kynslóð hugrakkra íhaldsmanna til að endurreisa Bandaríkin á nýjan leik. Hann segist reiðubúinn að leiða þá baráttu.

Búist er við að Repúblikanarnir Jeb Bush, fyrrum ríkisstjóri Flórída, Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin, og öldungadeildarþingmennirnir Rand Paul og Marco Rubio muni einnig bjóða sig fram til að forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×