Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Höskuldur Kári Schram skrifar 23. mars 2015 18:45 Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stefna í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hófst í morgun og lýkur í lok þessa mánaðar. Drífa Snædal framkvæmdastjóri sambandsins segir allt benda til þess að verkfall verði samþykkt. „Allar okkar mælingar og allir þeir fundir sem hafa verið haldnir bera það með sér að verkfall verði samþykkt,“ segir Drífa. Í heild hafa 35 verkalýðsfélög boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og munu aðgerðirnar hafa veruleg áhrif helstu stofnanir og vinnustaði samfélagsins. Aðgerðirnar munu meðal annars hafa áhrif starfsemi Landspítalans, Sjúkrahússins á Akureyri, fiskvinnslustöðva, á sláturhús og kjötvinnslur, ræstingarfyrirtæki, ferðaþjónustu- og verktakafyrirtæki. Á fimmtudag hefjast aðgerðir hjá félagsmönnum Rafiðnaðarsambandsins hjá Ríkisútvarpinu og standa með hléum til 23. apríl en þá hefst ótímabundið verkfall. Sjöunda apríl hefjast svo verkfallsaðgerðir hjá nokkrum félögum innan BHM þar á meðal hjá geislafræðingum og hjá Ljósmæðrafélagi Íslands. Þann 9. apríl leggja þrjú þúsund félagsmenn í átján aðildarfélögum niður störf eftir hádegi. Daginn eftir, eða 10. apríl, eiga svo verkfallsaðgerðir hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins að hefjast en þær ná til 10 þúsund félagsmanna. Öll þessi félög hafa boðað tímabundnar eða ótímabundnar verkfallsaðgerðir út aprílmánuð og fram í maí. Drífa segir allt stefna í mikil átök á vinnumarkaði. „Við höfum ekki boðað til svona aðgerða á almennum vinnumarkaði í áratugi. Svo er háskólasamfélagið farið af stað líka þannig að það eru harðir mánuðir framundan,“ segir Drífa. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stefna í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hófst í morgun og lýkur í lok þessa mánaðar. Drífa Snædal framkvæmdastjóri sambandsins segir allt benda til þess að verkfall verði samþykkt. „Allar okkar mælingar og allir þeir fundir sem hafa verið haldnir bera það með sér að verkfall verði samþykkt,“ segir Drífa. Í heild hafa 35 verkalýðsfélög boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og munu aðgerðirnar hafa veruleg áhrif helstu stofnanir og vinnustaði samfélagsins. Aðgerðirnar munu meðal annars hafa áhrif starfsemi Landspítalans, Sjúkrahússins á Akureyri, fiskvinnslustöðva, á sláturhús og kjötvinnslur, ræstingarfyrirtæki, ferðaþjónustu- og verktakafyrirtæki. Á fimmtudag hefjast aðgerðir hjá félagsmönnum Rafiðnaðarsambandsins hjá Ríkisútvarpinu og standa með hléum til 23. apríl en þá hefst ótímabundið verkfall. Sjöunda apríl hefjast svo verkfallsaðgerðir hjá nokkrum félögum innan BHM þar á meðal hjá geislafræðingum og hjá Ljósmæðrafélagi Íslands. Þann 9. apríl leggja þrjú þúsund félagsmenn í átján aðildarfélögum niður störf eftir hádegi. Daginn eftir, eða 10. apríl, eiga svo verkfallsaðgerðir hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins að hefjast en þær ná til 10 þúsund félagsmanna. Öll þessi félög hafa boðað tímabundnar eða ótímabundnar verkfallsaðgerðir út aprílmánuð og fram í maí. Drífa segir allt stefna í mikil átök á vinnumarkaði. „Við höfum ekki boðað til svona aðgerða á almennum vinnumarkaði í áratugi. Svo er háskólasamfélagið farið af stað líka þannig að það eru harðir mánuðir framundan,“ segir Drífa.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira