Innlent

Afganskar konur á Íslandi efna til friðarstundar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Hörð mótmæli hafa geisað á götum Kabúl síðustu daga.
Hörð mótmæli hafa geisað á götum Kabúl síðustu daga. vísir/epa
Hópur afganskra kvenna á Íslandi efna til friðarstundar í dag til stuðnings Farkhunda, afganskri konu sem í síðustu viku var ranglega sökuð um að hafa brennt Kóraninn og í kjölfarið myrt á hrottafenginn hátt.

Friðarstundin verður haldin í höggmyndagarði Hljómskálagarðsins, fyrir neðan Bjarkargötu, klukkan 17.30. Hvetur hópurinn alla til að mæta með kerti og fordæma þann hræðilega glæp sem átti sér stað í höfuðborginni Kabúl í Afganistan.

„Saman erum við sterkari í baráttunni við að stöðva ofbeldi gegn konum og stúlkum,“ segir á Facebook-síðu UNICEF.

Frekari upplýsingar um friðarstundina má nálgast hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×