Andreas Lubitz var „mjög skemmtilegur ungur maður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2015 21:53 Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaður hjá Germanwings. Vísir/AFP Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaðurinn sem talið er að hafi flogið vél Germanwings viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum á þriðjudag, var indæll ungur maður. Þetta segir Peter Ruecker, flugmaður, sem var með Lubitz í flugklúbbi í heimabæ aðstoðarflugmannsins Montabaur. „Hann var mjög skemmtilegur en stundum var hann svolítið þögull. Hann var bara eins og hver annar strákur hérna,“ sagði Ruecker í samtali við Reuters. Hann sagðist orðlaus yfir því að Lubitz hafi viljandi flogið á fjallgarðinn. „Ég þekki Andreas og þetta er mér óskiljanlegt.“Getur ekki ímyndað sér að Lubitz hafi gert þetta viljandi Annar flugmaður, Klaus Radke, kynntist Lubitz síðasta haust. „Hann kom vel fyrir, var indæll, kurteis og mjög skemmtilegur ungur maður,“ sagði Radke í samtali við Reuters. Hann sagðist ekki geta ímyndað sér að Lubitz hafi ætlað sér að fljúga á fjallið. „Málið er enn til rannsóknar svo ég bið fólk um að hugsa sig um áður en það dregur endanlegar ályktanir.“Hafði áhuga á raftónlist, diskói og keilu Búið er að loka Facebook-reikningi Lubitz. Í frétt Guardian segir að reikningurinn hafi bent til þess að um „venjulegan“ ungan mann hafi verið að ræða, með áhuga á raftónlist, diskói og keilu. Hann á að hafa líkað við síður Lufthansa og LFT Bremen, eins af fimm flugskólum Lufthansa og þar sem hann stundaði sjálfur nám. Lubitz virðist hafa umgengst flesta vini sína í bænum Koblenz. Á síðu sinni hlekkjar hann inn á síðu klifurveggs í nálægu skóglendi, veitingastaðar Burger King, keilusalsins Pinup og næturklúbbsins Agostea Nachtarena í Koblenz.Tilgangurinn að granda flugvélinni Flugstjóri í fluginu yfirgaf flugstjórnarklefann til að fara á salernið en þá læsti Lubitz klefanum, hægði á vélinni og setti hana í dýfu. Á hljóðupptökum má heyra flugstjórann biðja flugmanninn um að hleypa sér inn en honum er aldrei svarað. Saksóknari segir líklegustu tilgátuna vera að aðstoðarflugmaðurinn hafi gert þetta viljandi. Tilgangurinn hafi verið að granda flugvélinni en 150 manns létust í flugslysinu. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Gríðarleg sorg vegna voðaverks flugmannsins Saksóknari í Frakklandi segir ekki hægt að tala um sjálfsvíg flugmannsins. Hann hafi myrt 149 manns. Gríðarleg sorg í heimabæ 16 framhaldsskólanema í Þýskalandi sem fórust. 26. mars 2015 18:29 Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaðurinn sem talið er að hafi flogið vél Germanwings viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum á þriðjudag, var indæll ungur maður. Þetta segir Peter Ruecker, flugmaður, sem var með Lubitz í flugklúbbi í heimabæ aðstoðarflugmannsins Montabaur. „Hann var mjög skemmtilegur en stundum var hann svolítið þögull. Hann var bara eins og hver annar strákur hérna,“ sagði Ruecker í samtali við Reuters. Hann sagðist orðlaus yfir því að Lubitz hafi viljandi flogið á fjallgarðinn. „Ég þekki Andreas og þetta er mér óskiljanlegt.“Getur ekki ímyndað sér að Lubitz hafi gert þetta viljandi Annar flugmaður, Klaus Radke, kynntist Lubitz síðasta haust. „Hann kom vel fyrir, var indæll, kurteis og mjög skemmtilegur ungur maður,“ sagði Radke í samtali við Reuters. Hann sagðist ekki geta ímyndað sér að Lubitz hafi ætlað sér að fljúga á fjallið. „Málið er enn til rannsóknar svo ég bið fólk um að hugsa sig um áður en það dregur endanlegar ályktanir.“Hafði áhuga á raftónlist, diskói og keilu Búið er að loka Facebook-reikningi Lubitz. Í frétt Guardian segir að reikningurinn hafi bent til þess að um „venjulegan“ ungan mann hafi verið að ræða, með áhuga á raftónlist, diskói og keilu. Hann á að hafa líkað við síður Lufthansa og LFT Bremen, eins af fimm flugskólum Lufthansa og þar sem hann stundaði sjálfur nám. Lubitz virðist hafa umgengst flesta vini sína í bænum Koblenz. Á síðu sinni hlekkjar hann inn á síðu klifurveggs í nálægu skóglendi, veitingastaðar Burger King, keilusalsins Pinup og næturklúbbsins Agostea Nachtarena í Koblenz.Tilgangurinn að granda flugvélinni Flugstjóri í fluginu yfirgaf flugstjórnarklefann til að fara á salernið en þá læsti Lubitz klefanum, hægði á vélinni og setti hana í dýfu. Á hljóðupptökum má heyra flugstjórann biðja flugmanninn um að hleypa sér inn en honum er aldrei svarað. Saksóknari segir líklegustu tilgátuna vera að aðstoðarflugmaðurinn hafi gert þetta viljandi. Tilgangurinn hafi verið að granda flugvélinni en 150 manns létust í flugslysinu.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Gríðarleg sorg vegna voðaverks flugmannsins Saksóknari í Frakklandi segir ekki hægt að tala um sjálfsvíg flugmannsins. Hann hafi myrt 149 manns. Gríðarleg sorg í heimabæ 16 framhaldsskólanema í Þýskalandi sem fórust. 26. mars 2015 18:29 Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Gríðarleg sorg vegna voðaverks flugmannsins Saksóknari í Frakklandi segir ekki hægt að tala um sjálfsvíg flugmannsins. Hann hafi myrt 149 manns. Gríðarleg sorg í heimabæ 16 framhaldsskólanema í Þýskalandi sem fórust. 26. mars 2015 18:29
Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44
Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35
Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31