Yfir 200 knattspyrnumenn missa af leiknum á morgun: „Þetta er alveg skelfilegt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2015 14:00 Álftanes vann 4. deildina síðasta sumar. Leikmenn liðsins missa af landsleiknum á morgun. vísir/daníel Fjöldinn allur af íslenskum knattspyrnumönnum og konum missir af fyrri hálfleik eða öllum leik Kasakstan og Íslands í undankeppni EM 2016 á morgun. Strákarnir okkar hefja leik klukkan 15.00 að íslenskum tíma á gervigrasinu í Astana, en á svipuðum tíma fara fram fjórir leikir í C-deild Lengjubikars karla og tveir í C-deild Lengjubikars kvenna. Leikmenn Álftaness og KFR koma verst út úr þessu hjá körlunum líkt og lið Hamranna, Völsungs, Víkings Ólafsvíkur og Grindavíkur hjá konunum. Þau munu missa af öllum leiknum. Þrír leikir í C-deild karla hefjast klukkan 14.00 og munu þau lið ná seinni hálfleik ef þau drífa sig heim eða inn í félagshús.Markavélin Andri Janusson missir af leiknum.vísir/daníelÍ heildina fara fram sex fótboltaleikir á svipuðum tíma og strákarnir okkar spila. Það eru tólf lið og ef öll mæta með fullan leikmannahóp er um að ræða 216 leikmenn. Einn leikur átti að fara fram í A-deild Lengjubikarsins á morgun á sama tíma og landsleikurinn. Það er viðureign Vals og Þórs í Egilshöllinni, en mönnum hefur tekist að færa hann til klukkan 13.00. „Þetta er alveg skelfilegt,“ segir Pétur Ásbjörn Sæmundsson, leikmaður Álftaness, við Vísi. „Maður vill auðvitað sjá leikinn en svona er þetta.“ Vanalega þegar landsliðið spilar liggur íslenskur fótbolti meira og minna í dái en erfitt getur verið að færa til leiki á undirbúningsmótunum. „Þetta kemur svolítið á óvart samt. Ég skil ekki af hverju leikirnir eru ekki færðir fram eða afur um nokkra klukkutíma. Leikurinn verður bara spilaður. Það er ekkert hægt að gera í þessu.“ Pétur býst ekki við að menn fari allt í einu að hrynja niður í meiðsli í kvöld. „Nei, þetta er ekki svo alvarlegt,“ segir hann og hlær við. „Það vilja samt allir sjá leikina þannig þetta er voða spes,“ segir Pétur Ásbjörn Sæmundsson.Leikirnir á morgun:Karlar: 15:30 Álftanes - KFR 14:00 Árborg - Kormákur/Hvöt 14:00 Hvíti riddarinn - Elliði 14:00 Vatnaliljur - StokkseyriKonur: 14:45 Hamrarnir - Völsungur 15:00 Víkingur Ó. - Grindavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári: Ætla ekkert að gera það að vana mínum að grenja í sjónvarpinu Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi „kvaddi“ fyrir hálfu öðru ári en snýr væntanlega aftur í liðið á morgun. 27. mars 2015 10:30 Frá íslensku, yfir á ensku og loks á rússnesku Vandræðalegur blaðamannafundur íslenska landsliðsins í Astana í morgun. 27. mars 2015 11:00 Jón Daði: Gaman að vera með Eiði Smára í þessum hóp Samkeppnin fyrir Jón Daða Böðvarsson og aðra sóknarmenn íslenska landsliðsins minnkaði ekki þegar Eiður Smári Guðjohnsen snéri aftur í íslenska landsliðið. 27. mars 2015 13:00 Birkir: Við erum fínir á þessu gervigrasi líka Birkir Bjarnason segir alla í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta spennta og tilbúna fyrir leikinn á móti Kasakstan á morgun. 27. mars 2015 14:30 Heimir: Bera ekkert minni virðingu fyrir okkur heldur en Tékkum „Við búumst við jöfnun leik og undirbúum okkur undir það," sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundi í morgun. 27. mars 2015 09:45 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ Sjá meira
Fjöldinn allur af íslenskum knattspyrnumönnum og konum missir af fyrri hálfleik eða öllum leik Kasakstan og Íslands í undankeppni EM 2016 á morgun. Strákarnir okkar hefja leik klukkan 15.00 að íslenskum tíma á gervigrasinu í Astana, en á svipuðum tíma fara fram fjórir leikir í C-deild Lengjubikars karla og tveir í C-deild Lengjubikars kvenna. Leikmenn Álftaness og KFR koma verst út úr þessu hjá körlunum líkt og lið Hamranna, Völsungs, Víkings Ólafsvíkur og Grindavíkur hjá konunum. Þau munu missa af öllum leiknum. Þrír leikir í C-deild karla hefjast klukkan 14.00 og munu þau lið ná seinni hálfleik ef þau drífa sig heim eða inn í félagshús.Markavélin Andri Janusson missir af leiknum.vísir/daníelÍ heildina fara fram sex fótboltaleikir á svipuðum tíma og strákarnir okkar spila. Það eru tólf lið og ef öll mæta með fullan leikmannahóp er um að ræða 216 leikmenn. Einn leikur átti að fara fram í A-deild Lengjubikarsins á morgun á sama tíma og landsleikurinn. Það er viðureign Vals og Þórs í Egilshöllinni, en mönnum hefur tekist að færa hann til klukkan 13.00. „Þetta er alveg skelfilegt,“ segir Pétur Ásbjörn Sæmundsson, leikmaður Álftaness, við Vísi. „Maður vill auðvitað sjá leikinn en svona er þetta.“ Vanalega þegar landsliðið spilar liggur íslenskur fótbolti meira og minna í dái en erfitt getur verið að færa til leiki á undirbúningsmótunum. „Þetta kemur svolítið á óvart samt. Ég skil ekki af hverju leikirnir eru ekki færðir fram eða afur um nokkra klukkutíma. Leikurinn verður bara spilaður. Það er ekkert hægt að gera í þessu.“ Pétur býst ekki við að menn fari allt í einu að hrynja niður í meiðsli í kvöld. „Nei, þetta er ekki svo alvarlegt,“ segir hann og hlær við. „Það vilja samt allir sjá leikina þannig þetta er voða spes,“ segir Pétur Ásbjörn Sæmundsson.Leikirnir á morgun:Karlar: 15:30 Álftanes - KFR 14:00 Árborg - Kormákur/Hvöt 14:00 Hvíti riddarinn - Elliði 14:00 Vatnaliljur - StokkseyriKonur: 14:45 Hamrarnir - Völsungur 15:00 Víkingur Ó. - Grindavík
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári: Ætla ekkert að gera það að vana mínum að grenja í sjónvarpinu Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi „kvaddi“ fyrir hálfu öðru ári en snýr væntanlega aftur í liðið á morgun. 27. mars 2015 10:30 Frá íslensku, yfir á ensku og loks á rússnesku Vandræðalegur blaðamannafundur íslenska landsliðsins í Astana í morgun. 27. mars 2015 11:00 Jón Daði: Gaman að vera með Eiði Smára í þessum hóp Samkeppnin fyrir Jón Daða Böðvarsson og aðra sóknarmenn íslenska landsliðsins minnkaði ekki þegar Eiður Smári Guðjohnsen snéri aftur í íslenska landsliðið. 27. mars 2015 13:00 Birkir: Við erum fínir á þessu gervigrasi líka Birkir Bjarnason segir alla í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta spennta og tilbúna fyrir leikinn á móti Kasakstan á morgun. 27. mars 2015 14:30 Heimir: Bera ekkert minni virðingu fyrir okkur heldur en Tékkum „Við búumst við jöfnun leik og undirbúum okkur undir það," sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundi í morgun. 27. mars 2015 09:45 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ Sjá meira
Eiður Smári: Ætla ekkert að gera það að vana mínum að grenja í sjónvarpinu Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi „kvaddi“ fyrir hálfu öðru ári en snýr væntanlega aftur í liðið á morgun. 27. mars 2015 10:30
Frá íslensku, yfir á ensku og loks á rússnesku Vandræðalegur blaðamannafundur íslenska landsliðsins í Astana í morgun. 27. mars 2015 11:00
Jón Daði: Gaman að vera með Eiði Smára í þessum hóp Samkeppnin fyrir Jón Daða Böðvarsson og aðra sóknarmenn íslenska landsliðsins minnkaði ekki þegar Eiður Smári Guðjohnsen snéri aftur í íslenska landsliðið. 27. mars 2015 13:00
Birkir: Við erum fínir á þessu gervigrasi líka Birkir Bjarnason segir alla í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta spennta og tilbúna fyrir leikinn á móti Kasakstan á morgun. 27. mars 2015 14:30
Heimir: Bera ekkert minni virðingu fyrir okkur heldur en Tékkum „Við búumst við jöfnun leik og undirbúum okkur undir það," sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundi í morgun. 27. mars 2015 09:45