Innlent

Skjólshúsi skotið yfir skólabörn frá Manchester

Bjarki Ármannsson skrifar
Nemendurnir frá Manchester fengu skól á Smiðjuvöllum eftir að rúta þeirra fór út af veginum.
Nemendurnir frá Manchester fengu skól á Smiðjuvöllum eftir að rúta þeirra fór út af veginum. Mynd/Guðmundur Ingólfsson
Fjöldahjálparstöð var opnuð í húsnæði Suðurnesjadeild Rauða krossins síðdegis í dag. Þar bíða nú rúmlega tuttugu grunnskólanemar frá Manchester, en rúta þeirra fór út af veginum á leið í Bláa lónið.

„Við fengum boð fljótlega eftir fjögur um að rúta hefði farið út í vegrið á Reykjanesbrautinni,“ segir Guðmundir Þórir Ingólfsson, framkvæmdastjóri Suðurnesjadeildarinnar. „Um borð voru skólakrakkar á aldrinum fjórtán til fimmtán ára ásamt tveimur fararstjórum og bílstjóra.“

Guðmundur segir að hópurinn hafi verið kominn í húsnæðið við Smiðjuvelli um fimmleytið. Þar bíða þau eftir að verða sótt. Ekki stendur til að halda fjöldahjálparstöðinni opið mikið lengur enda veður að skána á Suðurnesjum.

„Einn annar ökumaður kom hingað, íslenskur, sem var sóttur strax,“ segir Guðmundur. „Það er búið að opna Reykjanesbrautina þannig að það er bara verið að bíða eftir rútunni úr bænum.“


Tengdar fréttir

Samgöngur lamast: Reykjanesbrautin og Hellisheiðin lokaðar

Búið er að loka veginum um Reykjanesbraut, Hellisheiði, Sandskeið, Þrengsli, Kjalarnes og Mosfellsheiði. Hálka og skafrenningur eru á Reykjanesbraut og á flestum öðrum leiðum á Reykjanesi og versnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×