Innlent

Ökumaður á Reykjanesbraut: „Þú sérð varla næstu stiku fyrir framan þig“

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Allar helstu leiðir úr höfuðborginni lokaðar. Mynd úr safni.
Allar helstu leiðir úr höfuðborginni lokaðar. Mynd úr safni. Vísir/Auðunn
Jóhann Ármannsson, ökumaður sem staddur er á Reykjanesbrautinni, segir veðrið snælduvitlaust og varar fólk við því að fara út. „Það er fljúgandi hálka, það er ofankoma og skafrenningur og þú sérð varla næstu stiku fyrir framan þig,“ segir hann.



„Ég er staddur á Keflavíkurveginum, var að koma frá Grindavík, og það er bara spænuvitlaust veður alla leiðina,“ segir Jóhann sem lagði af stað snemma úr vinnu í þeirri von að komast heim til sín í Reykjanesbæ áður en allt lokaðist.



„Það eru bílar farnir út í kant á Gridnavíkurveginum og það er stór fólksflutningabíll, eða rúta, stór, sem er út af fljótlega eftir að þú beygir til Grindavíkur og það er fiskflutningabíll þversum á Grindavíkurafleggjaranum,“ segir hann.



Jóhann varar fólk við því að vera á ferðinni. „Það er spænubrjálað veður hérna á leiðinni og ég ráðlegg fólki að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×