Erlent

Greindu frá því hvað Putin ræddi á fundi sem er ekki byrjaður

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Úr frétt Rossiya 24.
Úr frétt Rossiya 24.
Vladimir Putin Rússlandsforseti hefur ekki sést opinberlega síðan 5. mars síðastliðinn. Ýmsar kenningar eru á lofti um af hverju forsetinn lætur ekki sjá sig en enn hafa engar skýringar fengist.

Rússneskar fréttastofur hafa birt gamlar myndir af honum sem nýjar og nú síðast fjallaði Rossiya 24 um fund sem forsetans sem fyrirhugaður er eftir helgi eins og hann hafi þegar farið fram.

Sjónvarpsstöðin Rossiya 24 birti frétt af fundi Putin og forseta Kyrgyzstan, en fundurinn fer ekki fram fyrr en á mánudag.

„Kremlin greinir einnig frá því að Vladimir Putin hafi hitt forseta Kyrgyzstan, Almazbek Atambayev, í St. Pétursborg á mánudag,“ segir í þýðingu Business Insider á fréttinni sem lesin var upp í útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar. 

Í fréttinni var sagt frá því að Putin og  Atambayev hefðu rætt um fjárfestingar, mannúðarmál og orkumál. „Þeir ræddu líka möguleikann á því að Kyrgyzstan gengi til liðs við Evrasíska bandalagið,“ sagði einnig í fréttinni.

Samkvæmt BBC var fréttin sýnd að minnsta kosti tvisvar en talsmaður sjónvarpsstöðvarinnar segir í samtali við breska ríkisútvarpið að um mistök hafi verið að ræða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×