Til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2015 12:30 „Það var auðvitað ljóst frá upphafi að bréf utanríkisráðherra væri umdeilt og menn hafa skiptar skoðanir um þetta,“ sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar þingsins, sem telur að menn hafi uppi stóryrði án þess að tilefni sé til. Hann var meðal gesta í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi Evrópumálin.Engin stefnubreyting Birgir segir að bréfið hafi skerpt á þeirri stefnu sem þegar er í gildi um að halda viðræðum ekki áfram. Hann segir að það hafi komið til umræðu í þingflokki Sjálfstæðisflokks hvort ríkisstjórninni væri heimilt að fara fram með þeim hætti sem hún gerði. „Það var auðvitað rætt líka,“ segir hann „Menn veltu því fyrir sér.“ Hann segir að þingsályktunin frá 2009 um að sækja um aðild sé enn í gildi. „Hún stendur að nafninu til en hún hefur verið innantóm og óvirk um langan tíma.“ Birgir staðfestir að þingflokknum hafi aðeins verið tilkynnt um ákvörðunina eftir að bréfið hefði verið afhent.Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.Vísir/GVAGagnrýnir þingforsetannHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það pent að tala um að flokkurinn sé ósáttur við ákvörðun stjórnarinnar. „Þetta er atlaga að þingræðinu,“ sagði hann í umræðunum. „Það að ætla núna að sniðganga þingið er algjörlega óverjandi og það kemur ekki til greina fyrir alþingi að sitja hjá og líta svo á að þetta sé í lagi, að þetta sé eitthvað minniháttar mál sem ekki eigi heima hjá þinginu.“ „Það má segja mjög margt gott um Einar K. Guðfinnsson en hann hefur algjörlega brugðist þinginu í þessu máli og við munum ræða þetta mál að sjálfsögðu og með okkur á ég við alla stjórnarandstöðuna og að ég tel einhverja stjórnarmeðlimi líka,“ sagði Helgi Hrafn.Ekkert lýðræðislegt umboð „Þetta snýst ekki bara um ESB lengur, þetta snýst ekki einu sinni um þjóðaratkvæðagreiðslu lengur,“ sagði Helgi sem gagnrýnir að utanríkisráðherra skuli kvarta undan því að þinglega ferlið gangi ekki upp, eins og hann hefur gert í fjölmiðlum. „Hvernig í ósköpunum eigum við að geta sætt okkur við þetta? Hvað erum við að gera þarna upp á Alþingi ef ekki til að stjórna þessu landi?“ Helgi segir að lýðræðislegt umboð Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra vera ekkert. „Hann veit að hann kemst ekki í gegnum þingið með þetta og hvað gerir hann þá? Gerir þetta bara upp á eigin spýtur.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.Vísir/KristinnVantraust til umræðuBirgir velti því upp hvort stjórnarandstaðan hefði rætt um að grípa til þeirra verkfæra sem þingið hefur til að bregðast við ákvörðunum og gjörðum ríkisstjórnarinnar. Vísaði hann þar til þess að þingið getur samþykkt vantrauststillögu á ráðherra. Þannig er hægt að knýja ráðherra eða ríkisstjórn til afsagnar. Ekki stóð á svörum frá Helga Hrafni sem sagði að sú umræða hefði átt sér stað. „Að sjálfsögðu höfum við íhugað það og rætt og það kemur alveg til greina ef þetta á að vera svona,“ svaraði Helgi Hrafn. „Ef ekki núna, þá hvenær?“ ítrekaði hann.Utanríkisráðherra verður kallaður fyrir nefndina Birgir segir að sín fyrstu viðbrögð við fréttunum af bréfinu hafi verið að tilkynna Gunnar Braga að hann yrði kallaður fyrir nefndina. „Eðlilega hins vegar þá mun þetta mál fá umræðu í utanríkisnefnd og það voru mín auðvitað fyrstu viðbrögð að koma skilaboðum til utanríkisráðherra að hann mætti vænta þess að vera kallaður fyrir nefndina við fyrsta tækifæri,“ sagði hann. Hann telur þó ekki að ráðherranum hafi verið skylt að ræða við nefndina áður en hann tók ákvörðun um að senda bréfið. Það hafi ekki orðið nein breyting á stefnu ríkisins með bréfinu heldur hafi einungis verið um að ræða ítrekun á þeirri stefnu sem væri í gildi. Alþingi ESB-málið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
„Það var auðvitað ljóst frá upphafi að bréf utanríkisráðherra væri umdeilt og menn hafa skiptar skoðanir um þetta,“ sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar þingsins, sem telur að menn hafi uppi stóryrði án þess að tilefni sé til. Hann var meðal gesta í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi Evrópumálin.Engin stefnubreyting Birgir segir að bréfið hafi skerpt á þeirri stefnu sem þegar er í gildi um að halda viðræðum ekki áfram. Hann segir að það hafi komið til umræðu í þingflokki Sjálfstæðisflokks hvort ríkisstjórninni væri heimilt að fara fram með þeim hætti sem hún gerði. „Það var auðvitað rætt líka,“ segir hann „Menn veltu því fyrir sér.“ Hann segir að þingsályktunin frá 2009 um að sækja um aðild sé enn í gildi. „Hún stendur að nafninu til en hún hefur verið innantóm og óvirk um langan tíma.“ Birgir staðfestir að þingflokknum hafi aðeins verið tilkynnt um ákvörðunina eftir að bréfið hefði verið afhent.Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.Vísir/GVAGagnrýnir þingforsetannHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það pent að tala um að flokkurinn sé ósáttur við ákvörðun stjórnarinnar. „Þetta er atlaga að þingræðinu,“ sagði hann í umræðunum. „Það að ætla núna að sniðganga þingið er algjörlega óverjandi og það kemur ekki til greina fyrir alþingi að sitja hjá og líta svo á að þetta sé í lagi, að þetta sé eitthvað minniháttar mál sem ekki eigi heima hjá þinginu.“ „Það má segja mjög margt gott um Einar K. Guðfinnsson en hann hefur algjörlega brugðist þinginu í þessu máli og við munum ræða þetta mál að sjálfsögðu og með okkur á ég við alla stjórnarandstöðuna og að ég tel einhverja stjórnarmeðlimi líka,“ sagði Helgi Hrafn.Ekkert lýðræðislegt umboð „Þetta snýst ekki bara um ESB lengur, þetta snýst ekki einu sinni um þjóðaratkvæðagreiðslu lengur,“ sagði Helgi sem gagnrýnir að utanríkisráðherra skuli kvarta undan því að þinglega ferlið gangi ekki upp, eins og hann hefur gert í fjölmiðlum. „Hvernig í ósköpunum eigum við að geta sætt okkur við þetta? Hvað erum við að gera þarna upp á Alþingi ef ekki til að stjórna þessu landi?“ Helgi segir að lýðræðislegt umboð Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra vera ekkert. „Hann veit að hann kemst ekki í gegnum þingið með þetta og hvað gerir hann þá? Gerir þetta bara upp á eigin spýtur.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.Vísir/KristinnVantraust til umræðuBirgir velti því upp hvort stjórnarandstaðan hefði rætt um að grípa til þeirra verkfæra sem þingið hefur til að bregðast við ákvörðunum og gjörðum ríkisstjórnarinnar. Vísaði hann þar til þess að þingið getur samþykkt vantrauststillögu á ráðherra. Þannig er hægt að knýja ráðherra eða ríkisstjórn til afsagnar. Ekki stóð á svörum frá Helga Hrafni sem sagði að sú umræða hefði átt sér stað. „Að sjálfsögðu höfum við íhugað það og rætt og það kemur alveg til greina ef þetta á að vera svona,“ svaraði Helgi Hrafn. „Ef ekki núna, þá hvenær?“ ítrekaði hann.Utanríkisráðherra verður kallaður fyrir nefndina Birgir segir að sín fyrstu viðbrögð við fréttunum af bréfinu hafi verið að tilkynna Gunnar Braga að hann yrði kallaður fyrir nefndina. „Eðlilega hins vegar þá mun þetta mál fá umræðu í utanríkisnefnd og það voru mín auðvitað fyrstu viðbrögð að koma skilaboðum til utanríkisráðherra að hann mætti vænta þess að vera kallaður fyrir nefndina við fyrsta tækifæri,“ sagði hann. Hann telur þó ekki að ráðherranum hafi verið skylt að ræða við nefndina áður en hann tók ákvörðun um að senda bréfið. Það hafi ekki orðið nein breyting á stefnu ríkisins með bréfinu heldur hafi einungis verið um að ræða ítrekun á þeirri stefnu sem væri í gildi.
Alþingi ESB-málið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira