Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2015 09:55 Skjáskot úr myndbandinu sem Þórarinn Jónsson birti. „Þetta blasti við mér á lóninu í morgun,“ segir Þórarinn Jónsson við myndband sem hann birtir í Fésbókarhópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á tíunda tímanum í morgun. Á myndbandinu má sjá tvo menn, líklega ferðamenn, á nærbuxum einum klæða. Gera þeir að leik sínum að ganga á ísnum og skemmta fólki sem situr og virðist eiga erfitt með að sitja kyrrt sökum hláturs. Vísir fjallaði í febrúar um eftirlitslaus börn sem hlupu um á ísnum við Jökulsárlón. Svo virðist sem það sé svo til daglegt brauð að erlendir ferðamenn komi sér eða börnum sínum í hættu á einum mest sótta ferðamannastað landsins. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ sagði leiðsögumaðurinn Owen Hunt í samtali við Vísi í febrúar. Hann stöðvaði meðal annars kínverska fjölskyldu á leið út á ísinn með lítið barn. „Fólk hefur spurt hvers vegna það sé ekki öryggisbátur hérna,“ sagði Owen við það tilefni. Heilbrigða skynsemi virðist víða ekki að finna. Engin leið væri að koma bát að renni fólk út í ískalt vatnið á milli jaka.„Heimskingjar verða alltaf til“ Líkt og sjá má á myndbandinu að ofan fara mennirnir tveir sér nokkuð hægt enda erfitt að fóta sig á ísnum. Leiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun segir í umræðu um myndbandið að ekki sé hægt að koma fullkomlega í veg fyrir að heimskingjar drepi sig. „Eins og hefur komið oft fram hér á þessu svæði þá er einfaldlega ekki hægt að hafa vit fyrir öllum. Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til.“ Leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson hefur þó aðra skoðun á uppátæki þeirra. „Þau virðast skemmta sér vel. Ég sé ekkert að þessu. Sjálfsagt vita þau vel að vatnið er bæði kalt og djúpt.“Post by Thorarinn Jonsson. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 Fundu þrjá ferðamenn á hálendinu innan af Eyjafirði Þrír ferðamenn sem leitað hefur verið að á hálendinu innan af Eyjafirði eru fundnir, heilir á húfi. 25. febrúar 2015 23:57 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Ferðamenn eyddu tveimur milljörðum í skoðunarferðir Ferðamenn frá Noregi eyddu hæstu upphæðinni með greiðslukortum hér á landi í janúar. 26. febrúar 2015 11:18 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
„Þetta blasti við mér á lóninu í morgun,“ segir Þórarinn Jónsson við myndband sem hann birtir í Fésbókarhópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á tíunda tímanum í morgun. Á myndbandinu má sjá tvo menn, líklega ferðamenn, á nærbuxum einum klæða. Gera þeir að leik sínum að ganga á ísnum og skemmta fólki sem situr og virðist eiga erfitt með að sitja kyrrt sökum hláturs. Vísir fjallaði í febrúar um eftirlitslaus börn sem hlupu um á ísnum við Jökulsárlón. Svo virðist sem það sé svo til daglegt brauð að erlendir ferðamenn komi sér eða börnum sínum í hættu á einum mest sótta ferðamannastað landsins. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ sagði leiðsögumaðurinn Owen Hunt í samtali við Vísi í febrúar. Hann stöðvaði meðal annars kínverska fjölskyldu á leið út á ísinn með lítið barn. „Fólk hefur spurt hvers vegna það sé ekki öryggisbátur hérna,“ sagði Owen við það tilefni. Heilbrigða skynsemi virðist víða ekki að finna. Engin leið væri að koma bát að renni fólk út í ískalt vatnið á milli jaka.„Heimskingjar verða alltaf til“ Líkt og sjá má á myndbandinu að ofan fara mennirnir tveir sér nokkuð hægt enda erfitt að fóta sig á ísnum. Leiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun segir í umræðu um myndbandið að ekki sé hægt að koma fullkomlega í veg fyrir að heimskingjar drepi sig. „Eins og hefur komið oft fram hér á þessu svæði þá er einfaldlega ekki hægt að hafa vit fyrir öllum. Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til.“ Leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson hefur þó aðra skoðun á uppátæki þeirra. „Þau virðast skemmta sér vel. Ég sé ekkert að þessu. Sjálfsagt vita þau vel að vatnið er bæði kalt og djúpt.“Post by Thorarinn Jonsson.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 Fundu þrjá ferðamenn á hálendinu innan af Eyjafirði Þrír ferðamenn sem leitað hefur verið að á hálendinu innan af Eyjafirði eru fundnir, heilir á húfi. 25. febrúar 2015 23:57 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Ferðamenn eyddu tveimur milljörðum í skoðunarferðir Ferðamenn frá Noregi eyddu hæstu upphæðinni með greiðslukortum hér á landi í janúar. 26. febrúar 2015 11:18 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35
Fundu þrjá ferðamenn á hálendinu innan af Eyjafirði Þrír ferðamenn sem leitað hefur verið að á hálendinu innan af Eyjafirði eru fundnir, heilir á húfi. 25. febrúar 2015 23:57
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30
Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57
Ferðamenn eyddu tveimur milljörðum í skoðunarferðir Ferðamenn frá Noregi eyddu hæstu upphæðinni með greiðslukortum hér á landi í janúar. 26. febrúar 2015 11:18