Fjögur skemmtiferðaskip koma vegna sólmyrkva og norðurljósa Stefán Árni Pálsson skrifar 20. febrúar 2015 11:31 Alls munu á fjórða þúsund farþegar koma með skemmtiferðaskipunum fjórum til Íslands í mars. Magellan er stærst skipanna fjögurra, alls 46 þúsund tonn að stærð og tekur 1250 farþega. Fjögur skemmtiferðaskip með á fjórða þúsund farþega munu koma til Íslands sérstaklega vegna sólmyrkvans 20. mars og norðurljósanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TVG-Zimsen. „Þetta er skemmtileg nýbreytni varðandi skemmtiferðasiglingar til Íslands. Það hefur ekki gerst áður að skemmtiferðaskip komi hingað um vetur. Um er að ræða ellefu daga siglingu skipanna á norðurslóðir til að sjá sólmyrkvann og norðurljósin. Öll skipin munu koma til hafnar í Reykjavík. Ef þetta gengur vel gæti þetta orðið upphafið af vetrarsiglingum skemmtiferðaskipa til Íslands,” segir Jóhann Bogason, verkefnisstjóri hjá TVG-Zimsen, en fyrirtækið þjónustar flest skemmtiferðaskip sem hingað til lands koma. Skipin Magellan, Marco Polo, Azores og Voyager eru semsagt á leiðinni til landsins og er ætlunin að þau verði hér við land þegar næsti sólmyrkvi verður þann 20. mars. Sólmyrkvinn er almyrkvi og ferill hans liggur aðeins um 70-100 km austan við Ísland samkvæmt stjörnufræðingum. Öll skemmtiferðaskipin eru mjög glæsileg en Magellan er þeirra stærst, alls 46 þúsund tonn að stærð og tekur alls 1250 farþega. Uppselt er í siglingarnar með skipunum fjórum samkvæmt upplýsingum frá útgerðum þeirra. ,,Við finnum það hjá erlendum skipaútgerðum að áhugi ferðamanna á siglingum hingað eykst ár frá ári og þar horfa menn á að Ísland sé í lykilhlutverki á Norðurslóðum. Sólmyrkvinn í mars er spennandi og norðurljósin hafa gríðarlegt aðdráttarafl. Þetta býður augljóslega upp á ný og mikilvæg tækifæri fyrir okkur Íslendinga. Það eru klárlega mjög spennandi tímar framundan í þessum geira. Skemmtiferðaskipin eru mjög mikilvægur þáttur í ört stækkandi ferðaþjónustugeiranum sem var stærsta útflutningsafurð Íslendinga undanfarin tvö ár," segir Jóhann ennfremur. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Sjá meira
Fjögur skemmtiferðaskip með á fjórða þúsund farþega munu koma til Íslands sérstaklega vegna sólmyrkvans 20. mars og norðurljósanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TVG-Zimsen. „Þetta er skemmtileg nýbreytni varðandi skemmtiferðasiglingar til Íslands. Það hefur ekki gerst áður að skemmtiferðaskip komi hingað um vetur. Um er að ræða ellefu daga siglingu skipanna á norðurslóðir til að sjá sólmyrkvann og norðurljósin. Öll skipin munu koma til hafnar í Reykjavík. Ef þetta gengur vel gæti þetta orðið upphafið af vetrarsiglingum skemmtiferðaskipa til Íslands,” segir Jóhann Bogason, verkefnisstjóri hjá TVG-Zimsen, en fyrirtækið þjónustar flest skemmtiferðaskip sem hingað til lands koma. Skipin Magellan, Marco Polo, Azores og Voyager eru semsagt á leiðinni til landsins og er ætlunin að þau verði hér við land þegar næsti sólmyrkvi verður þann 20. mars. Sólmyrkvinn er almyrkvi og ferill hans liggur aðeins um 70-100 km austan við Ísland samkvæmt stjörnufræðingum. Öll skemmtiferðaskipin eru mjög glæsileg en Magellan er þeirra stærst, alls 46 þúsund tonn að stærð og tekur alls 1250 farþega. Uppselt er í siglingarnar með skipunum fjórum samkvæmt upplýsingum frá útgerðum þeirra. ,,Við finnum það hjá erlendum skipaútgerðum að áhugi ferðamanna á siglingum hingað eykst ár frá ári og þar horfa menn á að Ísland sé í lykilhlutverki á Norðurslóðum. Sólmyrkvinn í mars er spennandi og norðurljósin hafa gríðarlegt aðdráttarafl. Þetta býður augljóslega upp á ný og mikilvæg tækifæri fyrir okkur Íslendinga. Það eru klárlega mjög spennandi tímar framundan í þessum geira. Skemmtiferðaskipin eru mjög mikilvægur þáttur í ört stækkandi ferðaþjónustugeiranum sem var stærsta útflutningsafurð Íslendinga undanfarin tvö ár," segir Jóhann ennfremur.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Sjá meira