Líklega skýjað á föstudaginn Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2015 11:45 Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Vísir/Getty/GVA Heilt yfir er spáð því að skýjað verði yfir stærstum hluta Íslands á föstudagsmorguninn. Þá mun mesti sólmyrkvi yfir Íslandi í 61 ár eiga sér stað. Sólmyrkvagleraugu sem Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness hefur verið að selja eru nú uppseld. Samkvæmt veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, er ekki spáð úrkomu á föstudaginn og því verða skýin væntanlega ekki þykk yfir landinu. Þó er nú von á einhverjum götum á skýjunum en mestar líkur eru á þeim á Norðurlandi. Á höfuðborgarsvæðinu er talið að himininn verði hulinn skýjum að mestu, en þó ætti fólk að sjá birtubreytinguna vel. Verði skýin ekki þykk það er að segja.Allt í lagi verði skýin þunn Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að verði skýjað sé það í lagi, á meðan sólin sjáist í gegnum og á milli skýjanna. „Þetta stendur yfir í tvo klukkutíma. Ef maður sér eitthvað á því tímabili þá er það í góðu lagi. Þá geta skýin gert fólki kleyft að horfa beint á sólmyrkvann í gegnum þau,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Hann segir að sólmyrkvagleraugu sem Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness, Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá seldu séu nú uppseld.Uppseld í Evrópu „Við fengum 72 þúsund stykki og þau eru öll farin. Eftirspurnin er margfalt meiri heldur en nokkurn tímann framboðið og ekki nóg með það, þá eru gleraugun uppseld í Evrópu allri. Þannig að við gátum ekki fengið fleiri gleraugu frá framleiðendum. Það er allt búið alls staðar.“ Sævar Helgi segir að rafsuðugler sé næst besta lausnin, en mögulegt sé að beita ýmsum leiðum. Ein slík sé svokölluð sólvörpun. Þá er lítið gat stungið á pappa og honum haldið upp að sólu. Þá skín sólin í gegnum gatið og varpar mynd á jörðina.Hættulegt að horfa í sólina „Það er alltaf hættulegt að horfa á sólina. Það er ekki hættulegra í sólmyrkva en aðra daga, en fólk er líklegra til að freistast til þess að reyna að sjá. Fólk verður bara að fara varlega og ef einhver annar er með sólmyrkvagleraugu á staðnum, þá verður bara að deila þeim.“ Sævar Helgi mælir sérstaklega með því að fólk verði utandyra þegar sólmyrkvinn hefst, til að upplifa það þegar dimmir vegna sólmyrkvans. Samkvæmt Stjörnufræðivefnum er þetta mesti sólmyrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá almyrkvanum 30. júní 1954. Síðan 1954 hefur tunglið mest náð að hylja 77 prósent af sólinni, árin 1986, 1979 og 1971. Við hringmyrkvann 2003 huldi tunglið mest 94 prósent sólar. Sólmyrkvinn mun standa yfir í um tvær klukkustundir en í Reykjavík hefst hann um 8:38 á föstudagsmorgun. Hann mun ná hámarki klukkan 9:37 og ljúka klukkan 10:39. Einni til tveimur mínútum getur munað annars staðar á Íslandi. Í Reykjavík hylur tunglið 97,5 prósent sólar en 99,4 prósent á Austurlandi. Frekari upplýsingar um sólmyrkvann má sjá hér á Stjörnufræðivefnum. Veður Tengdar fréttir Sólmyrkvagleraugun á leið í alla grunnskóla Nemendur í Rimaskóla verða þeir fyrstu sem fá gleraugun afhent. 12. mars 2015 07:40 Börnin skila sólmyrkvagleraugunum að notkun lokinni Skóla- og frístundasvið vill árétta að sólmyrkvagleraugun sem afhent verða í grunnskólum landsins á næstu dögum verði notuð sem kennslugögn. 12. mars 2015 10:27 Fjögur skemmtiferðaskip koma vegna sólmyrkva og norðurljósa Fjögur skemmtiferðaskip með á fjórða þúsund farþega munu koma til Íslands sérstaklega vegna sólmyrkvans 20. mars og norðurljósanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TVG-Zimsen. 20. febrúar 2015 11:31 Þúsundir stefna til landsins vegna sólmyrkva Von er á fjórum skemmtiferðarskipum til landsins vegna sólmyrkva síðar í mánuðinum. Stjörnuskoðunar áhugamenn hafa keypt 66 þúsund gleraugu. 4. mars 2015 20:00 Með 66 þúsund sólmyrkvagleraugu í bílskúrnum Hálft tonn af sólmyrkvagleraugum komu hingað til lands á þriðjudag og verða afhent öllum grunnskólabörnum landsins. 27. febrúar 2015 13:40 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Heilt yfir er spáð því að skýjað verði yfir stærstum hluta Íslands á föstudagsmorguninn. Þá mun mesti sólmyrkvi yfir Íslandi í 61 ár eiga sér stað. Sólmyrkvagleraugu sem Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness hefur verið að selja eru nú uppseld. Samkvæmt veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, er ekki spáð úrkomu á föstudaginn og því verða skýin væntanlega ekki þykk yfir landinu. Þó er nú von á einhverjum götum á skýjunum en mestar líkur eru á þeim á Norðurlandi. Á höfuðborgarsvæðinu er talið að himininn verði hulinn skýjum að mestu, en þó ætti fólk að sjá birtubreytinguna vel. Verði skýin ekki þykk það er að segja.Allt í lagi verði skýin þunn Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að verði skýjað sé það í lagi, á meðan sólin sjáist í gegnum og á milli skýjanna. „Þetta stendur yfir í tvo klukkutíma. Ef maður sér eitthvað á því tímabili þá er það í góðu lagi. Þá geta skýin gert fólki kleyft að horfa beint á sólmyrkvann í gegnum þau,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Hann segir að sólmyrkvagleraugu sem Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness, Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá seldu séu nú uppseld.Uppseld í Evrópu „Við fengum 72 þúsund stykki og þau eru öll farin. Eftirspurnin er margfalt meiri heldur en nokkurn tímann framboðið og ekki nóg með það, þá eru gleraugun uppseld í Evrópu allri. Þannig að við gátum ekki fengið fleiri gleraugu frá framleiðendum. Það er allt búið alls staðar.“ Sævar Helgi segir að rafsuðugler sé næst besta lausnin, en mögulegt sé að beita ýmsum leiðum. Ein slík sé svokölluð sólvörpun. Þá er lítið gat stungið á pappa og honum haldið upp að sólu. Þá skín sólin í gegnum gatið og varpar mynd á jörðina.Hættulegt að horfa í sólina „Það er alltaf hættulegt að horfa á sólina. Það er ekki hættulegra í sólmyrkva en aðra daga, en fólk er líklegra til að freistast til þess að reyna að sjá. Fólk verður bara að fara varlega og ef einhver annar er með sólmyrkvagleraugu á staðnum, þá verður bara að deila þeim.“ Sævar Helgi mælir sérstaklega með því að fólk verði utandyra þegar sólmyrkvinn hefst, til að upplifa það þegar dimmir vegna sólmyrkvans. Samkvæmt Stjörnufræðivefnum er þetta mesti sólmyrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá almyrkvanum 30. júní 1954. Síðan 1954 hefur tunglið mest náð að hylja 77 prósent af sólinni, árin 1986, 1979 og 1971. Við hringmyrkvann 2003 huldi tunglið mest 94 prósent sólar. Sólmyrkvinn mun standa yfir í um tvær klukkustundir en í Reykjavík hefst hann um 8:38 á föstudagsmorgun. Hann mun ná hámarki klukkan 9:37 og ljúka klukkan 10:39. Einni til tveimur mínútum getur munað annars staðar á Íslandi. Í Reykjavík hylur tunglið 97,5 prósent sólar en 99,4 prósent á Austurlandi. Frekari upplýsingar um sólmyrkvann má sjá hér á Stjörnufræðivefnum.
Veður Tengdar fréttir Sólmyrkvagleraugun á leið í alla grunnskóla Nemendur í Rimaskóla verða þeir fyrstu sem fá gleraugun afhent. 12. mars 2015 07:40 Börnin skila sólmyrkvagleraugunum að notkun lokinni Skóla- og frístundasvið vill árétta að sólmyrkvagleraugun sem afhent verða í grunnskólum landsins á næstu dögum verði notuð sem kennslugögn. 12. mars 2015 10:27 Fjögur skemmtiferðaskip koma vegna sólmyrkva og norðurljósa Fjögur skemmtiferðaskip með á fjórða þúsund farþega munu koma til Íslands sérstaklega vegna sólmyrkvans 20. mars og norðurljósanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TVG-Zimsen. 20. febrúar 2015 11:31 Þúsundir stefna til landsins vegna sólmyrkva Von er á fjórum skemmtiferðarskipum til landsins vegna sólmyrkva síðar í mánuðinum. Stjörnuskoðunar áhugamenn hafa keypt 66 þúsund gleraugu. 4. mars 2015 20:00 Með 66 þúsund sólmyrkvagleraugu í bílskúrnum Hálft tonn af sólmyrkvagleraugum komu hingað til lands á þriðjudag og verða afhent öllum grunnskólabörnum landsins. 27. febrúar 2015 13:40 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Sólmyrkvagleraugun á leið í alla grunnskóla Nemendur í Rimaskóla verða þeir fyrstu sem fá gleraugun afhent. 12. mars 2015 07:40
Börnin skila sólmyrkvagleraugunum að notkun lokinni Skóla- og frístundasvið vill árétta að sólmyrkvagleraugun sem afhent verða í grunnskólum landsins á næstu dögum verði notuð sem kennslugögn. 12. mars 2015 10:27
Fjögur skemmtiferðaskip koma vegna sólmyrkva og norðurljósa Fjögur skemmtiferðaskip með á fjórða þúsund farþega munu koma til Íslands sérstaklega vegna sólmyrkvans 20. mars og norðurljósanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TVG-Zimsen. 20. febrúar 2015 11:31
Þúsundir stefna til landsins vegna sólmyrkva Von er á fjórum skemmtiferðarskipum til landsins vegna sólmyrkva síðar í mánuðinum. Stjörnuskoðunar áhugamenn hafa keypt 66 þúsund gleraugu. 4. mars 2015 20:00
Með 66 þúsund sólmyrkvagleraugu í bílskúrnum Hálft tonn af sólmyrkvagleraugum komu hingað til lands á þriðjudag og verða afhent öllum grunnskólabörnum landsins. 27. febrúar 2015 13:40