Lífið

Secret Solstice sögð verða mest spennandi hátíð sumarsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúmlega tvö þúsund útlendingar hafa nú boðað komu sína til landsins. Hátíðin heppnaðist vel síðasta sumar.
Rúmlega tvö þúsund útlendingar hafa nú boðað komu sína til landsins. Hátíðin heppnaðist vel síðasta sumar. vísir
Erlendir miðlar sýna tónlistarhátíðinni Secret Solstice töluverðan mikinn áhuga en í gær birtist grein á vefnum Pulse Radio en þar er talað um að hátíðin sé sú mest heillandi til að heimsækja í sumar.

Rúmlega tvö þúsund útlendingar hafa nú boðað komu sína til landsins helgina 19 - 21 júní og virðist vera mikil spenna í loftinu fyrir hátíðina í ár.

Hátíðin fer fram dagana 19.-21. júní.vísir
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem fjallað er um hátíðina á erlendum miðlum en TimeThe Guardian og BBC hafa allir nefnt hátíðina sem einn af mest spennandi áfangastöðum fyrir tónlistarelskendur.

Meðal þeirra sem koma fram á Secret Solstice í sumar eru Moodymann, Erol Alkan, Flight Facilities, GusGus, KiNK, Route 94, Daniel Avery, FM Belfast og DJ sett með heimsfrægu sveitinni Zero 7 frá Frakklandi.


Tengdar fréttir

Sálarkempa á Solstice-hátíð

Bandaríski sálarsöngvarinn Charles Bradley er einn þeirra listamanna sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice, sem verður haldin í annað sinn í Laugardalnum í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×