Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2015 20:03 Mikill meirihluti sautján aðildarfélaga Bandalags háskólamanna samþykkti að hefja verkfallsaðgerðir strax eftir páska. Formaður félagsins segir bandalagið krefjast þess að menntun borgi sig og horft verði til þeirra samninga sem meðal annars hafi gefið flugmönnum og læknum tugi prósenta í launahækkun. „Fyrstu verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna (BHM) hefjast þriðjudaginn 7. apríl. Aðeins þremur dögum seinna hefjast síðan verkfallsaðgerðir 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Aðgerðir Starfsgreinasambandsins munu hafa mikil áhrif á landsbyggðinni en aðgerðir BHM munu trufla og jafnvel stöðva ýmsa starfsemi um allt land. Formaður bandalagsins segir komið að endastöð við samningaborðið eftir nánast stöðugar viðræður frá því í fyrra vetur með vopnahléssamningi sem gerður var upp á 2,8 prósent síðast liðið vor. „Og núna hefur það eitt breyst að það sem voru 2,8 prósent í fyrra eru 3,5 prósent eða allt að því. Það er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og við teljum að nægi ekki til þess að ná upp þeim launum að menntun sé metin til launa á íslandi,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Um 80 prósent þeirra félagsmanna í 17 mismunandi aðildarfélögum sem greiddu atkvæði um verkfallsaðgerðir samþykktu þær. Páll segir þetta skýrt umboð enda alveg ljóst að til að ná fram raunverulegum launahækkunum þurfi félögin að beita sér. „Og það hefur nú komið fram upp á síðkastið að ríkið hefur verið tilbúið til að leysa deilur. Þó reyndar aldrei fyrr en eftir einhver átök sem er í raun mjög frumstæð aðkoma að svona hlutum. En þeir hafa alla vega verið tilbúnir til að leysa deilur,“ segir Páll. Vonandi gerist það áður en verkföll skelli á. Lengd samningstímans fari eftir innihaldi samninga. „Það hafa verið samningar bæði við lækna og flugmenn og ýmsa aðila. Við teljum fulla ástæðu til þess að okkar laun séu að breytast í takt við það sem þar er að gerast,“ segir Páll Halldórsson. Verkföll BHM verða með eftirfarandi hætti: Verkföllin munu taka til fimm ríkisstofnana og hefjast 7. og 20. apríl. Að auki munu allir félagsmenn BHM hjá ríkinu fara í hálfsdags verkfall þann 9. apríl. Verkföll hefjast 7. apríl (misjafnar útfærslur): - LSH-ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga). - FAS -ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla mánudaga og fimmtudaga). - Allir geislafræðingar í ótímabundið verkfall frá 7. apríl - Allir lífeindafræðingar í ótímabundið verkfall alla virka daga frá kl.8.00-1200 (mán,þrið,miðv, fimmtud og föst). - FÍN á LSH í ótímabundið verkfall frá 7. apríl - Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu – (SL) í ótímabundið verkfall frá 7. apríl Verkföll hefjast 20. apríl (misjafnar útfærslur): - Matvælastofnun – (FÍN –SHMN-DÍ) ótímabundið verkfall frá 20. apríl - Fjársýslan –FHSS tímabundið verkfall frá 20. apríl 2015 til kl. 24:00 föstudaginn 8. maí 2015. - Allir dýralæknar ótímabundið ótímabundið verkfall frá 20. apríl Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira
Mikill meirihluti sautján aðildarfélaga Bandalags háskólamanna samþykkti að hefja verkfallsaðgerðir strax eftir páska. Formaður félagsins segir bandalagið krefjast þess að menntun borgi sig og horft verði til þeirra samninga sem meðal annars hafi gefið flugmönnum og læknum tugi prósenta í launahækkun. „Fyrstu verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna (BHM) hefjast þriðjudaginn 7. apríl. Aðeins þremur dögum seinna hefjast síðan verkfallsaðgerðir 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Aðgerðir Starfsgreinasambandsins munu hafa mikil áhrif á landsbyggðinni en aðgerðir BHM munu trufla og jafnvel stöðva ýmsa starfsemi um allt land. Formaður bandalagsins segir komið að endastöð við samningaborðið eftir nánast stöðugar viðræður frá því í fyrra vetur með vopnahléssamningi sem gerður var upp á 2,8 prósent síðast liðið vor. „Og núna hefur það eitt breyst að það sem voru 2,8 prósent í fyrra eru 3,5 prósent eða allt að því. Það er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og við teljum að nægi ekki til þess að ná upp þeim launum að menntun sé metin til launa á íslandi,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Um 80 prósent þeirra félagsmanna í 17 mismunandi aðildarfélögum sem greiddu atkvæði um verkfallsaðgerðir samþykktu þær. Páll segir þetta skýrt umboð enda alveg ljóst að til að ná fram raunverulegum launahækkunum þurfi félögin að beita sér. „Og það hefur nú komið fram upp á síðkastið að ríkið hefur verið tilbúið til að leysa deilur. Þó reyndar aldrei fyrr en eftir einhver átök sem er í raun mjög frumstæð aðkoma að svona hlutum. En þeir hafa alla vega verið tilbúnir til að leysa deilur,“ segir Páll. Vonandi gerist það áður en verkföll skelli á. Lengd samningstímans fari eftir innihaldi samninga. „Það hafa verið samningar bæði við lækna og flugmenn og ýmsa aðila. Við teljum fulla ástæðu til þess að okkar laun séu að breytast í takt við það sem þar er að gerast,“ segir Páll Halldórsson. Verkföll BHM verða með eftirfarandi hætti: Verkföllin munu taka til fimm ríkisstofnana og hefjast 7. og 20. apríl. Að auki munu allir félagsmenn BHM hjá ríkinu fara í hálfsdags verkfall þann 9. apríl. Verkföll hefjast 7. apríl (misjafnar útfærslur): - LSH-ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga). - FAS -ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla mánudaga og fimmtudaga). - Allir geislafræðingar í ótímabundið verkfall frá 7. apríl - Allir lífeindafræðingar í ótímabundið verkfall alla virka daga frá kl.8.00-1200 (mán,þrið,miðv, fimmtud og föst). - FÍN á LSH í ótímabundið verkfall frá 7. apríl - Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu – (SL) í ótímabundið verkfall frá 7. apríl Verkföll hefjast 20. apríl (misjafnar útfærslur): - Matvælastofnun – (FÍN –SHMN-DÍ) ótímabundið verkfall frá 20. apríl - Fjársýslan –FHSS tímabundið verkfall frá 20. apríl 2015 til kl. 24:00 föstudaginn 8. maí 2015. - Allir dýralæknar ótímabundið ótímabundið verkfall frá 20. apríl
Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira