Embættismenn draga lappirnar í sveppunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. mars 2015 18:55 Sveppaskortur er í landinu vegna framleiðslubrests hjá Flúðasveppum og annar fyrirtækið ekki eftirspurn. Sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðuneytið hefur dregið lappirnar og ekki fylgt lagaskyldu um niðurfellingu tolla á innflutta sveppi eins og búvörulögin kveða á um þegar skortur er á sveppum. Búvörulögum kemur fram að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skuli fella niður tolla á innfluttum landbúnaðarvörum ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Þetta er ekki valkvæð heimild ráðherra enda er orðalagið í ákvæðinu „ráðherra skal.“ Búr hf. sem sér íslenskum smásölufyrirtækjum fyrir grænmeti og ávöxtum hefur ekki fengið afgreidda sveppi frá fyrirtækinu Flúðasveppum upp í pantanir sínar að undanförnu. Skortur hefur verið undanfarnar þrjár vikur vegna uppákomu sem varð í ræktun hjá fyrirtækinu og greint hefur verið frá í fjölmiðlum.Tökumaður Stöðvar 2 fann eiginlega enga sveppi Fréttastofa Stöðvar 2 átti erfitt með að finna myndefni af sveppum í dag til að þekja þessa frétt enda voru þeir ekki til í flestum verslunum. Þeir fundust þó á endanum í Hagkaup í Garðabæ. Ýmislegt bendir til að Flúðasveppir, sem eru langstærsti innlendi framleiðandinn á sveppum og nánast í einokunarstöðu, anni ekki lengur innanlandseftirspurn á tímabilum. Búr hf. fær þau svör að líklegt sé að áfram verði skortur, þ.e. að Flúðasveppir geti ekki framleitt upp í pantanir. Þrátt fyrir þetta eru lagðir tollar á innflutta sveppi, 80 kr. á kílóið, til verndar þessum eina stóra framleiðanda. Búr brást skjótt við vegna sveppaskortsins og pantaði sveppi frá Hollandi með flugi. Á mánudag sendi Búr póst á Ólaf Friðriksson, skrifstofustjóra atvinnuvegaráðuneytisins og formann ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara og fór fram á að nefndin felldi niður tolla á innflutningnum í samræmi við ákvæði Búvörulaga. Engin svör hafa borist.Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Stendur iðulega með innlenda framleiðandanum Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir lögin alveg skýr en félagið hefur aðstoðað Búr við að gæta hagsmuna sinna í málinu „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi nefnd um inn- og útfflutning landbúnaðarvara dregur lappirnar þegar það er skortur á markaðnum. Hún stendur iðulega með innlenda framleiðandanum en síður með innflytjendum og neytendum,“ segir Ólafur. Ráðuneytið hefur ekki svarað erindinu frá Búr, eins og áður segir. „Það koma engin svör í heila viku og það er alveg deginum ljósara að það er skortur af sveppum á markaðnum. En svo er það alveg fráleitt, burtséð frá sveppaskortinum núna, að það sé tollur á þessa afurð til að vernda í rauninni einn vinnustað á Suðurlandi.“ Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í dag til að fá viðbrögð ráðuneytisins. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Sveppaskortur er í landinu vegna framleiðslubrests hjá Flúðasveppum og annar fyrirtækið ekki eftirspurn. Sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðuneytið hefur dregið lappirnar og ekki fylgt lagaskyldu um niðurfellingu tolla á innflutta sveppi eins og búvörulögin kveða á um þegar skortur er á sveppum. Búvörulögum kemur fram að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skuli fella niður tolla á innfluttum landbúnaðarvörum ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Þetta er ekki valkvæð heimild ráðherra enda er orðalagið í ákvæðinu „ráðherra skal.“ Búr hf. sem sér íslenskum smásölufyrirtækjum fyrir grænmeti og ávöxtum hefur ekki fengið afgreidda sveppi frá fyrirtækinu Flúðasveppum upp í pantanir sínar að undanförnu. Skortur hefur verið undanfarnar þrjár vikur vegna uppákomu sem varð í ræktun hjá fyrirtækinu og greint hefur verið frá í fjölmiðlum.Tökumaður Stöðvar 2 fann eiginlega enga sveppi Fréttastofa Stöðvar 2 átti erfitt með að finna myndefni af sveppum í dag til að þekja þessa frétt enda voru þeir ekki til í flestum verslunum. Þeir fundust þó á endanum í Hagkaup í Garðabæ. Ýmislegt bendir til að Flúðasveppir, sem eru langstærsti innlendi framleiðandinn á sveppum og nánast í einokunarstöðu, anni ekki lengur innanlandseftirspurn á tímabilum. Búr hf. fær þau svör að líklegt sé að áfram verði skortur, þ.e. að Flúðasveppir geti ekki framleitt upp í pantanir. Þrátt fyrir þetta eru lagðir tollar á innflutta sveppi, 80 kr. á kílóið, til verndar þessum eina stóra framleiðanda. Búr brást skjótt við vegna sveppaskortsins og pantaði sveppi frá Hollandi með flugi. Á mánudag sendi Búr póst á Ólaf Friðriksson, skrifstofustjóra atvinnuvegaráðuneytisins og formann ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara og fór fram á að nefndin felldi niður tolla á innflutningnum í samræmi við ákvæði Búvörulaga. Engin svör hafa borist.Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Stendur iðulega með innlenda framleiðandanum Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir lögin alveg skýr en félagið hefur aðstoðað Búr við að gæta hagsmuna sinna í málinu „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi nefnd um inn- og útfflutning landbúnaðarvara dregur lappirnar þegar það er skortur á markaðnum. Hún stendur iðulega með innlenda framleiðandanum en síður með innflytjendum og neytendum,“ segir Ólafur. Ráðuneytið hefur ekki svarað erindinu frá Búr, eins og áður segir. „Það koma engin svör í heila viku og það er alveg deginum ljósara að það er skortur af sveppum á markaðnum. En svo er það alveg fráleitt, burtséð frá sveppaskortinum núna, að það sé tollur á þessa afurð til að vernda í rauninni einn vinnustað á Suðurlandi.“ Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í dag til að fá viðbrögð ráðuneytisins.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira