Óttaðist að Stefán Logi myndi drepa sig Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2015 14:52 Stefán Logi Sívarsson og Daníel Rafn Guðmundsson mættu í héraðsdóm Reykjavíkur í dag vegna málsins. Vísir/GVA Daníel Rafn Guðmundsson, sem ákærður er fyrir að ráðast á Stefán Loga Sívarsson, segist hafa óttast að sá síðarnefndi myndi drepa sig. Þetta kom fram fyrir héraðsdómi í dag þar sem réttarhöld yfir honum fara fram. Fyrir dómi sagði Daníel um formála málsins að konan hans hafi brotnað saman og sagt honum að hún hafi vaknað í partýi og þá hafi verið búið að misnota hana. „Hún segir að sér hafi verið hótað því að ef hún myndi segja frá þessu þá þyrfti að stúta mér,“ sagði hann.Sjá einnig: Segist saklaus af árás á Stefán LogaEftir að hafa talað við gestgjafann hafi honum verið bent á að tala við Stefán Loga, sem hann hringdi þá í. „Það endar með því að hann segist vera á leiðinni heim til mín – ég var bara hálfsmeykur,“ sagði hann. Á þessum tímapunkti segist Daníel Rafn hafa hringt í Jón Hilmar Hallgrímsson, sem oftast var kallaður Jón Stóri, og beðið hann að koma til að reyna að „settla“ málið.„Jón Hilmar kom og ætlaði að reyna að róa þetta niður en úr þessu urðu einhver læti,“ sagði hann. „Þegar ég mæti Stefáni þarna úti fæ ég barefli í höfuðið. Mér bregður mjög mikið og fæ þungt höfuðhögg og man gloppótt hvað gerðist þá. Ég var orðinn mjög hræddur um líf mitt eftir að hafa fengið þetta högg.“Saksóknari spurði þá hvort það væri hans upplifun að erindi Stefáns hafi verið að ganga í skrokk á sér. „Já alveg klárlega hann hótaði mér í símann og sagði það líka við Jón (stóra) í símann,“ svaraði Daníel og hélt áfram: „Tónninn í röddinni var ekki þannig að hann vildi ræða við mig.“Sjá einnig: Ákærður fyrir hrottalega líkamsárás á SkeljagrandabróðurDaníel sagði nokkrum sinnum fyrir dóminum að hann myndi ekki eftir öllu sem gerðist þennan dag. „Eins og ég segi – þetta gerist allt mjög hratt og ég var í mikilli geðshræringu út af þessu sem konan mín sagði mér og ég var líka hræddur af því að þeir höfðu sagt að þeir myndu stúta mér,“ sagði hann.Árásin sem Daníel Rafn er ákærður fyrir átti sér stað í Ystaseli þann 17. maí árið 2013. Hann er ákærður fyrir að hafa slegið og sparkað ítrekað í höfuð Stefáns og líkama og fyrir að nota hafnaboltakylfu og hnúajárn. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni.Stefán Logi fer fram á fimm milljóna króna miskabætur og tvær milljónir í skaðabætur vegna útlagðs tannlæknakostnaðar vegna árásarinnar. Tengdar fréttir Segist saklaus af árás á Stefán Loga Daníel Rafn Guðmundsson lýsti yfir sakleysi sínu í morgun við þingfestingu í máli ríkissaksóknara á hendur honum fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Breiðholti í maí í fyrra. 8. desember 2014 09:38 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Daníel Rafn Guðmundsson, sem ákærður er fyrir að ráðast á Stefán Loga Sívarsson, segist hafa óttast að sá síðarnefndi myndi drepa sig. Þetta kom fram fyrir héraðsdómi í dag þar sem réttarhöld yfir honum fara fram. Fyrir dómi sagði Daníel um formála málsins að konan hans hafi brotnað saman og sagt honum að hún hafi vaknað í partýi og þá hafi verið búið að misnota hana. „Hún segir að sér hafi verið hótað því að ef hún myndi segja frá þessu þá þyrfti að stúta mér,“ sagði hann.Sjá einnig: Segist saklaus af árás á Stefán LogaEftir að hafa talað við gestgjafann hafi honum verið bent á að tala við Stefán Loga, sem hann hringdi þá í. „Það endar með því að hann segist vera á leiðinni heim til mín – ég var bara hálfsmeykur,“ sagði hann. Á þessum tímapunkti segist Daníel Rafn hafa hringt í Jón Hilmar Hallgrímsson, sem oftast var kallaður Jón Stóri, og beðið hann að koma til að reyna að „settla“ málið.„Jón Hilmar kom og ætlaði að reyna að róa þetta niður en úr þessu urðu einhver læti,“ sagði hann. „Þegar ég mæti Stefáni þarna úti fæ ég barefli í höfuðið. Mér bregður mjög mikið og fæ þungt höfuðhögg og man gloppótt hvað gerðist þá. Ég var orðinn mjög hræddur um líf mitt eftir að hafa fengið þetta högg.“Saksóknari spurði þá hvort það væri hans upplifun að erindi Stefáns hafi verið að ganga í skrokk á sér. „Já alveg klárlega hann hótaði mér í símann og sagði það líka við Jón (stóra) í símann,“ svaraði Daníel og hélt áfram: „Tónninn í röddinni var ekki þannig að hann vildi ræða við mig.“Sjá einnig: Ákærður fyrir hrottalega líkamsárás á SkeljagrandabróðurDaníel sagði nokkrum sinnum fyrir dóminum að hann myndi ekki eftir öllu sem gerðist þennan dag. „Eins og ég segi – þetta gerist allt mjög hratt og ég var í mikilli geðshræringu út af þessu sem konan mín sagði mér og ég var líka hræddur af því að þeir höfðu sagt að þeir myndu stúta mér,“ sagði hann.Árásin sem Daníel Rafn er ákærður fyrir átti sér stað í Ystaseli þann 17. maí árið 2013. Hann er ákærður fyrir að hafa slegið og sparkað ítrekað í höfuð Stefáns og líkama og fyrir að nota hafnaboltakylfu og hnúajárn. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni.Stefán Logi fer fram á fimm milljóna króna miskabætur og tvær milljónir í skaðabætur vegna útlagðs tannlæknakostnaðar vegna árásarinnar.
Tengdar fréttir Segist saklaus af árás á Stefán Loga Daníel Rafn Guðmundsson lýsti yfir sakleysi sínu í morgun við þingfestingu í máli ríkissaksóknara á hendur honum fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Breiðholti í maí í fyrra. 8. desember 2014 09:38 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Segist saklaus af árás á Stefán Loga Daníel Rafn Guðmundsson lýsti yfir sakleysi sínu í morgun við þingfestingu í máli ríkissaksóknara á hendur honum fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Breiðholti í maí í fyrra. 8. desember 2014 09:38