Innlent

Farþegaþotur lentu á Reykjavíkurflugvelli vegna élja í Keflavík

Birgir Olgeirsson skrifar
Farþegaþotur lentu á Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli vegna élja í Keflavík.
Farþegaþotur lentu á Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli vegna élja í Keflavík. Vísir/Aðalsteinn Kjartansson
Beina þurfti flugvélum sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag til Reykjavíkur og Akureyrar vegna élja. Samkvæmt upplýsingum frá Friðþóri Eydal, upplýsingafulltrúa Isavia, lentu tvær farþegaþotur á Reykjavíkurflugvelli og ein farþegaþota á Akureyrarflugvelli. Þá lenti ein kanadísk herflugvél á Reykjavíkurflugvelli vegna þess að ófært var til lendingar á Keflavíkurflugvelli.

„Ástandið er þannig að þessi snjókoma veldur svo mikilli hálku að aðstæðurnar eru ekki heppilegar frá einum tíma til annars miðað við þann hliðarvind sem ríkir,“ segir Friðþór en nokkrar vélar náðu að lenda á Keflavíkurflugvelli á milli élja. „Þetta er bara þetta venjulega vandamál sem eigum við að etja í svona svona hvassri suðvestan átt með éljum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×