Erlent

Sjö ára stúlka notuð til sjálfsmorðsárásar

Samúel Karl Ólason skrifar
Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem sjálfsmorðsárás er gerð á markaðinn í Potiskum.
Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem sjálfsmorðsárás er gerð á markaðinn í Potiskum. Vísir/AFP
Ung stúlka var notuð til sjálfsmorðsárásar í Nígeríu í gær, en talið er að hún hafi verið sjö ára gömul. Alls létust sjö í sprengingunni og nítján slösuðust. Hryðjuverkasamtökin Boko Haram eru talin standa að baki árásinni, en árásum þar sem börn eru notuð hefur fjölgað í Nígeríu undanfarin misseri.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni var árásin gerð í bænum Potiskum í norðurhluta Nígeríu. Stúlkan reyndi ítrekað að komast inn á markaðinn, en öryggisverðir vísuðu henni á brott.

„Við sendum hana á brott, þar sem hún hafði ekkert að gera þarna vegna aldurs,“ segir öryggisvörður í samtali við fréttaveituna. Konum hefur nú verið bannað að fara á markaðinn, til að koma í veg fyrir frekari árásir.

Þetta er önnur sjálfsmorðsárásin sem gerð er í markaði í bænum á þessu ári. Þann ellefta janúar sprengdi um fimmtán ára stúlka sig í loft upp á markaðinum. Þá létust sex og 37 særðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×