Fótbolti

Liverpool brást bogalistin í vítaspyrnukeppninni

Liverpool hefur lokið keppni í Evrópudeildinni eftir tap gegn Besiktas eftir vítaspyrnukeppni.

Það var hart tekist á er Besiktas bauð Liverpool velkomið á heimavöll sinn. Liverpool að verja eins marks forskot frá fyrri leiknum.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en Aslan kom Besiktas yfir í síðari hálfleik með laglegu skoti utan teigs sem Mignolet réð ekki við í marki Liverpool.

Demba Ba var ekki fjarri því að skjóta Besiktas áfram í uppbótartíma er skot hans í teignum fór í slána. Liverpool stálheppið og það varð að framlengja leikinn.

Ekki tókst liðunum að skora þar og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Skorað var úr fyrstu níu spyrnum keppninnar en Króatinn Dejan Lovren klúðraði síðustu spyrnu Liverpool. Skot hans fór hátt yfir markið og Besiktas komið áfram.

Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leikmannahópi Ajax sem komst áfram með öruggum sigri á Legia Varsjá.

Úrslit:

Dinamo Moskva-Anderlecht  3-1

Dinamo fer áfram 3-1 samanlagt.

Zenit-PSV  3-0

Zenit fer áfram 4-0 samanlagt.

Mönchengladbach-Sevilla 2-3

Sevilla fer áfram 2-4 samanlagt.

Legia Varsjá-Ajax  0-3

Ajax fer áfram 0-4 samanlagt.

Dynamo Kiev-Guingamp  3-1

Kiev fer áfram 4-3 samanlagt.

Salzburg-Villarreal  1-3

Villarreal fer áfram 2-5 samanlagt.

Fiorentina-Tottenham  2-0

Fiorentina fer áfram 3-1 samanlagt.

Inter-Celtic  1-0

Inter fer áfram 4-3 samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×