Erlent

Úkraínuher dregur þungavopn sín til baka

Atli Ísleifsson skrifar
Skrifað var undir samkomulag um vopnahlé í Minsk fyrir tæpum tveimur vikum síðan.
Skrifað var undir samkomulag um vopnahlé í Minsk fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Vísir/AFP
Stjórnarher Úkraínu hóf í dag að draga þungavopn sín til baka frá víglínunni í austurhluta Úkraínu. Talsmaður hersins staðfestir þetta í samtali við Interfax.

Stórskotalið hersins verður dregið til baka, en þetta er í samræmi við ákvæði vopnahléssamnings sem skrifað var undir í hvítrússnesku höfuðborginni Minsk fyrir tæpum tveimur vikum síðan.

Síðustu tveir sólarhringar hafa verið óvenjulega rólegir á víglínunni, en enginn hermaður hefur látið lífið í átökum stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna á tímabilinu. Slíkt hefur ekki gerst í marga mánuði.


Tengdar fréttir

Áfram barist um bæinn Debaltseve

Hvorki úkraínskir uppreisnarmenn né stjórnarher Úkraínu hafa viljað hætta átökum um 25 þúsund manna bæ, þrátt fyrir að samið hafi verið um vopnahlé sem átti að hefjast um helgina. Hvorugir vilja flytja þungavopn sín frá bænum.

Vonarglætan í Úkraínu

Pútín Rússlandsforseti virðist hafa náð fram flestum helstu kröfum sínum varðandi Úkraínu. Austurhéruðin fá aukna sjálfstjórn og ESB opnar á viðræður um helstu áhyggjuefni Pútíns. Í kvöld á að hefjast vopnahlé, sem gæti reynst brothætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×