Erlent

300 flóttamanna saknað

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd frá Landhelgisgæslu Ítalíu.
Mynd frá Landhelgisgæslu Ítalíu. Vísir/EPA
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að minnst tvö hundruð flóttamenn hafi drukknað á Miðjarðarhafinu. Flóttamennirnir voru á tveimur bátum sem sukku. Níu þeirra var bjargað í nótt, eftir að þau höfðu verið í björgunarbát í fjóra daga.

Uppfært 12:10: Þeir flóttamenn sem bjargað var segja að eins báts til viðbótar sé saknað. Alls er nú um 300 flóttamanna saknað.

29 flóttamenn dóu eftir að bát þeirra hvolfdi á mánudaginn.

Talsmaður Flóttamannastofnunarinnar sagði á Twitter í dag að „hafið hafi gleypt“ 203 flóttamenn.

Samkvæmt BBC tala þeir níu sem bjargað var allir frönsku og talið er að þau séu frá Vestur-Afríku. 

Flóttamannastofnunin segir þörf á frekari aðgerðum til að koma í veg fyrir dauðsföll flóttafólks á Miðjarðarhafinu, en slys þar hafa verið tíð undanfarin misseri. Þetta kemur fram hjá AP fréttaveitunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×