„Ríkið á ekki að kaupa þýfi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2015 10:49 Formaður Heimdallar, Ingvar Smári Birgisson. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, leggst gegn því að ríkið kaupi erlend bankagögn sem gætu innihaldið upplýsingar um skattsvik, ef þeirra er aflað með ólögmætum hætti. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði í samtali við fréttastofu í gær að gengið verði til samninga við seljanda gagna um Íslendinga í skattaskjólum á grundvelli yfirlýsingar fjármálaráðherra.Sjá einnig: Bryndís ætlar að ganga til samninga við huldumanninn Í ályktun Heimdallar segir einnig að slík kaup myndu gefa afar slæmt fordæmi og þá sérstaklega ef greiða á einstaklingum verðlaunafé fyrir að afla sönnunargagna þegar löglegar heimildir sem ríkið hafi til öflunar sönnunargagna bresti. „Það væri óviðunandi ef lögreglan verðlaunaði þjóf fyrir að brjótast inn í hús og afla sönnunargagna, þegar lögreglan fær ekki húsleitarheimild. Að sama skapi á ekki að borga tölvuþrjóti verðlaunafé fyrir að brjótast inn í fjármálastofnanir og stela upplýsingum,“ segir í ályktun Heimdallar. Þess utan sé alls óvíst hversu nothæf gögnin séu og hvort þau muni skila tilætluðum árangri. „Þá er einnig líklegt að skattféð sem notað yrði til kaupanna á gögnunum yrði notað til að fjármagna ólöglega starfsemi, þar sem ljóst er að gagnanna var aflað af aðilum við ólöglega starfsemi. Félagið fordæmir skattsvik og telur mikilvægt að þau séu upprætt, en minnir á að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið.“ Tengdar fréttir Skattaskjólsgögnin: Tímalína Svona var atburðarásin sem leiddi að því að ákveðið var að kaupa gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum fyrir 150 milljónir. 11. febrúar 2015 16:47 Sum skattaskjólsmálanna gætu verið fyrnd Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir viðbúið að einhver mál í skattaskjólsgögnunum, sem standa íslenska ríkinu til boða, séu fyrnd en elstu málin eru fimmtán ára gömul. 12. febrúar 2015 07:00 Villl rannsókn á undanbrögðum ráðherra í skattamáli „Þetta er gamalt trix sem að Davíð Oddsson notaði jafnan til að boxa embættismenn,“ segir Össur Skarphéðinsson um hegðun Bjarna Benediktssonar gagnvart skattrannsóknarstjóra. 11. febrúar 2015 12:11 Bryndís ætlar að ganga til samninga við huldumanninn Skattrannsóknarstjóri ætlar að semja um kaup á gögnum um Íslendinga sem hafa komið fé sínu í skattaskjól erlendis. 11. febrúar 2015 12:00 Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, leggst gegn því að ríkið kaupi erlend bankagögn sem gætu innihaldið upplýsingar um skattsvik, ef þeirra er aflað með ólögmætum hætti. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði í samtali við fréttastofu í gær að gengið verði til samninga við seljanda gagna um Íslendinga í skattaskjólum á grundvelli yfirlýsingar fjármálaráðherra.Sjá einnig: Bryndís ætlar að ganga til samninga við huldumanninn Í ályktun Heimdallar segir einnig að slík kaup myndu gefa afar slæmt fordæmi og þá sérstaklega ef greiða á einstaklingum verðlaunafé fyrir að afla sönnunargagna þegar löglegar heimildir sem ríkið hafi til öflunar sönnunargagna bresti. „Það væri óviðunandi ef lögreglan verðlaunaði þjóf fyrir að brjótast inn í hús og afla sönnunargagna, þegar lögreglan fær ekki húsleitarheimild. Að sama skapi á ekki að borga tölvuþrjóti verðlaunafé fyrir að brjótast inn í fjármálastofnanir og stela upplýsingum,“ segir í ályktun Heimdallar. Þess utan sé alls óvíst hversu nothæf gögnin séu og hvort þau muni skila tilætluðum árangri. „Þá er einnig líklegt að skattféð sem notað yrði til kaupanna á gögnunum yrði notað til að fjármagna ólöglega starfsemi, þar sem ljóst er að gagnanna var aflað af aðilum við ólöglega starfsemi. Félagið fordæmir skattsvik og telur mikilvægt að þau séu upprætt, en minnir á að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið.“
Tengdar fréttir Skattaskjólsgögnin: Tímalína Svona var atburðarásin sem leiddi að því að ákveðið var að kaupa gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum fyrir 150 milljónir. 11. febrúar 2015 16:47 Sum skattaskjólsmálanna gætu verið fyrnd Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir viðbúið að einhver mál í skattaskjólsgögnunum, sem standa íslenska ríkinu til boða, séu fyrnd en elstu málin eru fimmtán ára gömul. 12. febrúar 2015 07:00 Villl rannsókn á undanbrögðum ráðherra í skattamáli „Þetta er gamalt trix sem að Davíð Oddsson notaði jafnan til að boxa embættismenn,“ segir Össur Skarphéðinsson um hegðun Bjarna Benediktssonar gagnvart skattrannsóknarstjóra. 11. febrúar 2015 12:11 Bryndís ætlar að ganga til samninga við huldumanninn Skattrannsóknarstjóri ætlar að semja um kaup á gögnum um Íslendinga sem hafa komið fé sínu í skattaskjól erlendis. 11. febrúar 2015 12:00 Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Skattaskjólsgögnin: Tímalína Svona var atburðarásin sem leiddi að því að ákveðið var að kaupa gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum fyrir 150 milljónir. 11. febrúar 2015 16:47
Sum skattaskjólsmálanna gætu verið fyrnd Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir viðbúið að einhver mál í skattaskjólsgögnunum, sem standa íslenska ríkinu til boða, séu fyrnd en elstu málin eru fimmtán ára gömul. 12. febrúar 2015 07:00
Villl rannsókn á undanbrögðum ráðherra í skattamáli „Þetta er gamalt trix sem að Davíð Oddsson notaði jafnan til að boxa embættismenn,“ segir Össur Skarphéðinsson um hegðun Bjarna Benediktssonar gagnvart skattrannsóknarstjóra. 11. febrúar 2015 12:11
Bryndís ætlar að ganga til samninga við huldumanninn Skattrannsóknarstjóri ætlar að semja um kaup á gögnum um Íslendinga sem hafa komið fé sínu í skattaskjól erlendis. 11. febrúar 2015 12:00
Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16