„Ríkið á ekki að kaupa þýfi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2015 10:49 Formaður Heimdallar, Ingvar Smári Birgisson. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, leggst gegn því að ríkið kaupi erlend bankagögn sem gætu innihaldið upplýsingar um skattsvik, ef þeirra er aflað með ólögmætum hætti. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði í samtali við fréttastofu í gær að gengið verði til samninga við seljanda gagna um Íslendinga í skattaskjólum á grundvelli yfirlýsingar fjármálaráðherra.Sjá einnig: Bryndís ætlar að ganga til samninga við huldumanninn Í ályktun Heimdallar segir einnig að slík kaup myndu gefa afar slæmt fordæmi og þá sérstaklega ef greiða á einstaklingum verðlaunafé fyrir að afla sönnunargagna þegar löglegar heimildir sem ríkið hafi til öflunar sönnunargagna bresti. „Það væri óviðunandi ef lögreglan verðlaunaði þjóf fyrir að brjótast inn í hús og afla sönnunargagna, þegar lögreglan fær ekki húsleitarheimild. Að sama skapi á ekki að borga tölvuþrjóti verðlaunafé fyrir að brjótast inn í fjármálastofnanir og stela upplýsingum,“ segir í ályktun Heimdallar. Þess utan sé alls óvíst hversu nothæf gögnin séu og hvort þau muni skila tilætluðum árangri. „Þá er einnig líklegt að skattféð sem notað yrði til kaupanna á gögnunum yrði notað til að fjármagna ólöglega starfsemi, þar sem ljóst er að gagnanna var aflað af aðilum við ólöglega starfsemi. Félagið fordæmir skattsvik og telur mikilvægt að þau séu upprætt, en minnir á að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið.“ Tengdar fréttir Skattaskjólsgögnin: Tímalína Svona var atburðarásin sem leiddi að því að ákveðið var að kaupa gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum fyrir 150 milljónir. 11. febrúar 2015 16:47 Sum skattaskjólsmálanna gætu verið fyrnd Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir viðbúið að einhver mál í skattaskjólsgögnunum, sem standa íslenska ríkinu til boða, séu fyrnd en elstu málin eru fimmtán ára gömul. 12. febrúar 2015 07:00 Villl rannsókn á undanbrögðum ráðherra í skattamáli „Þetta er gamalt trix sem að Davíð Oddsson notaði jafnan til að boxa embættismenn,“ segir Össur Skarphéðinsson um hegðun Bjarna Benediktssonar gagnvart skattrannsóknarstjóra. 11. febrúar 2015 12:11 Bryndís ætlar að ganga til samninga við huldumanninn Skattrannsóknarstjóri ætlar að semja um kaup á gögnum um Íslendinga sem hafa komið fé sínu í skattaskjól erlendis. 11. febrúar 2015 12:00 Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, leggst gegn því að ríkið kaupi erlend bankagögn sem gætu innihaldið upplýsingar um skattsvik, ef þeirra er aflað með ólögmætum hætti. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði í samtali við fréttastofu í gær að gengið verði til samninga við seljanda gagna um Íslendinga í skattaskjólum á grundvelli yfirlýsingar fjármálaráðherra.Sjá einnig: Bryndís ætlar að ganga til samninga við huldumanninn Í ályktun Heimdallar segir einnig að slík kaup myndu gefa afar slæmt fordæmi og þá sérstaklega ef greiða á einstaklingum verðlaunafé fyrir að afla sönnunargagna þegar löglegar heimildir sem ríkið hafi til öflunar sönnunargagna bresti. „Það væri óviðunandi ef lögreglan verðlaunaði þjóf fyrir að brjótast inn í hús og afla sönnunargagna, þegar lögreglan fær ekki húsleitarheimild. Að sama skapi á ekki að borga tölvuþrjóti verðlaunafé fyrir að brjótast inn í fjármálastofnanir og stela upplýsingum,“ segir í ályktun Heimdallar. Þess utan sé alls óvíst hversu nothæf gögnin séu og hvort þau muni skila tilætluðum árangri. „Þá er einnig líklegt að skattféð sem notað yrði til kaupanna á gögnunum yrði notað til að fjármagna ólöglega starfsemi, þar sem ljóst er að gagnanna var aflað af aðilum við ólöglega starfsemi. Félagið fordæmir skattsvik og telur mikilvægt að þau séu upprætt, en minnir á að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið.“
Tengdar fréttir Skattaskjólsgögnin: Tímalína Svona var atburðarásin sem leiddi að því að ákveðið var að kaupa gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum fyrir 150 milljónir. 11. febrúar 2015 16:47 Sum skattaskjólsmálanna gætu verið fyrnd Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir viðbúið að einhver mál í skattaskjólsgögnunum, sem standa íslenska ríkinu til boða, séu fyrnd en elstu málin eru fimmtán ára gömul. 12. febrúar 2015 07:00 Villl rannsókn á undanbrögðum ráðherra í skattamáli „Þetta er gamalt trix sem að Davíð Oddsson notaði jafnan til að boxa embættismenn,“ segir Össur Skarphéðinsson um hegðun Bjarna Benediktssonar gagnvart skattrannsóknarstjóra. 11. febrúar 2015 12:11 Bryndís ætlar að ganga til samninga við huldumanninn Skattrannsóknarstjóri ætlar að semja um kaup á gögnum um Íslendinga sem hafa komið fé sínu í skattaskjól erlendis. 11. febrúar 2015 12:00 Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Skattaskjólsgögnin: Tímalína Svona var atburðarásin sem leiddi að því að ákveðið var að kaupa gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum fyrir 150 milljónir. 11. febrúar 2015 16:47
Sum skattaskjólsmálanna gætu verið fyrnd Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir viðbúið að einhver mál í skattaskjólsgögnunum, sem standa íslenska ríkinu til boða, séu fyrnd en elstu málin eru fimmtán ára gömul. 12. febrúar 2015 07:00
Villl rannsókn á undanbrögðum ráðherra í skattamáli „Þetta er gamalt trix sem að Davíð Oddsson notaði jafnan til að boxa embættismenn,“ segir Össur Skarphéðinsson um hegðun Bjarna Benediktssonar gagnvart skattrannsóknarstjóra. 11. febrúar 2015 12:11
Bryndís ætlar að ganga til samninga við huldumanninn Skattrannsóknarstjóri ætlar að semja um kaup á gögnum um Íslendinga sem hafa komið fé sínu í skattaskjól erlendis. 11. febrúar 2015 12:00
Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16