Villl rannsókn á undanbrögðum ráðherra í skattamáli 11. febrúar 2015 12:11 Össur Skarphéðinsson, Bjarni Benediktsson og Davíð Oddsson. Vísir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis rannsaki hvort ríkisstjórnin hafi reynt að koma í veg fyrir að upplýsingar umn skattsvikara yrðu keyptar. Hann segir Bjarna Benediktsson hafa beitt brögðum sem Davíð Oddson var þekktur fyrir á sínum tíma. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að gengið verði til samninga við seljanda gagna um Íslendinga í skattaskjólum á grundvelli yfirlýsingar fjármálaráðherra frá því í gær. Hún staðfestir það við fréttastofu en segir engu hægt að lofa um árangur af skattheimtu að svo stöddu. Össur segir að bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi báðir tekið upp háttalag Davíðs Oddssonar sem hafi notað opinberar yfirlýsingar til að boxa niður opinbera starfsmenn.Sjá einnig:Bryndís ætlar að ganga til samninga við huldumanninn „Þetta er gamalt trix sem að Davíð Oddsson notaði jafnan til að boxa embættismenn. Þeir hafa tekið það upp eftir honum,“ segir Össur. Báðir hafi til að mynda hlaupið í vörn fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, í lekamálinu svonefnda og verið með „mjög óviðeigandi yfirlýsingar“ gagnvart umboðsmanni Alþingis. Nú hafi það sama gerst í umræðu um kaup á gögnunum.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri telur óheppilegt að ráðuneytið hafi greint frá því í gær að farið sé fram á 150 milljónir fyrir gögnin. Telur Bjarna ekki hafa viljað kaupa gögnin „Það hefur komið algerlega skýrt fram að Bjarni var mjög tregur í þessu máli og mér sýnist yfirlýsingar hans til þess fallnar að leiða hana í sama farveg,“ segir Össur. Bjarni hafi skammað skattrannsóknarstjóra og sett hana í erfiða stöðu. „Það hefur fyrst og fremst verið aðhald almennings, fjölmiðla og stjórnarandstöðu sem hefur neytt hann til uppgjafar í málinu,“ segir Össur. Bjarni hafi hrakist úr hverju víginu í annað í málinu. „Hann var bersýnilega ekki mjög hrifinn af því að leysa þetta mál með því að gögnin yrðu keypt,“ segir Össur og kallar á að málið verði rannsakað. „Ég tel að öll embættisfærslan hafi verið með þeim hætti að það sé heppilegast fyrir málið að allt sé upplýst. Hvort ríkisstjórnin hafi í raun verið að tregðast við að kaupa gögn sem geta hugsanlega upplýst um alvarleg brot.“Hringja rauðar bjöllur Össur minnir á að Bjarni hafi „húðskammað skattrannsóknarstjóra opinberlega fyrir að ljúka ekki málinu“. „Sannleikurinn kom í ljós og hann var þannig að málið var stopp af því Bjarni sjálfur hafði ekki veitt heimild en hafði þó fengið skriflega ósk,“ því sé sjálfsagt að málið verði upplýst. „Mín skoðun er sú að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eigi að rannsaka þetta mál. Hún var beinlínis stofnuð til þess og hjá mér hringja allar rauðar bjöllur í hvert skipti sem ráðherra segir ekki satt frá.“ Alþingi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis rannsaki hvort ríkisstjórnin hafi reynt að koma í veg fyrir að upplýsingar umn skattsvikara yrðu keyptar. Hann segir Bjarna Benediktsson hafa beitt brögðum sem Davíð Oddson var þekktur fyrir á sínum tíma. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að gengið verði til samninga við seljanda gagna um Íslendinga í skattaskjólum á grundvelli yfirlýsingar fjármálaráðherra frá því í gær. Hún staðfestir það við fréttastofu en segir engu hægt að lofa um árangur af skattheimtu að svo stöddu. Össur segir að bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi báðir tekið upp háttalag Davíðs Oddssonar sem hafi notað opinberar yfirlýsingar til að boxa niður opinbera starfsmenn.Sjá einnig:Bryndís ætlar að ganga til samninga við huldumanninn „Þetta er gamalt trix sem að Davíð Oddsson notaði jafnan til að boxa embættismenn. Þeir hafa tekið það upp eftir honum,“ segir Össur. Báðir hafi til að mynda hlaupið í vörn fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, í lekamálinu svonefnda og verið með „mjög óviðeigandi yfirlýsingar“ gagnvart umboðsmanni Alþingis. Nú hafi það sama gerst í umræðu um kaup á gögnunum.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri telur óheppilegt að ráðuneytið hafi greint frá því í gær að farið sé fram á 150 milljónir fyrir gögnin. Telur Bjarna ekki hafa viljað kaupa gögnin „Það hefur komið algerlega skýrt fram að Bjarni var mjög tregur í þessu máli og mér sýnist yfirlýsingar hans til þess fallnar að leiða hana í sama farveg,“ segir Össur. Bjarni hafi skammað skattrannsóknarstjóra og sett hana í erfiða stöðu. „Það hefur fyrst og fremst verið aðhald almennings, fjölmiðla og stjórnarandstöðu sem hefur neytt hann til uppgjafar í málinu,“ segir Össur. Bjarni hafi hrakist úr hverju víginu í annað í málinu. „Hann var bersýnilega ekki mjög hrifinn af því að leysa þetta mál með því að gögnin yrðu keypt,“ segir Össur og kallar á að málið verði rannsakað. „Ég tel að öll embættisfærslan hafi verið með þeim hætti að það sé heppilegast fyrir málið að allt sé upplýst. Hvort ríkisstjórnin hafi í raun verið að tregðast við að kaupa gögn sem geta hugsanlega upplýst um alvarleg brot.“Hringja rauðar bjöllur Össur minnir á að Bjarni hafi „húðskammað skattrannsóknarstjóra opinberlega fyrir að ljúka ekki málinu“. „Sannleikurinn kom í ljós og hann var þannig að málið var stopp af því Bjarni sjálfur hafði ekki veitt heimild en hafði þó fengið skriflega ósk,“ því sé sjálfsagt að málið verði upplýst. „Mín skoðun er sú að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eigi að rannsaka þetta mál. Hún var beinlínis stofnuð til þess og hjá mér hringja allar rauðar bjöllur í hvert skipti sem ráðherra segir ekki satt frá.“
Alþingi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira