Viðskipti innlent

Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra

ingvar haraldsson skrifar
vísir/gva
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem skattrannsóknarstjóri hefur sent frá sér.Bjarni hefur sett skattrannsóknarstjóra þau skilyrði við kaup á gögnunum að greitt verði fyrir gögnin í hlutfalli við því fé sem aflað verður vegna gagnanna. Einnig var það sett sem skilyrði að  gögnin yrðu ekki keypt af öðrum en „til þess eru bærir“.Sjá einnig:„Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“Bryndís segist nú ekki geta uppfyllt a.m.k. annað skilyrðið og eftir atvikum einnig hitt skilyrðið, eftir því hvaða skilning bera að leggja í það.Sjá einnig: Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjólBryndís segir brýnt að áður en lengra sé haldið þurfi afstaða fjármálaráðuneytisins til málsins að liggja fyrir. Einnig þurfi að liggja fyrir með hvaða hætti skattayfirvöld eigi að vinna úr gögnunum. Bryndís segist hafa bent á mögulegar leiðir í þessum efnum í samtölum við starfsmenn ráðuneytisins en engin svör hafi borist.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.