Innlent

Konan úrskurðuð í gæsluvarðhald

Birgir Olgeirsson skrifar
Konan var leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness rétt fyrir klukkan þrjú í dag.
Konan var leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Vísir/Stefán.
Pólsk kona, sem er grunuð um að hafa banað sambýlismanni sínum og samlanda á heimili þeirra í Hafnarfirði í gær, hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Konan var leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness á þriðja tímanum í dag.

Talið er að banameinið hafi verið hnífstunga en Kristján Ingi Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í í hádegisfréttum Bylgjunnar að það yrði ekki ljóst fyrr en að lokinni krufningu. Hin grunaða, sem er fædd 1959, og hinn látni, fæddur 1974, eru pólskir ríkisborgarar og voru í sambúð í Hafnarfirði. 

Kristján sagðist ekki geta tjáð sig um hvort ætlað banavopn hefði fundist. „Nú get ég ekki tjáð mig um það á þessari stundu,“ sagði Kristján í hádegisfréttum Bylgjunnar. 







Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×